Fara í efni

Bæjarráð

724. fundur
6. september 2021 kl. 08:30 - 12:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2022-2025
Málsnúmer 2104074
Lögð fram endanleg tillaga að úthlutun ramma fyrir fjárhagsáætlunargerð ársins 2022 ásamt minnisblaði fjármálastjóra um breytingar frá drögum að úthlutun.
Bæjarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma áætunar 2022 og vísar þeim tl vinnu fjárhagsáætlunar hjá fastanefndum og sviðsstjórum.
2.
Nýtt skipulag almannavarna í maí 2021
Málsnúmer 2105157
Fjallað um verkefni á sviði almannavarna í Fjarðabyggð og samstarf lögreglu og aveitarfélagsins. Vinna í vinnuhópum almannavarna á svæðinu er að fara af stað sem fjallar um verkefni almannavarna.
3.
Flúormælingar í Reyðarfirði 2021
Málsnúmer 2109007
Farið yfir niðurstöður vöktunar en þær verða jafnframt kynntar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
4.
Skóladagatöl 2021-2022
Málsnúmer 2012161
Farið yfir breytingar í leik- og grunnskólum á starfsmannahaldi og fjölda barna milli áranna 2021 og 2022.
5.
Umsókn um styrk vegna fornleifarannsókna í Stöðvarfirði 2022
Málsnúmer 2108149
Árlegt erindi félags áhugafólks um fornleifarannsóknir á Stöðvarfirði þar sem þakkað er fyrir framlög liðinna ára og óskað eftir sambærilegu fjármagni á fjárhagsáætlun ársins 2022.
Bæjarráð tekur vel í erindið. Erindi vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar til umfjöllunar í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2022.
6.
Forkaupsréttur að Áka í Brekku
Málsnúmer 2103041
Óskað er eftir að Fjarðabyggð falli frá forkaupsrétti á bátnum Áka í Brekku. Eftir að Áki í Brekku (2660) var seldur í mars 2021 var skipt um nafn á bátnum. Báturinn sem var tekinn upp í í þeirri sölu fékk einnig nafnið Áki í Brekku (2790). Verið er að selja þann bát og kaupa annan sem mun fá þetta sama nafn og er með skráningarnúmerið 2672.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti á bátnum og vísar erindi til staðfestingar bæjarstjórnar.
7.
Heimsókn til Gavelines í september 2021
Málsnúmer 2106165
Lagt fram bréf frá vinabænum Graveline vegna Íslandsdaga. Vegna faraldurs og sóttvarnarmála verða ekki heimsóknir milli bæjanna 2021. Stefnt á að halda uppá 30 ára vinabæjartengsl á árinu 2022.
8.
Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar 2020
Málsnúmer 2109026
Lagður fram til undirritunar ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar fyrir árið 2020.
Bæjarráð samþykkir ársreikning ársins 2020 með undirritun sinni.
9.
Ársreikningur Rafveitu Reyðarfjarðar 2020
Málsnúmer 2109025
Lagður fram til áritunar ársreikningur Rafveitu Reyðarfjarðar fyrir árið 2020.
æjarráð samþykkir ársreikning ársins 2020 með undirritun sinni.
10.
Málefni Sköpunarmiðstöðvarinnar 2020 - 2021
Málsnúmer 2004118
Bæjarstjóri fór yfir framkvæmdir við Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði.
Bæjarstjóra falið að vinna að málinu áfram með ráðuneyti og ljúka því á grundvelli umræðna á fundinum.
11.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2021
Málsnúmer 2102016
Fundargerð stjórnar sambandsins nr. 900 lögð fram til kynningar.