Fara í efni

Bæjarráð

737. fundur
22. desember 2021 kl. 12:00 - 12:35
í fjarfundi
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2021 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2104079
Lagt fram yfirlit yfir rekstur og fjárfestingar Fjarðabyggðar fyrir janúar - október sem trúnaðarmál auk yfirlits yfir launakostnað og skatttekjur fyrir janúar - nóvember.
2.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Málsnúmer 2003091
Vísað frá hafnarstjórn til afgreiðslu bæjarráðs niðurstöðum útboðs frá 8. desember í byggingu Frystihúsbryggju á Eskifirði. Eitt tilboð barst í verkið frá MVA ehf sem var 163% af kostnaðaráætlun. Hafnarstjórn hafnar tilboðinu og felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að yfirfara kostnaðaráætlunina og tilboðið og leita samninga við MVA ehf og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
Bæjarráð staðfestir niðurstöðu hafnarstjórnar.
3.
Barnaverndarlög og barnaverndarþjónusta 2022
Málsnúmer 2110125
Framlagt minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna breytinga á barnaverndarlögum. Sviðstjóri leggur annars vegar til að Fjarðabyggð sæki um undanþágu frá því ákvæði að umdæmi hverrar barnaverndarþjónustu skulu vera í það minnsta 6.000 íbúar og hins vegar að Fjarðabyggð leita samstarfs um skipun umdæmisráð með Múlaþingi og eftir atvikum fleiri sveitarfélögum.
Bæjarráð samþykkir tillögur sviðsstjóra.
3.
Skilavegir - samningur
Málsnúmer 2108085
Framlögð drög samnings við Vegagerð um uppgjör á skilavegum.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
4.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2021
Málsnúmer 2102016
Fundargerð 904. fundar stjórnar sambandsins lögð fram til kynningar
6.
Hafnarstjórn - 272
Málsnúmer 2112013F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 21. desember lögð fram til afgreiðslu