Bæjarráð
884. fundur
24. febrúar 2025 kl. 08:30 - 10:25
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir varamaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Samskiptastefna FJB - Aton
Framlögð tillaga um áherslur og ásýnd sveitarfélagsins þar sem framtíðarsýn, gildi, persónuleiki, og lykilskilaboð gagnvart markhópum Fjarðabyggðar eru skilgreind.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur og felur upplýsingafulltrúa áframhaldandi vinnslu málsins.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur og felur upplýsingafulltrúa áframhaldandi vinnslu málsins.
2.
Veikindalaun 2024
Framlagt minnisblað um greiningu veikindalaun fyrir síðari hluta ársins 2024.
Vísað til fjármálasviðs til úrvinnslu og gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024 vegna langtímaveikinda.
Vísað til fjármálasviðs til úrvinnslu og gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024 vegna langtímaveikinda.
3.
Ráðningakerfið Alfreð
Framlögð drög að samningi við Alfreð ehf. vegna nýs ráðningakerfis, auk minnisblaðs um innleiðingu á nýju kerfi sem leysi eldra ráðningarkerfi af hólmi.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
4.
Reglur um menningarstyrki
Vísað frá stjórn menningarstofu til afgreiðslu bæjarráðs drögum að uppfærðum reglum menningarstyrkja. Um er að ræða uppfærslu til að samræma reglur stjórnkerfi sveitarfélagsins en efnislegar breytingar eru ekki lagðar til.
Bæjarráð samþykkir breytingar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir breytingar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
5.
Kauptilboð í Strandgötu 39 Eskifirði
Tekið fyrir að nýju kauptilboð R101 ehf. í Strandgötu 39 á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir kauptilboð í eignina og felur bæjarstjóra undirritun skjala vegna sölu eignarinnar.
Bæjarráð samþykkir kauptilboð í eignina og felur bæjarstjóra undirritun skjala vegna sölu eignarinnar.
6.
Umsókn um styrk til hátíðarinnar BigJump
Vísað frá stjórn menningarstofu til umfjöllunar bæjarráðs umsókn frá Wojciech Zdzislaw Grzelak um styrk vegna BigJump hátíðarinnar. Stjórnin fól forstöðumanni að aðstoða við undirbúning tónleikahaldsins á hátíðinni.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til hátíðarinnar að fjárhæð 250.000 kr. auk þess sem það veitir styrk sem nemur afnotum af íþróttahúsinu á Reyðarfirði að þrifum undanskildum. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til hátíðarinnar að fjárhæð 250.000 kr. auk þess sem það veitir styrk sem nemur afnotum af íþróttahúsinu á Reyðarfirði að þrifum undanskildum. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
7.
Unglingalandsmót UMFÍ á Egilstöðum 2025
Framlagt erindi frá Ungmennafélagi íslands um landsmót sem haldið verður á Egilsstöðum næsta sumar og beiðni um að Fjarðabyggð gerist styrktar- og samstarfsaðili mótsins.
Bæjarráð samþykkir að Fjarðabyggð gerist samstarfsaðili mótsins og leggja því til 500.000 kr. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
Bæjarráð samþykkir að Fjarðabyggð gerist samstarfsaðili mótsins og leggja því til 500.000 kr. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
8.
Tilkynning vinnustöðvun
Framlögð tilkynning frá Kennarasambandi Íslands um boðun ótímabundinnar vinnustöðvunar starfsmanna í Félagi leikskólakennara í leikskólum Fjarðabyggðar frá og með 24. mars nk.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs og sviðsstjóra mannauðs- og umbótasviðs að undirbúa og skipuleggja starfsemi með stjórnendum leikskólanna.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs og sviðsstjóra mannauðs- og umbótasviðs að undirbúa og skipuleggja starfsemi með stjórnendum leikskólanna.
9.
Landsþings sambandsins 2025
Framlögð til kynningar boðun á XL. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verðu 20. mars nk.
10.
Frumvarp um jöfnunarsjóð - umsagnarbeiðni fyrir bæjarráð
Framlögð umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Frestur framlengdur og er til 5. mars kl. 12:00.
Bæjarráð frestar afstöðu til frumvarpsins og tekur fyrir á næsta fundi.
Bæjarráð frestar afstöðu til frumvarpsins og tekur fyrir á næsta fundi.
11.
Umsagnarbeiðni mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög
Framlagt til kynningar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga (mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög).
Bæjarráð tekur undir sjónarmið um mikilvægi mats á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög sé lagt til grundvallar við gerð laga og reglugerða.
Bæjarráð tekur undir sjónarmið um mikilvægi mats á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög sé lagt til grundvallar við gerð laga og reglugerða.
12.
Fjölskyldunefnd - 26
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 17. febrúar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
13.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 26
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 19. febrúar.
14.
Stjórn menningarstofu - 14
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 17. febrúar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
15.
Ungmennaráð - 17
Fundargerð ungmennaráðs frá 15. janúar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
16.
Ungmennaráð - 18
Fundargerð ungmennaráðs frá 12. febrúar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
17.
Öldungaráð - 15
Fundargerð öldungaráðs frá 15. febrúar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.