Fara í efni

Bæjarráð

726. fundur
20. september 2021 kl. 08:30 - 10:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Útboð vátrygginga Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2107049
Kynntar niðurstöður úr útboði trygginga Fjarðabyggðar en yfirferð tilboðsgagna stendur yfir og að því loknu verða lokaniðurstöður kynntar.
2.
Málefni Sköpunarmiðstöðvarinnar 2020 - 2021
Málsnúmer 2004118
Lagður fram til staðfestingar viðaukasamningur við sóknaráætlun Austurlands um lagfæringar á húsnæði Sköpunarmiðstöðvar.
Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að leggja fyrir bæjarráð fjármögnun á hlut Fjarðabyggðar.
3.
Íbúafundur á Reyðarfirði um grænan orkugarð
Málsnúmer 2109154
Kynnt drög að dagskrá vegna íbúafundar á Reyðarfirði um grænan orkugarð, sem haldinn verður í samstarfi við Landsvirkjun. Stefnt er á að halda fund þriðjudag 5. október kl. 20:00
4.
Samningur um rekstur Norðfjarðarflugvallar
Málsnúmer 2001185
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðæðum sem hann hefur átt við flugmálayfirvöld um uppsetningu aðflugs- og ljósabúnaðs Norðarfjarðarflugvallar en Isavia er að vinna verðkönnun. Stefnt er að því að uppsetningu búnaðar verði lokið vorið 2022.
5.
Trjákurl til húshitunar
Málsnúmer 1905004
Kynntar hugmyndir Tandrabergs ehf. - Tandra Energy, um uppsetningu á orkuframleiðslu sem tengist fjarvarmaveitu Fjarðabyggðar á Norðfirði. Verkefnið er tilraunaverkefni til eins árs.
Bæjarráð samþykkir að útfærður verði samningur um verkefnið og felur fjármálastjóra að vinna hann og leggja fyrir bæjarráð. Erindi er jafnframt vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd ásamt því að nefndin finni veitustöðinni stað.
6.
Upplýsingatækni - endurnýjun samnings um H3
Málsnúmer 2109057
Framlagt minnisblað um endurnýjun á þjónustusamningi vegna Mannauðslausna Advania, launakerfisins H3.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
7.
Málefni brothættra byggða
Málsnúmer 2103191
Kynnt staða umsóknar til brothættra byggða og val á fulltrúum í verkefnahóp. Lagt verður til við Byggðastofnun að skipaðir verði fulltrúar Fjarðabyggðar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi fyrir komandi íbúaþing á Stöðvarfirði. Síðan verði fulltrúar íbúa í verkefnahóp skipaðir á íbúaþingi.
Vísað til áframhaldandi vinnu bæjarstjóra og atvinnu- og þróunarstjóra.
8.
Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin
Málsnúmer 1901204
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um styrk frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til stuðnings við innleiðingu heimsmarkmiða sveitarfélaga á grundvelli verkfærakistu um heimsmarkmiðin.
Tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs, bæjarstjóra falið að vinna að málinu.
9.
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2021
Málsnúmer 2109168
Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna verður haldin 7.- 8.október nk. á Hilton Reykjavík Nordica.
Fulltrúar Fjarðabyggðar verður bæjarráð ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra.
10.
Ársfundur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2021
Málsnúmer 2109169
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 6. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn hefst kl. 16.00.
Bæjarstjóri mætir fyrir hönd Fjarðabyggðar.