Fara í efni

Bæjarráð

730. fundur
18. október 2021 kl. 08:30 - 12:15
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2022
Málsnúmer 2104135
Slökkviliðsstjóri sat þennan lið fundarins. Yfirferð yfir fjárhagsáætlun málaflokks slökkviliðs og brunavarna. Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra.
2.
Rekstur málaflokka 2021 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2104079
Lagt fram yfirlit yfir rekstur og fjárfestingar Fjarðabyggðar fyrir janúar - ágúst auk yfirlits yfir launakostnað og skatttekjur fyrir janúar - september.
3.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2022-2025
Málsnúmer 2104074
Áframhald vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2022. Lagt fram yfirlit yfir stöðu áætlunar.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2022
Málsnúmer 2104136
Farið yfir fjárfestingaráætlun málaflokks hafnarsjóðs. Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2022.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun eigna- skipulags- og umhverfisnefndar 2022
Málsnúmer 2104129
Farið yfir fjárfestingarætlanir málaflokks eigna- skipulags- og umhverfisnefndar. Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2022.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2022
Málsnúmer 2104131
Fræðslunefnd hefur samþykkt fjárhagsáætlunarramma fyrir sitt leyti, en óskar eftir við bæjarráð að rammi verði hækkaður um 0,8%. Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2022.
7.
Reglur um leikskóla
Málsnúmer 2110048
Fræðslunefnd hefur samþykkt breytingar á reglum um leikskóla. Annars vegar að í reglunum verði kveðið á um að skólaár leikskóla sé skilgreint frá 1. ágúst til 31. júlí og börnum í elsta árgangi verði boðið upp á sumarfrístund í ágúst og hins vegar er lagt til að starfsfólk leikskóla fái 30% afslátt af leikskólagjöldum. Lagt fram minnisblað fræðslustjóra. Breytingu á reglum vísað til frekari vinnslu hjá bæjarstjóra, mannauðsstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
8.
Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar - endurskoðun 2021 - Nýjar leiðbeiningar og fyrirmyndir að samþykkt um stjórn sveitarfélaga í október 2021
Málsnúmer 2110020
Lagðar fram breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar auk minnisblaðs forstöðumanns stjórnsýslu. Forstöðumanni falið að vinna áfram að málinu í ljósi fyrirhugaðra breytinga á fyrirkomulagi barnaverndarmála.
Lagt er til að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar verði vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn þegar tillögur liggja endanlega fyrir.
9.
Kaup á munum fyrir Íslenska stríðsárasafnið
Málsnúmer 2110109
Lagt fram sem trúnaðarmál minnisblað upplýsingafulltrúa um kaup á munum fyrir Íslenska Stríðsárasafnið á Reyðarfirði. Vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar með ósk um afstöðu nefndarinnar. Tekið fyrir að nýju í bæjarráði í byrjun nóvember.
10.
Viðmiðunarlaunatafla sveitarstjórnarmanna 2019 - 2033
Málsnúmer 2110105
Framlagt erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélag um viðmið fyrir kjör fulltrúa í sveitarstjórnum. Lagt fram til kynningar. Vísað til skoðunar hjá bæjarritara.
11.
Breyting á reglugerð nr. 1212 frá 2015 um reikningsskil sveitarfélaga
Málsnúmer 2110070
Lagt fram til kynningar bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um breytingu á reglugerð vegna reikningsskila sveitarfélaga. Vísað til skoðunar hjá fjármálastjóra.
12.
Trjákurl til húshitunar
Málsnúmer 1905004
Lagður fram samningur við Tandraorku ehf. um uppsetningu og rekstur á perlukyndistöð við kyndistöð fjarvarmaveitu Fjarðabyggðar í Neskaupstað. Verkefnið er tilraunaverkefni til eins árs. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að veitustöðin verði staðsett austan við bílastæði verkkennsluhúss þannig að hæfileg fjarlægð verði frá verkkennsluhúsi. Fjármálastjóri kynnti efni samnings. Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
13.
Götulýsing við Heydali
Málsnúmer 2110068
Bréf sóknarnefndar Heydalasóknar þar sem farið er fram á að sveitarfélagið annist uppsetningu á lýsingu á bílastæði við kirkjuna og sjái um að greiða rafmagnskostnað vegna lýsingarinnar í framtíðinni. Bæjarráð hafnar erindi þar sem það fellur ekki að hlutverki sveitarfélagsins. Bæjarráð hvetur sóknarnefnd jafnframt til að ræða málið við prestsetrasjóð.
14.
Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni
Málsnúmer 2109272
Með bréfi Sambandsins frá 30.september er óskað eftir afstöðu bæjaryfirvalda, fyrir lok október, til hugmynda Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er snúa að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni í formi húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) er starfi á landsbyggðinni. Bæjarráð telur að fyrirliggjandi hugmyndir séu til bóta og tekur undir þær, en minnir á að mikilvægi þess að málið verði unnið hratt þannig að verkefni komist til framkvæmda.
15.
740 Strandgata 16 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2109240
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Nestaks ehf. þar sem sótt er um lóð undir einbýlishús við Strandgötu 16 á Norðfirði. Svæðið er ódeiliskipulagt. Samkvæmt aðalskipulagi er umrætt svæði innan skilgreindrar íbúðabyggðar þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum sem falla að nýtingu, yfirbragði og þéttleika núverandi byggðar. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðar.
16.
730 Litlagerði 2, 4 og 6 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2107095
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afbreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn AMC wave ehf. þar sem sótt er um lóðirnar við Litlagerði 2, 4 og 6 á Reyðarfirði undir raðhús. Grenndarkynningu er lokið með samþykki nágranna. Lóðarbeiðandi hefur fallið frá umsókn.
17.
735 Ystidalur 6-8 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2107096
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afbreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn AMC wave ehf. þar sem sótt er um lóðina við Ystadal 6-8 á Eskifirði undir 9 íbúða raðhús. Grenndarkynningu er lokið. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
18.
735 Miðdalur 17-19 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2107097
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afbreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn AMC wave ehf. þar sem sótt er um lóðina við Miðdal 17-19 á Eskifirði undir 9 íbúða raðhús. Grenndarkynningu er lokið. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
19.
Haustþing SSA 2021
Málsnúmer 2110119
Haustþing SSA verður haldið í Fjarðabyggð 19.-20. nóvember 2021. Bæjarritara falið að halda utan um skipulag þingsins.
20.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 298
Málsnúmer 2110009F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 11.október lögð fram til afgreiðslu.
21.
Hafnarstjórn - 268
Málsnúmer 2110010F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 13.október lögð fram til afgreiðslu.
22.
Fræðslunefnd - 103
Málsnúmer 2110008F
Fundargerð fræðslunefndar frá 13.október lögð fram til afgreiðslu.
23.
Félagsmálanefnd - 147
Málsnúmer 2110004F
Fundargerð félagsmálanefndar frá 13.október lögð fram til afgreiðslu.