Fara í efni

Bæjarráð

883. fundur
17. febrúar 2025 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Endurgerð upptakastoðvirkja í Drangagili
Málsnúmer 2310177
Framlagður verkkaupasamningur og verkáætlun Framkvæmdasýslu ríkisins og Fjarðabyggðar vegna endurgerðar upptakastoðvirkja á Norðfirði.
Bæjarráð samþykkir verkkaupasamning fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra undirritun hans.
2.
Ofanflóðavarnir á Eskifirði - Grjótá uppkaup fasteigna
Málsnúmer 2502108
Fyrir liggur hönnun ofanflóðavarna fyrir Grjótá á Eskifirði. Hönnun gerir ráð fyrir að fasteignir við Grjótárgötu C,D og E ásamt Strandgötu 36 þurfi að víkja.
Bæjarráð samþykkir að hefja ferli við uppkaup eigna vegna ofanflóðavarna í Grjótá í samvinnu við Ofanflóðasjóð og felur bæjarstjóra að tilnefna matsmann af hálfu sveitarfélagsins.
3.
Reglur um leikskólaþjónustu Fjarðabyggðar 2025
Málsnúmer 2502063
Vísað frá fjölskyldunefnd til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs drögum að reglum leikskólaþjónustu Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með tveim atkvæðum og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Stefán Þór Eysteinsson situr hjá við afgreiðsluna.
4.
Vinnustaðagreining 2024
Málsnúmer 2502118
Framlagðar sem trúnaðarmál niðurstöður Vinnustaðagreiningar 2024 og greiningu mannauðs- og umbótasviðs varðandi niðurstöðuna.
Bæjarráð fór yfir niðurstöður en sviðsstjóri mannauðs- og umbótasviðs mun vinna áfram með niðurstöður ásamt stjórnendum stofnana.
5.
Samningur við Píeta samtökin
Málsnúmer 2501156
Vísað frá fjölskyldunefnd til staðfestingar bæjarráðs samningi við Píeta samtökin.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
6.
Úthlutun byggðakvóta 2024 og 2025
Málsnúmer 2501134
Tekið fyrir að nýju erindi matvælaráðuneytisins vegna úthlutunar byggðakvóta 2024 til 2025 og gerð sérreglna.
Bæjarráð samþykkir að framkvæmd á úthlutunar á byggðakvóta verði með sama hætti og á síðasta ári.
Bæjarráð Fjarðabyggðar skorar á matvælaráðuneytið að tryggja að byggðakvótinn verði óbreyttur milli ára og vekur jafnframt athygli á þeim skerðingum sem orðið hafa á Austurlandi, sbr. framangreind gögn. Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri þróun að úthlutanir úr 5,3% pottinum dragist sífellt saman á Austfjörðum, hvort sem litið er til almenns eða sértæks byggðakvóta eða strandveiða.
Bæjarráð ítrekar að markmið byggðafestra aðgerða er að stuðla að stöðugleika í atvinnu- og samfélagsuppbyggingu landsins, ekki síst á þeim svæðum sem standa veikari fæti. Bæjarráð hvetur stjórnvöld til að endurskoða fyrirkomulag kvótaúthlutana með það fyrir augum að stuðla að jafnvægi milli landshluta og tryggja áframhaldandi mannlíf, atvinnu og uppbyggingu á Austurlandi.

7.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2022-2026
Málsnúmer 2205170
Framsóknarflokkur tilnefnir Jón Kristinn Arngrímsson sem varamann í hafnarstjórn í stað Jóns Björns Hákonarsonar til 1. júní 2025.
8.
Stefna og áherslur lögreglunnar á Austurlandi
Málsnúmer 2502096
Framlögð til kynningar stefna Lögreglustjórans á Austurlandi fyrir árið 2025.
9.
Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 2502088
Framlögð til kynningar auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
10.
Fab Lab Austurland
Málsnúmer 2403249
Framlögð til kynningar árskýrsla Fablab á Austurlandi 2024.
11.
Þjóðlendumál kröfur óbyggðanefndar eyjar og sker
Málsnúmer 2402163
Framlögð til kynningar gögn vegna þjóðlendukröfu ríkisins í eyjar og sker.
12.
Yfirlýsing frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi
Málsnúmer 2501123
Framlögð til kynningar yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi vegna lokunar flugbrauta 13 og 31 á Reykjavíkurflugvelli.
Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu sína vegna málefna flugvallarins í Reykjavík og skorar á Reykjavíkurborg, stjórnvöld og Isavia að tryggja flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar án tafar. Brýnir hagsmunir eru í húfi, þar sem óheft aðgengi að flugvellinum er lífsnauðsynlegt fyrir sjúkraflug, sem veitir veikum og slösuðum aðgang að bráðri heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum. Á hverju ári eru fluttir um 950 til 1000 sjúklingar með sjúkraflugi, þar af um 630 til 650 til Reykjavíkur, og er óásættanlegt að lokun flugbrauta í myrkri takmarki þessa þjónustu. Ljóst er að slíkar takmarkanir gætu dregið úr lífslíkum eða batahorfum fjölda sjúklinga. Bæjarráð hvetur aðila málsins til að leita allra leiða til úrbóta, í þágu jafns aðgangs allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu, eins og kveðið er á um í lögum og hefjast handa við það nú þegar.
13.
Fundargerðir Austurbrúar og SSA 2025
Málsnúmer 2502102
Framlögð til kynningar 157. fundargerð stjórnar Austurbrúar ásamt fundargerð haustþings Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
14.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2025
Málsnúmer 2502101
Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 84 lögð fram til kynningar.
15.
Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2025
Málsnúmer 2501007
Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr. 80 lögð fram til kynningar.
16.
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 2502038
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 963 lögð fram til kynningar.
17.
Hafnarstjórn - 322
Málsnúmer 2502006F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 10. febrúar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
18.
Fjölskyldunefnd - 25
Málsnúmer 2501023F
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 10. febrúar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.