Bæjarráð
733. fundur
15. nóvember 2021 kl. 08:30 - 10:50
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2022-2025
Lögð fram tillaga að breytingu á fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2022 - 2025 milli umræðna fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur um breytingar á fjárhagsáætlun 2022 til 2025 og vísar þeim ásamt fjárhagsáætluninni í heild til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur um breytingar á fjárhagsáætlun 2022 til 2025 og vísar þeim ásamt fjárhagsáætluninni í heild til síðari umræðu í bæjarstjórn.
2.
Rekstur málaflokka 2021 - TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram yfirlit yfir rekstur og fjárfestingar Fjarðabyggðar fyrir janúar - september sem trúnaðarmál auk yfirlits yfir launakostnað og skatttekjur fyrir janúar - október.
3.
Gjaldskrá leikskóla 2022
Tekin fyrir að nýju gjaldskrá fyrir leikskólagjöld í leikskólum Fjarðabyggðar. Ákvörðun um endanlega gjaldskrá leikskóla 2022 var frestað þar til endurskoðun á reglum um leikskólagjöld væri lokið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá með breytingum á afsláttarkafla í tillögu að gjaldskrá. Gjaldskráin taki gildi frá og með 1. janúar 2022.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá með breytingum á afsláttarkafla í tillögu að gjaldskrá. Gjaldskráin taki gildi frá og með 1. janúar 2022.
4.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2022
Framlögð uppfærð tillaga að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs fyrir árið 2022 með breyttu orðalagi í samræmi við umræður á fundi bæjarráðs 1. nóvember 2021.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs og taki hún gildi 1. janúar 2022.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs og taki hún gildi 1. janúar 2022.
5.
Málefni Einarsstofnunar og Einarsstofu við Heydalakirkju í Breiðdal.
Framlagt bréf frá fulltrúum sóknarnefndar Heydalakirkju þar sem farið er yfir málefni Einarsstofnunar og Einarsstofu í Breiðdal. Óskað er tilnefningar fulltrúa í stjórn Einarsstofu.
Bæjarráð fagnar framtaki um stofnun Einarsstofu til minningar um Einar Sigurðsson prest og sálmaskáld. Fjarðabyggð óskar eftir að fá að fylgjast með verkefninu en skipar ekki fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn.
Bæjarráð fagnar framtaki um stofnun Einarsstofu til minningar um Einar Sigurðsson prest og sálmaskáld. Fjarðabyggð óskar eftir að fá að fylgjast með verkefninu en skipar ekki fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn.
6.
UÍA beiðni um styrk á árinu 2022
Framlagt bréf Ungmennar og íþróttasambands Austurlands um framlög sveitarfélaga til starfs sambandsins á árinu 2022.
Vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar en framlag er áætlað á fjárhagsáætlun ársins 2022 til sambandsins.
Vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar en framlag er áætlað á fjárhagsáætlun ársins 2022 til sambandsins.
7.
Samstarf við Leigufélagið Bríet um leiguhúsnæði
Lögð fram drög að samningi við Leigufélagið Bríet um fjórar íbúðir að Leynimel á Stöðvarfirði þar sem gert er ráð fyrir því að íbúðirnar verði lagðar inn í leigufélagið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
8.
Verksamningur um almenningssamgöngur Breiðdalsvík - Reyðarfjörður
Lögð fram drög að samningi við SvAust ehf. um almenningssamgöngur á leiðinni Breiðdalur - Reyðarfjörður - Breiðdalur um eina fasta ferð á dag á leiðinni.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans ásamt því að taka upp viðræður við rekstraraðila almenningssamgangna í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans ásamt því að taka upp viðræður við rekstraraðila almenningssamgangna í Fjarðabyggð.
9.
Umsókn um stofnframlag til bygginga á húsnæði
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur opnað að nýju fyrir umsóknir um stofnframlög til byggingar íbúðarhúsnæðis. Lagt er til að sótt verði að nýju um á sömu forsendum og áður, en undir öðru nafni en Bæjartún hses.
Bæjarráð samþykkir stofnframlag í nýrri umsókn á sömu forsendum og gerðar voru í þeirri fyrri.
Bæjarráð samþykkir stofnframlag í nýrri umsókn á sömu forsendum og gerðar voru í þeirri fyrri.
10.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2021
Fundargerðir sambandsins frá 24. september og 29. október lagðar fram til kynningar.
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 300
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 8. nóvember lögð fram til afgreiðslu.
12.
Fræðslunefnd - 104
Fundargerð fræðslunefndar frá 10. nóvember lögð fram til afgreiðslu.