Bæjarráð
723. fundur
30. ágúst 2021 kl. 08:30 - 11:15
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2022-2025
Lögð fram drög að rammaúthlutun vegna fjárhagsáætlunar 2022 auk forsenda tekju- og gjaldaliða. Einnig lögð fram spá um efnahagsþróun næstu ára. Umræður um fyrstu drög að rammaúthlutun 2022. Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2022 og tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
2.
Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð - Verðkönnun 2021
Lagt fram minnisblað upplýsingafulltrúa um stöðu mála varðandi nýtt leiðanet almenningssamganga í Fjarðabyggð sem hefur göngu sína miðvikudaginn 1. september. Farið yfir skipulag og þjónustu í rekstri kerfisins.
3.
Friðlýsing Gerpissvæðisins - Barðsnes
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs, uppfærðum friðlýsingarskilmálum Barðsnessvæðisins samkvæmt umsögnum sem bárust á auglýsingartíma auk draga að greinargerð þar sem gerð er grein fyrir innkomnum athugasemdum og svörum við þeim.
Bæjarráð samþykkir friðlýsingarskilmálana og vísar friðlýsingu svæðisins til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir friðlýsingarskilmálana og vísar friðlýsingu svæðisins til afgreiðslu bæjarstjórnar.
4.
Alþingiskosningar 2021
Framlögð fundargerð yfirkjörstjórnar Fjarðabyggðar með tillögu um kjörstaði í Fjarðabyggð vegna Alþingiskosninga 25. september nk. og opnunartíma kjörstaðanna.
Yfirkjörstjórn leggur til að kjördeildir verði sjö. Kjördeild í Mjóafirði verður í Sólbrekku, Norðfirði í Nesskóla, Eskifirði í Tónlistarmiðstöð, Reyðarfirði í Safnaðarheimili, Fáskrúðsfirði í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfirði í Stöðvarfjarðarskóla og Breiðdal í Breiðdalsskóla. Kjörstaðir verði opnir milli 09:00 og 22:00 nema í Mjóafirði þar sem opið verði milli 09:00 til 14:00 eða 17:00.
Bæjarráð samþykkir tillögu yfirkjörstjórnar um kjördeildir í Fjarðabyggð vegna Alþingiskosninga 25. september nk. og opnunartíma þeirra.
Yfirkjörstjórn leggur til að kjördeildir verði sjö. Kjördeild í Mjóafirði verður í Sólbrekku, Norðfirði í Nesskóla, Eskifirði í Tónlistarmiðstöð, Reyðarfirði í Safnaðarheimili, Fáskrúðsfirði í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfirði í Stöðvarfjarðarskóla og Breiðdal í Breiðdalsskóla. Kjörstaðir verði opnir milli 09:00 og 22:00 nema í Mjóafirði þar sem opið verði milli 09:00 til 14:00 eða 17:00.
Bæjarráð samþykkir tillögu yfirkjörstjórnar um kjördeildir í Fjarðabyggð vegna Alþingiskosninga 25. september nk. og opnunartíma þeirra.
5.
Innviðagreining Fjarðabyggð 2019
Atvinnu- og þróunarstjóri kynnti innviðagreining Fjarðabyggðar en hún verður kynnt á miðlum sveitarfélagsins í framhaldinu.
6.
Alcoa Foundation, umhverfisverkefni 2021
Lagðar fram upplýsingar um styrk úr Alcoa Foundation vegna umhverfisverkefna. Styrkveiting nemur 130.000 bandaríkjadölum eða 80% og mótframlag sveitarfélagsins er 20%. Bæjarráð fagnar styrknum og felur bæjarstjóra að undirrita samning um verkefnið. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd falin umsjón og útfærsla verkefnisins.
7.
730 Búðarmelur 27 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn AMC wave ehf. þar sem sótt er um lóðina við Búðarmel 27 á Reyðarfirði undir einbýlishús.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
8.
730 Búðarmelur 29 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn AMC wave ehf. þar sem sótt er um lóðina við Búðarmel 29 á Reyðarfirði undir einbýlishús.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
9.
730 Búðarmelur 31 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn AMC wave ehf þar sem sótt er um lóðina við Búðarmel 31 á Reyðarfirði undir einbýlishús.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
10.
Fræðslunefnd - 100
Fundargerð fræðslunefndar frá 25. ágúst lögð fram til afgreiðslu.
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 294
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 23. ágúst lögð fram til afgreiðslu.
12.
Landbúnaðarnefnd - 28
Fundargerð landbúnaðarnefndar frá 17. ágúst lögð fram til afgreiðslu.