Fara í efni

Bæjarráð

725. fundur
13. september 2021 kl. 08:30 - 09:50
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir varamaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2021 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2104079
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur og fjárfestingar Fjarðabyggðar fyrir janúar - júlí auk launakostnaðar og skatttekjur janúar - ágúst. Jafnframt deildaskipt yfirlit málaflokka í A hluta fyrir janúar - júlí.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2022
Málsnúmer 2104135
Framlagt bréf um skiptingu fjárhagsramma á málaflokka á árinu 2022.
Bæjarráð felur sviðsstjórum vinnslu fjárhagsáætlunar 2022 og leggi fyrir bæjarráð tillögur.
3.
Samningur við Vini Valhallar vegna reksturs félagsheimilisins
Málsnúmer 2106069
Drög að samningi við Vini Valhallar lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir drög samnings og felur bæjarstjóra undirritun hans.
4.
740 Kirkjubólseyri 14 - Umsókn um lóð, hesthús
Málsnúmer 2108121
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Margrétar Lindu Erlingsdóttur þar sem sótt er um lóð undir hesthús á Kirkjubólseyri 14 í Norðfirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
5.
Geymslusvæði og stöðuleyfi fyrir gáma og lausafé í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1402076
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að hluti lóðarinnar við Hjallaleiru 21 verði nýttur undir geymslu á gámum og lausafjármunum.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra um nýtingu lóðarinnar.
6.
Námsstefna í Hollandi í október 2021
Málsnúmer 2109128
Framlag boð til bæjarstjóra á námsstefnu 24. til 29. október nk. um vetni og græna orku. Námsstefnan er á vegum ríkisstjórnar Hollands og hafnanna í Amsterdam og Rotterdam.
Bæjarstjóra falið að mæta fyrir hönd Fjarðabyggðar.
7.
Nefndaskipan Sjálfstæðisflokks 2018 - 2022
Málsnúmer 1806146
Framlagður tölvupóstur frá Jens Garðari Helgasyni þar sem hann tilkynnir að hann muni framlengja leyfi sitt frá setu í bæjarstjórn til 1.apríl 2022.
8.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 295
Málsnúmer 2109005F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu.
9.
Fræðslunefnd - 101
Málsnúmer 2109003F
Fundargerð fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu.
10.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 40
Málsnúmer 2108017F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu.
11.
Hafnarstjórn - 266
Málsnúmer 2109006F
Fundargerð hafnarstjórnar lögð fram til afgreiðslu.
12.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 91
Málsnúmer 2109001F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefnd frá 6.september lögð fram til afgreiðslu.
13.
Barnaverndarnefnd 2021
Málsnúmer 2101080
Fundargerð barnaverndarnefndar frá 9.september lögð fram til afgreiðslu.