Bæjarráð
731. fundur
25. október 2021 kl. 08:30 - 11:40
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2022-2025
Fjármálastjóri fór yfir framlögð gögn vegna fjárhagsáætlunar 2022. Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2022
Félagsmálanefnd vísar tillögu að fjárhagsáætlun nefndarinnar 2022 til bæjarráðs. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Vísað til endanlegrar afgreiðslu við vinnu við fjárhagsáætlun 2022.
3.
Samningur um SKIDATA kerfið frá Skidata Skandinavia AB
Lagður fram til staðfestingar samningur við Skidata Skandinavia AB um korta- og aðgangskerfi fyrir íþróttastofnanir Fjarðabyggðar. Bæjarráð samþykkir samning.
4.
Uppsetning á útiæfingatækjum
Tillaga varðandi uppsetningu á útiæfingartækjum í Neskaupstað. Aflað hefur verið umsagnar hjá Kvenfélaginu Nönnu en ekki er vilji fyrir uppsetningu tækjanna af hálfu kvenfélagsins í Lystigarðinum. Garðyrkjustjóri Fjarðabyggðar leggur til að tækjunum verði fundinn annar staður þar sem meira pláss er fyrir þau. Bæjarráð felur garðyrkjustjóra frekari vinnslu málsins og vísar málinu einnig til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
5.
Sértæk búsetuúrræði
Félagsmálanefnd vísar til umfjöllunar í bæjarráði minnisblaði um þörf á húsnæði fyrir einstaklinga sem þurfa sérúrræði í búsetumálum. Bæjarráð vísar erindi til vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.
6.
Barnaverndarlög og barnaverndarþjónusta 2022
Kynntar breytingar á barnaverndarlögum en lagt er til að málefni barnaverndarnefnd í breyttri mynd verði felld undir félagsmálanefnd frá og með næstu áramótum. Fyrirkomulag barnaverndar í breyttri mynd verður útfært nánar á næstu mánuðum en endanlegt útfærsla mun taka gildi í byrjun nýs kjörtímabils. Bæjarráð felur bæjarritara nánari útfærslu í tengslum við endurskoðun á samþykkt sveitarfélagsins sem stendur yfir.
7.
Beiðni um aukafjárveitingu til bókasafna í Fjarðabyggð 2021
Beiðni bókasafnanna í Fjarðabyggð um aukafjárveitingu til bókakaupa á árinu 2021. Bæjarráð hafnar erindi og vísar því til nánari skoðunar og afgreiðslu bæjarritara og forstöðumanns safnastofnunar.
8.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2021
Fundargerð samtaka orkusveitarfélaga frá 8.október lögð fram til kynningar.
9.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2018-2022
Framsóknarflokkur gerir breytingu á skipan í menningar- og nýsköpunarnefnd. Bjarki Ingason tekur sæti Höskulds Björgúlfssonar sem varamaður í nefndinni.
10.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2022
Gjaldskrá fasteignagjalda 2022 lögð fram til umræðu og samþykktar ásamt greinargerð fjármálastjóra. Bæjarráð vísar afgreiðslu á gjaldskrá fasteignagjalda 2022 og afslætti til eldri borgara og örorkulífeyrisþega, til næsta fundar bæjarráðs.
11.
Gjaldskrá slökkviliðs Fjarðabyggðar 2022
Gjaldskrá slökkviliðs 2022 lögð fram til umræðu og samþykktar. Bæjarráð staðfestir 2,4% hækkun á gjaldskrá sem taki gildi 1.janúar 2022.
12.
Gjaldskrá ljósleiðaraheimtauga í dreifbýli Fjarðabyggðar 2022
Gjaldskrá ljósleiðaraheimtauga lögð fram til umfjöllunar og samþykktar. Bæjarráð samþykkir að gjaldskrá verði óbreytt.
13.
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð 2022
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 17. september 2021, er varðar tillögur að breytingu á gjaldskrá hunda- og kattaleyfisgjalda í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt breytingar í samræmi við minnisblað. Jafnframt samþykkti nefndin, fyrir sitt leyti, að hluti gjaldskrár hunda- og kattahalds vegna 2022, hækki um 2,4% 1.janúar 2022. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá og 2,4% hækkun sem taki gildi 1.janúar 2022.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt breytingar í samræmi við minnisblað. Jafnframt samþykkti nefndin, fyrir sitt leyti, að hluti gjaldskrár hunda- og kattahalds vegna 2022, hækki um 2,4% 1.janúar 2022. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá og 2,4% hækkun sem taki gildi 1.janúar 2022.
