Bæjarráð
878. fundur
13. janúar 2025 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2025
Lögð fyrir uppfærð drög að húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar fyrir árin 2025 til 2034.
Bæjarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fjármálastjóra falið að gera lítilsháttar breytingar í samræmi við umræður á fundinum.
Bæjarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fjármálastjóra falið að gera lítilsháttar breytingar í samræmi við umræður á fundinum.
2.
Bréf ráðuneytisins vegna kvartana um ágangsfé
Framlagt til kynningar bréf innviðaráðuneytisins varðandi afgreiðslu þess á kvörtunum og stjórnsýslukærum vegna lausagöngu búfjár.
3.
Túngata 11b breyting á lóðarmörkum
Eigendur Túngötu 11b, Eskifirði bjóða Fjarðabyggð til sölu hluta af eingarlóð sinni vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir Lambeyrarár.
Bæjarráð felur bæjarritara að fara yfir málið og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarráð felur bæjarritara að fara yfir málið og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
4.
Móttaka nýrra íbúa
Fjallað um móttöku nýrra íbúa.
Bæjarráð felur upplýsingafulltrúa að fara yfir útfærslu á móttöku nýrra íbúa og útbúa kynningarefni til afhendingar og ljúka fyrir fyrsta febrúar.
Bæjarráð felur upplýsingafulltrúa að fara yfir útfærslu á móttöku nýrra íbúa og útbúa kynningarefni til afhendingar og ljúka fyrir fyrsta febrúar.
5.
Ný heimasíða fyrir Fjarðabyggð 2023
Farið yfir vinnu við endurnýjun heimasíðu sveitarfélagsins.
6.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Valsmýri 6
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn um stækkun lóðar að Valsmýri 6 740 Norðfirði.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðarsamnings og stækkun lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðarsamnings og stækkun lóðarinnar.
7.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 24
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 8. janúar