Fara í efni

Bæjarráð

732. fundur
1. nóvember 2021 kl. 08:30 - 12:45
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjarðabyggðarhöll - ástand og aðgerðir
Málsnúmer 2001140
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til umfjöllunar í bæjarráði minnisblaði Mannvits vegna burðarvirkis stálgrindar í þaki Fjarðabyggðarhallarinnar, dagsett 21. október 2021. Þegar endanleg skýrsla liggur fyrir verður málið tekið fyrir að nýju í nefndinni.
Bæjarráð fór yfir málið og tekur það að nýju fyrir þegar endanleg skýrsla liggur fyrir.
2.
Dalborg, hönnun á viðbyggingu
Málsnúmer 2002039
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs niðurstöðu útboðs viðbyggingar leikskólans Dalborgar sem lauk föstudaginn 22. október síðastliðinn. Engin tilboð bárust í verkið. Nefndin fól sviðsstjóra framkvæmdasviðs að fylgja málinu eftir samkvæmt umræðu á fundi nefndarinnar.
Bæjarráð vísar málinu til skoðunar bæjarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
3.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2021
Málsnúmer 2104090
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs um stöðu framkvæmda ársins 2021.
4.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2022-2025
Málsnúmer 2104074
Lögð fram drög að tillögu að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar til fyrri umræðu í bæjarstjórn fyrir árið 2022 og 3ja ára áætlun fyrir árin 2023-2025.
Bæjarráð samþykkir að vísa drögum fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2023 til 2025 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
5.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2022
Málsnúmer 2109077
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs.
Bæjarráð samþykkir forsendur fyrir gjaldskrá og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs og fjármálastjóra að útfæra orðalag gjaldskrár og leggja að nýju fyrir bæjarráð til staðfestingar.
6.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2022
Málsnúmer 2109092
Gjaldskrá fasteignagjalda 2022 og afslættir til eldri borgara og örorkulífeyrisþega lögð fram til umræðu og samþykktar, ásamt greinargerð fjármálastjóra.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2022 og afslættir til eldri borgara og örorkulífeyrisþega vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.
7.
Útsvar 2022
Málsnúmer 2110151
Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars verði hámarksútsvar, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni í Fjarðabyggð. Tillaga þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Bæjarráð vísar ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars til staðfestingar bæjarstjórnar.
8.
Kaup á munum fyrir Íslenska stríðsárasafnið
Málsnúmer 2110109
Vísað frá menningar- og nýsköpunarnefnd til umfjöllunar bæjarráðs minnisblaði upplýsingafulltrúa merkt sem trúnaðarmál um kaup á munum fyrir Íslenska Stríðsárasafnið á Reyðarfirði. Menningar- og nýsköpunarnefnd telur mikilvægt að gengið verði frá kaupum á safnmunum og farið verði í frekari uppbyggingu á Íslenska Stríðsárasafninu í beinu framhaldi. Nefndin tekur undir áhersluatriði sem koma fram í framlögðu minnisblaði til bæjarráðs um að skipaður verði starfshópur til að móta framtíðarsýn fyrir safnið.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga um kaup á mununum. Skipaður verði starfshópur af bæjarráði í framhaldi með vísan til tillagna í minnisblaði. Vísað til bæjarstjóra og fjármálastjóra að útfæra tillögur að fjármögnun kaupanna.
9.
Málefni brothættra byggða
Málsnúmer 2103191
Byggðastofnun hefur samþykkt að Stöðvarfjörður verið tekinn inn í verkefnið Brothættar byggðir. Skipa þarf tvo aðalmenn og tvo til vara, í starfshóp vegna verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir að aðalfulltrúar Fjarðabyggðar verði forseti bæjarstjórnar og atvinnu- og þróunarstjóri. Til vara verði bæjarstjóri og bæjarritari.
10.
Stafræn þróun sveitarfélaga
Málsnúmer 2011213
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um framlög til starfrænnar þróunar sveitarfélga á árinu 2022. Hlutur Fjarðabyggðar í verkefninu eru um 3,3 m.kr.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu starfræn þróun sveitarfélaga og felur bæjarstjóra ásamt fjármálastjóra útfærslu fjármögnunar.
11.
Samningur um styrk til almenningssamgangna
Málsnúmer 2110172
Framlagður samningur við Byggðastofnun fyrir hönd samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um styrkveitingu til almenningssamgangna í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
12.
Umsókn um stofnframlag til bygginga á húsnæði
Málsnúmer 2102091
Kynnt niðurstaða Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar varðandi umsókn Bæjartúns um úthlutun stofnframlaga ríkisins 2021 en umsókn félagsins var hafnað. Fjarðabyggð hafði áður samþykkt umsóknina fyrir sitt leyti.
13.
Forvarna- og öryggisnefnd erindisbréf og fundargerðir
Málsnúmer 2110173
Framlögð drög að endurskoðuðu erindisbréf forvarna- og öryggisnefndar ásamt minnisblaði.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf og felur bæjarritara frágang þess.
14.
Ágóðahlutagreiðsla 2021
Málsnúmer 2110153
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um ágóðahlutagreiðslu frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands á árinu 2021. Ágóðahluti Fjarðabyggðar er 4.703.400 kr.
15.
735 Árdalur 13 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2110081
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Erlu Bjargar Þórhallsdóttur þar sem sótt er um lóðina við Árdal 13 á Eskifirði undir einbýlishús.
Bæjaráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
16.
730 Hjallaleira 13 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2110107
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Gestsstaða ehf. þar sem sótt er um lóðina við Hjallaleiru 13 á Reyðarfirði undir athafnastarfsemi.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
17.
Aðalfundur Fiskiræktar og veiðifélags Norðfjarðarár 10. nóvember 2021
Málsnúmer 2110174
Tilnefna þarf fulltrúa á aðalfund Fiskiræktar- og veiðifélags Norðfjarðarár sem haldinn verður 10.nóvember.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn með fullt og ótakmarkað umboð.
18.
Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 3. Nóvember 2021
Málsnúmer 2110069
Framlagt aðalfundarboð Heilbrigðiseftirlits Austurlands en aðalfundur er boðaður 3. nóvember 2021 á Hornafirði.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja fundinn með fullt og ótakmarkað umboð.
19.
Samstarf við Leigufélagið Bríet um leiguhúsnæði
Málsnúmer 2105097
Framlögð drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu á fjórum leiguíbúðum á Norðfirði.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna og felur bæjarstjóra undirritun hennar.
20.
Ráðstefna í Hollandi í október 2021
Málsnúmer 2109128
Bæjarstjóri gerði grein fyrir ferð sinni og verkefnastjóra hafna til Rotterdam vegna ráðstefnu um græna orkugjafa í tengslum við verkefnið grænn orkugarður á Reyðarfirði. Kynnt efni samstarfsyfirlýsingar sem bæjarstjóri undirritaði við Rotterdamhöfn.
21.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 299
Málsnúmer 2110018F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 25. október lögð fram til afgreiðslu.
22.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 42
Málsnúmer 2110011F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 25. október lögð fram til afgreiðslu.