14.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2022
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá vatnsveitu vegna 2022, hækki um 2,4% 1.janúar 2022. Öðrum tillögum að breytingum var vísað til bæjarstjóra og fjármálastjóra til frekari skoðunar. Bæjarráð samþykkir 10% lækkun á álagningarstuðli vatnsgjalds og 2,4% hækkun á öðrum liðum gjaldskrár, sem taki gildi 1.janúar 2022.
15.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2022
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs vegna 2022, hækki um 2,4% 1.janúar 2022. Bæjarráð vísar gjaldskrá aftur til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til frekari umfjöllunar.
16.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2022
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá Hitaveitu Fjarðabyggðar vegna 2022, hækki um 2,4% 1.janúar 2022. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs. Lögð fram greinargerð fjármálastjóra þar sem m.a. er fjallað um mögulega lækkun á gjaldskrá hitaveitunnar á Eskifirði. Bæjarráð samþykkir 5% lækkun á rúmmetra- og kílóvattsgjaldi en að öðru leyti hækkar gjaldskrá Hitaveitu Fjarðabyggðar um 2,4%. Breyting taki gildi 1.janúar 2022.
17.
Gjaldskrá gatnagerðagjalda í Fjarðabyggð 2022
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá gatnagerðargjalda vegna 2022, hækki um 5,9 % 1.janúar 2022. Hækkun er í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu pr. fermetra vísitöluhúss fjölbýlis. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir hækkun gjaldskrár og hún taki gildi 1.janúar 2022.
18.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2022
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fráveitu vegna 2022, hækki um 2,4% 1.janúar 2022. Þá er bætt inn í gjaldskrána nýjum gjaldflokkum vegna mismunandi stærða lagna. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að álagningarstuðull fráveitugjalda verði óbreyttur á milli ára. Bæjarráð samþykkir að öðru leyti að gjaldskrá hækki um 2,4% og hækkun taki gildi 1.janúar 2022.
Bæjarráð samþykkir að álagningarstuðull fráveitugjalda verði óbreyttur á milli ára. Bæjarráð samþykkir að öðru leyti að gjaldskrá hækki um 2,4% og hækkun taki gildi 1.janúar 2022.
19.
Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2022
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fjarvarmaveitu vegna 2022, hækki um 2,4% 1.janúar 2022. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir 2,4% hækkun sem taki gildi 1.janúar 2022.
20.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2022
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá skipulags- og byggingarmála vegna 2022, hækki um 2,4% 1.janúar 2022. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir 2,4% hækkun á gjaldskrá sem taki gildi 1.janúar 2022.
21.
Gjaldskrá safna 2022 til 2023
Gjaldskrá minjasafna fyrir árið 2023 lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu nefndar. Tillaga er um að allir liðir í gjaldskrá hækki um 100 kr. 1.1.2023.
Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur samþykkt hækkun á gjaldskrá safna sem taki gildi 1.1.2023. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá sem taki gildi í byrjun árs 2023 en áður hefur gjaldskrá fyrir árið 2022 verið samþykkt.
Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur samþykkt hækkun á gjaldskrá safna sem taki gildi 1.1.2023. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá sem taki gildi í byrjun árs 2023 en áður hefur gjaldskrá fyrir árið 2022 verið samþykkt.
22.
Gjaldskrá bókasafna 2022
Gjaldskrá bókasafna 2022 lögð fram til umræðu. Menningar- og nýsköpunarnefnd leggur til að gjaldskrá bókasafna hækki ekki á milli ára. Bæjarráð samþykkir tillögu menningar- og nýsköpunarnefndar um óbreytta gjaldskrá.
23.
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2022
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2022 lögð fram til samþykktar. Hafnarstjórn hefur samþykkti framlagða gjaldskrá samkvæmt umræðum á fundi og vísar henni til bæjarráðs. Lagt fram minnisblað verkefnastjóra Fjarðabyggðarhafna. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá sem taki gildi 1.janúar 2022.
24.
Gjaldskrá leikskóla 2022
Fræðslunefnd hefur samþykkt fyrirliggjandi gjaldskrá leikskóla og vísar henni til bæjarráðs. Fræðslunefnd leggur til að gjaldskráin hækki um 2,4% og afslættir breytast þannig að leikskólastarfsfólk fær 30% afslátt líkt og einstæðir foreldrar/forráðamenn og námsmenn, þegar báðir eru í námi. Bæjarráð frestar afgreiðslu gjaldskrár leikskóla þar til niðurstaða liggur fyrir um skoðun á reglum um leikskóla.
