Bæjarráð
728. fundur
4. október 2021 kl. 08:30 - 12:15
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Samráð Lögreglustjóra og Fjarðabyggðar
Rætt var um samstarf sveitarfélagsins og lögreglu í löggæslu og öryggismálum. Farið yfir stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi og tölfræði.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2022
Farið yfir fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2022.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2022
Farið yfir fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2022.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2022
Farið yfir fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2022.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2022
Farið yfir fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2022.
6.
Hvatning til Læknadeildar Háskóla Íslands um þátttöku heilsugæslu í kennslu læknanema
Lögð fram til kynningar hvatning til Læknadeildar Háskóla Íslands, frá framkvæmdastjórum lækninga á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni, um að flýta og auka aðkomu heilsugæslunnar að námi læknanema, m.a. með markvissri notkun fjarfundatækni.
7.
Svæðisskipulagsnefnd 2021
Lögð fram fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 8. september sl. og minnisblað um stöðu mála og tímalínu sem er framundan í svæðisskipulaginu.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
8.
Ársfundur samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 2021
Ársfundur samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 8. október kl. 12:15.
Bæjarráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs, Sigurði Ólafssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á ársfundinum.
Bæjarráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs, Sigurði Ólafssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á ársfundinum.
9.
Fræðslunefnd - 102
Fundargerð fræðslunefndar frá 29. september lögð fram til afgreiðslu.