Bæjarráð
729. fundur
11. október 2021 kl. 08:30 - 12:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2022
Lagðar fram samantektir um tillögur fyrir rammaúthlutun vegna ársins 2022.
Vísa til áframhaldandi fjárhagsáætlunarvinnu.
Vísa til áframhaldandi fjárhagsáætlunarvinnu.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun eigna- skipulags- og umhverfisnefndar 2022
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna fjárhagsáætlunar og farið yfir viðhalds og framkvæmdaáætlanir framkvæmdasviðs. Leggur eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd áherslu á að fá niðurstöðu um hvaða leiðir séu færar til að einangra Fjarðabyggðarhöllina miðað við burðarvirki hennar. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að byggja upp körfuboltaaðstöðu við Eskifjarðaskóla m.t.t. tveggja karfa, en að öðru leyti vísar nefndin til gildandi deiliskiplags. Nefndin hefur einnig samþykkt þátttöku i uppbyggingu lóðar við gamla barnaskólann á Eskifirði samkvæmt samningi.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2022
Kynnt minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs og stjórnenda í félagsmálum.
Vísað til áframhaldandi vinnu fjárhagsáætlunargerðar.
Vísað til áframhaldandi vinnu fjárhagsáætlunargerðar.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2022
Vísað frá menningar- og nýsköpunarnefnd lokatillögum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022 í málaflokki menningarmála. Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur samþykkt framlagðar áherslur og
tillögur sem fram koma í minnisblaði bæjarritara.
Vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
tillögur sem fram koma í minnisblaði bæjarritara.
Vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
5.
Útboð vátrygginga Fjarðabyggðar
Kynntar endanlegar niðurstöður úr útboði trygginga Fjarðabyggðar en lokið er yfirferð tilboðsgagna. Lægstbjóðandi er TM tryggingar hf. og lagt er til að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, TM trygginga. Bæjarstjóra falið að undirrita tryggingarsamning.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, TM trygginga. Bæjarstjóra falið að undirrita tryggingarsamning.
6.
Borkjarnasafnið í Breiðdal
Bréf Náttúrufræðistofnunar Íslands er varðar viðhaldsmál húsnæðis Borkjarnasafnsins í Breiðdal.
Bæjarráð vísar erindi til framkvæmdasviðs til vinnslu. Bæjarstjóra falið að ræða við Náttúrufræðistofnun um málið.
Bæjarráð vísar erindi til framkvæmdasviðs til vinnslu. Bæjarstjóra falið að ræða við Náttúrufræðistofnun um málið.
7.
Gjaldskrá félagsheimila 2022
Lögð fram minnisblöð vegna breytinga á gjaldskrám fyrir félagsheimilin Egilsbúð og Valhöll. Gjaldskrá félagsheimila 2022 lögð fram til umræðu og samþykktar. Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur samþykkt framlagða tillögu að gjaldskrá fyrir félagsheimilin Egilsbúð, Skrúð og Valhöll. Gjaldskrá vísað til bæjarráðs til samþykktar með ósk um að gjaldskrá taki gildi eftir samþykkt í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá félagsheimila og hún taki gildi þegar gildi til samræmis við tillögur í minnisblaði.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá félagsheimila og hún taki gildi þegar gildi til samræmis við tillögur í minnisblaði.
8.
Þróunarverkefni og atvinnulíf.
Kynnt drög að viljayfirlýsingu, LOI, milli Landsvirkjunar, Copenhagen Infrastructure Partner og Fjarðabyggðar, um orkunýtingu frá grænum orkugarði til húshitunar.
Bæjarráð samþykkir efni viljayfirlýsingar og felur bæjarstjóra undirritunar hennar.
Bæjarráð samþykkir efni viljayfirlýsingar og felur bæjarstjóra undirritunar hennar.
9.
Fyrirhuguð breyting á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Lögð fram til kynningar drög að breytingu á reglugerð nr. 1088/2012 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að yfirfara breytingarnar.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að yfirfara breytingarnar.
10.
Fiskeldissjóður - umsóknir 2021
Bæjarstjóri gerði grein fyrir styrk sem fékkst úr Fiskeldissjóði vegna framkvæmda við Leikskólann Dalborg á Eskifirði. Styrkurinn er að upphæð 42.589.578 kr.
Bæjarráð fagnar framlaginu.
Bæjarráð fagnar framlaginu.
11.
Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð
Bæjarstjóri gerði grein fyrir styrk sem fékkst frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna nýs leiðakerfis almenningssamgangna í Fjarðabyggð. Styrkurinn er veittur á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024 og er að upphæð 8 milljónir kr.
Bæjarráð fagnar framlagi.
Bæjarráð fagnar framlagi.
12.
740 Strandgata 16 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Nestaks ehf. þar sem sótt er um lóð undir einbýlishús við Strandgötu 16 á Norðfirði. Svæðið er ódeiliskipulagt. Samkvæmt aðalskipulagi er umrætt svæði innan skilgreindrar íbúðabyggðar þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum sem falla að nýtingu, yfirbragði og þéttleika núverandi byggðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða við lóðarhafa. Tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða við lóðarhafa. Tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
13.
730 Litlagerði 2, 4 og 6 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afbreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn AMC wave ehf. þar sem sótt er um lóðirnar við Litlagerði 2, 4 og 6 á Reyðarfirði undir raðhús. Grenndarkynningu er lokið með samþykki nágranna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða við lóðarhafa. Tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða við lóðarhafa. Tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
14.
735 Ystidalur 6-8 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afbreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn AMC wave ehf. þar sem sótt er um lóðina við Ystadal 6-8 á Eskifirði undir 9 íbúða raðhús. Grenndarkynningu er lokið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða við lóðarhafa. Tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða við lóðarhafa. Tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
15.
735 Miðdalur 17-19 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afbreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn AMC wave ehf. þar sem sótt er um lóðina við Miðdal 17-19 á Eskifirði undir 9 íbúða raðhús. Grenndarkynningu er lokið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða við lóðarhafa. Tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða við lóðarhafa. Tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
16.
ohf. væðing Fjarðabyggðarhafna
Framlögð beiðni Ragnars Sigurðssonar bæjarfulltrúa um að unnið verði óháð mat á áhrifum þess að hlutafélagavæða Fjarðabyggðarhafnir.
Fjármálastjóri aflar frekari gagna í samræmi við umræður á fundi.
Fjármálastjóri aflar frekari gagna í samræmi við umræður á fundi.
17.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 297
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 4. október lögð fram til afgreiðslu.
18.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 41
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 4. október, lögð fram til afgreiðslu.
19.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 92
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 4. október, lögð fram til afgreiðslu.
20.
Barnaverndarnefnd 2021
Fundargerð barnaverndarnefndar frá 7. október lögð fram til afgreiðslu.