Fara í efni

Bæjarráð

736. fundur
13. desember 2021 kl. 08:30 - 10:30
í fjarfundi
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun 2021 - viðauki 2
Málsnúmer 2112039
Framlagður viðauki nr. 2 við fjárhagáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2021.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 2 og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar og til fjármálastjóra að ljúka uppsetningu hans.
2.
Lántaka á árinu 2021
Málsnúmer 2102119
Lagt er til að nýta lántökuheimild í fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð um 100 m.kr. Lagt er til að óska eftir láni frá Íslandsbanka á óverðtryggðum kjörum til allt að 15 ára.
Bæjarráð samþykkir lántökuna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar ásamt því að bæjarstjóra er falið að undirrita lánaskjöl sem tengjast lántökunni. Ragnar Sigurðsson greiðir atkvæði gegn lántökunni.
3.
Málefni brothættra byggða
Málsnúmer 2103191
Lagt fram minnisblað um fyrirkomulag verkefnisins um brothættar byggðir -Stöðvarfjörður og aukið hlutfall stöðu verkefnastjóra í verkefninu.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram með Byggðastofnun og leggja fyrir að nýju í bæjarráði.
4.
Endurnýjun á samningi við N4 vegna þáttagerðar 2022
Málsnúmer 2112047
Lagt fram minnsiblað upplýsingafulltrúa vegna beiðnar frá N4 um áframhaldandi samning vegna þáttagerðar í sjónvarpi.
Bæjarráð samþykkir samning um þátttöku í þáttagerð og felur bæjarstjóra undirritun samnings.
5.
Reglur um leikskóla
Málsnúmer 2110048
Vísað frá fræðslunefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að breytingum á reglum um leikskóla. Lagt er til að í reglunum verði kveðið á um að skólaár leikskóla sé skilgreint frá 1. ágúst til 31. júlí og börnum í elsta árgangi verði boðið upp á sumarfrístund í ágúst. Tillaga að breytingu á reglunum sem vörðuðu afslátt af leikskólagjöldum er vísað til samráðshóps um málefni leikskóla.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
6.
Reglur Fjarðabyggðar um frístundastyrk og úthlutun íþróttastyrkja2022
Málsnúmer 2111076
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd, til samþykktar í bæjarráði, drögum að reglum um íþrótta- og tómstundastyrk Fjarðabyggðar til barna. Árið 2022 verður fyrsta árið sem slíkur styrkur verður veittur í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
7.
Reglur Fjarðabyggðar um frístundastyrk og úthlutun íþróttastyrkja2022
Málsnúmer 2111076
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd, til samþykktar í bæjarráði, reglum um úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja Fjarðabyggðar til félaga. Helstu breytingar á úthlutunarreglunum er áhersla á skiptingu eftir iðkendum í starfi félaganna, en ekki fjölda grunnskólabarna í hverjum kjarna.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingu bæjarstjórnar.
8.
Samþykkt um hunda- og kattahald - endurskoðun 2021
Málsnúmer 2110088
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs breytingum á samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald. Umsögn Heilbrigðisnefndar liggur fyrir.
Bæjarráð samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
9.
Covid 19 - aðgerðir vegna smita í Fjarðabyggð og á Austurlandi
Málsnúmer 2008011
Rætt um stöðu mála og ráðstafanir í skólum vegna Covid 19 smita.
10.
Aðalfundur Héraðsskjalasafn Austfirðinga bs. 2021
Málsnúmer 2111170
Lagður fram til afgreiðslu uppfærður stofnsamningur Héraðsskjalasafns Austfirðinga en breytingar á samningnum voru samþykktar á aðalfundi safnsins 10. desember sl.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
11.
730 Stekkjarholt 19-21 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2112001
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Ingvars Guðmundssonar þar sem sótt er um lóðina við Stekkjarholt 19-21 á Reyðarfirði undir parhús.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðar.
12.
Sumarlokun leikskóla 2022
Málsnúmer 2110165
Endurskoðaðar tillögur um sumarlokun leikskóla 2022 lagðar fram að nýju. Gert ráð fyrir fjögurra vikna sumarlokun eða 20 virkum dögum og er það í samræmi við starfsáætlun í fræðslumálum og niðurstöðu starfshóps um sumaropnun leikskóla. Sumarlokun leikskólanna fimm spanni u.þ.b. tvo mánuði sumarsins.
Bæjarráð staðfestir tillögu fræðslunefndar.
13.
Fræðslunefnd - 105
Málsnúmer 2112004F
Fundargerð fræðslunefndar frá 8.desember, lögð fram til staðfestingar.
14.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 302
Málsnúmer 2112002F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 6. desember lögð fram til staðfestingar.
15.
Hafnarstjórn - 271
Málsnúmer 2112003F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 7. desember lögð fram til staðfestingar.
16.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 94
Málsnúmer 2111009F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 29. nóvember, lögð fram til staðfestingar.