25.
Gjaldskrá grunnskóla 2022
Fræðslunefnd hefur samþykkt fyrirliggjandi gjaldskrá grunnskóla og vísar henni til bæjarráðs. Gjaldskráin hækkar um 2,4%. Bæjarráð samþykkir 2,4% hækkun gjaldskrár sem taki gildi 1.janúar 2022.
26.
Gjaldskrá skóladagheimila 2022
Fræðslunefnd hefur samþykkt fyrirliggjandi gjaldskrá skóladagheimila og vísar henni til bæjarráðs. Gjaldskráin hækkar um 2,4%. Bæjarráð samþykkir 2,4% hækkun gjaldskrár sem taki gildi 1.janúar 2022.
27.
Gjaldskrá tónlistarskóla 2022
Fræðslunefnd hefur samþykkt fyrirliggjandi gjaldskrá tónlistarskóla og vísar til bæjarráðs. Gjaldskráin hækkar um 2,4%. Bæjarráð samþykkir 2,4% hækkun gjaldskrár sem taki gildi 1.janúar 2022.
28.
Gjaldskrár líkamsræktarstöðva 2022
Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2022 lögð fram til umræðu og samþykktar. Íþrótta og tómstundanefnd hefur samþykkt gjaldskrána. Athygli er vakin á því að gjaldskrá líkamsræktarstöðvar í Breiðdal er fellt niður og sameinuð gjaldskrá annarra líkamsræktarstöðva. Bæjarráð samþykkir að sameina gjaldskrár líkamsræktarstöðvar og jafnframt 2,4% hækkun gjaldskrár sem taki gildi 1.janúar 2022.
29.
Gjaldskrár íþróttahúsa Fjarðabyggðar 2022
Lagðar fram gjaldskrár íþróttahúsa sem samþykktar hafa verið í íþrótta- og tómstundanefnd með þeim breytingum að salir eru einungis leigðir út til íþróttastarfs (ekki heimilt að halda afmæli) og að leigutaka ber að ganga snyrtilega um allt húsnæði og taka með sér allt rusl og aðra muni. Jafnframt er bætt við ákvæði um að leigusali áskilji sér rétt að rukka aukalega fyrir öll aukaþrif. Bæjarráð samþykkir breytingar og 2,4% hækkun á gjaldskrám íþróttahúsa sem taki gildi 1.janúar 2022.
30.
Gjaldskrá sundlauga Fjarðabyggðar 2022
Gjaldskrá sundlauga 2022 lögð fram til umræðu og samþykktar. Gjaldskráin var samþykkt með þeim breytingum að ungmennaafsláttur fyrir ungmenni 18-20 ára var tekin út. Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá 2,4% hækkun hennar sem taki gildi 1.janúar 2022.
31.
Gjaldskrá Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði 2022
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt gjaldskrá skíðasvæðisins í Oddsskarði og vísar henni til staðfestingar í bæjarráði. Bæjarráð samþykkir 2,4% hækkun á gjaldskrá og hún taki gildi 1.janúar 2022.
32.
Gjaldskrá Fjölskyldusviðs vegna stuðningsfjölskyldna 2022
Tillaga um óbreytta gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna á árinu 2022, vísað til bæjarráðs frá félagsmálanefnd. Bæjarráð samþykkir að gjaldskrá stuðningsfjölskyldna verði óbeytt á árinu 2022.
33.
Gjaldskrá stuðningsþjónustu 2022
Tillaga um 2,4% hækkun á gjaldskrá fyrir stuðningsþjónustu í Fjarðabyggð vísað til bæjarráðs frá félagsmálanefnd. Bæjarráð samþykkir 2,4% hækkun gjaldskrár sem taki gildi 1.janúar 2022.
34.
Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik 2022
Tillaga um 2,4% hækkun á gjaldskrá fyrir þjónustugjald í Breiðabliki, íbúðum aldraðra, vísað til bæjarráðs frá félagsmálanefnd. Bæjarráð samþykkir 2,4% hækkun gjaldskrár sem taki gildi 1.janúar 2022.
35.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 93
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 18.október lögð fram til afgreiðslu.
36.
Hafnarstjórn - 269
Fundargerð hafnarstjórnar frá 22.október lögð fram til afgreiðslu.