Fara í efni

Bæjarráð

727. fundur
27. september 2021 kl. 08:30 - 10:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun og veikindalaun
Málsnúmer 2109223
Lögð fram tillaga fjármálastjóra, mannauðsstjóra og bæjarstjóra um meðferð launakostnaðar vegna fjarvista og veikinda við gerð fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð samþykkir að fjármögnun veikindalauna verði metin tvisvar á ári og gert ráð fyrir í sérstökum viðauka við fjárhagsáætlun, samanber leið 3 í minnisblaði.
2.
Samningur um Réttarholt 1-3 Reyðarfirði við Leigufélagið Bríet
Málsnúmer 2109224
Lögð fram drög að samningi við Leigufélagið Bríet um kaup á íbúðum Fjarðabyggðar að Réttarholti 1-3 á Reyðarfirði í skiptum fyrir hlutafé í Leigufélaginu Bríet.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans. Sölunni vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.
3.
Drög að breytingum á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 222013 og notkun fjarfundarbúnaðar nr. 11402013
Málsnúmer 2109028
Framlagt bréf Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis um breytingar á sveitarstjórnarlögum 96/2021 sem veita heimildir til fjarfunda og rafrænna undirritana. Vísað til skoðunar hjá bæjarritara til endurskoðunar á samþykktum sveitarfélagsins.
4.
Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin
Málsnúmer 1901204
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um styrk frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til stuðnings við innleiðingu heimsmarkmiða sveitarfélaga á grundvelli verkfærakistu um heimsmarkmiðin.
Bæjarráð samþykkir að tengiliðir verði forseti bæjarstjórnar og umhverfisstjóri. Jafnframt er umhverfisstjóra falið að sækja um stuðning vegna grunnstuðnings (hópur 1) fyrir 15. október nk.
5.
730 Melbrekka 7 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2109110
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Guðmundar Páls Pálssonar þar sem sótt er um lóðina við Melbrekku 7 á Reyðarfirði undir einbýlishús.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
6.
Ofanflóðahætta ofan Eskifjarðar - íbúafundur
Málsnúmer 2109236
Bæjarstjóri kynnti fyrirhugaðan íbúafund á Eskifirði um vöktun og eftirlit vegna ofanflóðahættu ofan byggðarinnar. Fundurinn verður 11. október kl. 20:00.
Upplýsingafulltrúa falið að hafa samband við Veðurstofu vegna undirbúnings fundarins.
7.
Aðalfundarboð Sjóminjasafns Austurlands 2021
Málsnúmer 2109235
Framlagt aðalfundarboð Sjóminjsafns Austurlands en boðaður er fundur 13. október 2021 kl. 17:00
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
8.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 296
Málsnúmer 2109014F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 21.september lögð fram til afgreiðslu.
9.
Hafnarstjórn - 267
Málsnúmer 2109015F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 21.september lögð fram til afgreiðslu.
10.
Félagsmálanefnd - 146
Málsnúmer 2109010F
Fundargerð félagsmálanefndar frá 21.september lögð fram til afgreiðslu.