Fara í efni

Bæjarráð

885. fundur
3. mars 2025 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Fiskeldissjóður - umsóknir 2025
Málsnúmer 2502013
Fjallað um umsóknir sem sendar verða til fiskeldissjóðs.
2.
Upplýsingatæknimál - vaktin.com innleiðing
Málsnúmer 2502226
Framlögð tillaga slökkviliðsstjóra um innleiðingu á kerfinu vaktin.com sem er kerfi til að halda utanum skráningar vegna sjúkraflutninga og útkalla slökkviliðs.
Bæjarráð samþykkir að kerfið verði tekið upp og felur bæjarstjóra undirritun samnings um innleiðingu.
3.
Reglur Fjarðabyggðar um aðkomu félagsþjónustu að heimilisofbeldismálum í samstarfi við lögreglu
Málsnúmer 2502133
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að reglum um aðkomu félagsþjónustu að heimilisofbeldismálum í samstarfi við lögreglu.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Viðhengi
Minnisblað
4.
Gjaldskrá íþróttahúsa - stórviðburðir 2025
Málsnúmer 2409146
Fjallað um breytingar á gjaldskrá en lagt er til að skýra ábyrgð leigutaka á þrifum vegna stórviðburði í íþróttahúsum og kostnaðarhlutdeild viðburðarhaldara í þeim.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um breytingu á gjaldskrá íþróttahúsa og hún taki gildi frá og með 1. apríl 2025. Vísað til kynningar í fjölskyldunefnd.
5.
Frumvarp um jöfnunarsjóð - umsagnarbeiðni fyrir bæjarráð
Málsnúmer 2502158
Tekin fyrir að nýju umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir drög að umsögn og felur bæjarstjóra að uppfæra hana og skila í samráðsgátt.
6.
Framlög til stjórnmálaflokka
Málsnúmer 2212078
Fjallað um framkvæmd afgreiðslu framlaga til stjórnmálaflokka í Fjarðabyggð.
Bæjarráð felur bæjarritara að yfirfara verklag við afgreiðslu framlaga til stjórnmálaflokka.
7.
Umsókn um lóð Litlagerði 6
Málsnúmer 2502192
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn um lóðina að Litlagerði 6, 730 Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
8.
Málþing um snjóflóð og samfélög 5.-6. maí 2025
Málsnúmer 2502235
Framlagt til kynningar boð á málþing um snjóflóð sem haldið verður á Ísafirði 5. til 6. maí nk.
9.
Fjarskiptaáætlun Austurlands 2024-2025 - úttekt á stöðu fjarskiptamála
Málsnúmer 2502207
Fjarskiptaáætlun Austurlands 2025-2025 lögð fram til kynningar.
Bæjarráð vísar áætluninni til almannavarnarnefndar til skoðunar.
10.
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
11.
Fundargerðir Austurbrúar og SSA 2025
Málsnúmer 2502102
158. fundargerð Austurbrúar og 9.fundargerð stjórnarfundar SSA lagar fram til kynningar.
12.
Fjölskyldunefnd - 27
Málsnúmer 2502016F
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 26. febrúar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
13.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 27
Málsnúmer 2502020F
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 27. febrúar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.