Bæjarráð
735. fundur
6. desember 2021 kl. 08:30 - 09:45
í fjarfundi
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Brunavarnir í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Bréf frá foreldrafélagi Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er varðar brunavarnir í skólamiðstöðinni.
Vísað til slökkviliðsstjóra til úrlausnar.
Vísað til slökkviliðsstjóra til úrlausnar.
2.
Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar - endurskoðun 2021 - Nýjar leiðbeiningar og fyrirmyndir að samþykkt um stjórn sveitarfélaga í október 2021
Lagðar fram breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir breytingar á samþykktinni fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir breytingar á samþykktinni fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3.
Lántaka á árinu 2021
Bæjarstjóri fór yfir stöðu lausafjár hjá sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að skoða lántökur í samræmi við samþykktir í fjárhagsáætlun ársins. Ragnar Sigurðsson greiðir atkvæði á móti.
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að skoða lántökur í samræmi við samþykktir í fjárhagsáætlun ársins. Ragnar Sigurðsson greiðir atkvæði á móti.
4.
Minnisblað sambandsins um endurskoðaða þjóðhagsspá
Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélagas um nýútkomna endurskoðaða þjóðhagsspá Hagstofu Íslands og áhrif á forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga.
Vísað til fjármálastjóra.
Vísað til fjármálastjóra.
5.
Krafa vegna fasteignanna að Mánagötu 3 og 7 Reyðarfirði
Framlagt sem trúnaðarmál samkomulag við eiganda Mánagötu 3 og 7 um málalok.
Bæjarráð samþykkir niðurstöður málsins.
Bæjarráð samþykkir niðurstöður málsins.
6.
Vatnstjón á Eyrarstíg 1
Framlagt sem trúnaðarmál samkomulag um málslok.
Bæjarráð samþykkir niðurstöður.
Bæjarráð samþykkir niðurstöður.
7.
Aðalfundur Héraðsskjalasafn Austfirðinga bs. 2021
Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga verður haldinn 10. desember í fjarfundi.
Bæjarráð felur bæjarritara að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum.
Bæjarráð felur bæjarritara að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum.
8.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2021
Fundargerð 903. fundar stjórnar sambandsins lögð fram til kynningar
9.
Hluthafafundur Raflagna Austurlands
Framlagt fundarboð hluthafafundar í Raflögnum Austurlands sem boðaður er 17. desember nk. Lagðar eru fram tillögur um jöfnun hlutafjár á móti tapi í félaginu. Engin starfsemi hefur verið í félaginu. Fjarðabyggð er eigandi 5,62% hlutar. Óskað er eftir að sveitarfélagið veiti Jóhanni Pétri Jóhannsyni umboð á fundinn.
Bæjarráð samþykkir að veita Jóhanni Pétri Jóhannsyni umboð á hluthafafundinn.
Bæjarráð samþykkir að veita Jóhanni Pétri Jóhannsyni umboð á hluthafafundinn.
10.
Barnaverndarnefnd 2021
Fundargerð barnarverndarnefndar frá 2. desember lögð fram til staðfestingar.