Bæjarráð
888. fundur
24. mars 2025 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Uppbygging miðbæjarkjarna á Reyðarfirði
Framlagt erindi R101 ehf. um uppbyggingu miðbæjarkjarna á Reyðarfirði og viljayfirlýsingu vegna uppbyggingarinnar.
Bæjarráð fagnar áformum um uppbyggingu miðbæjarkjarna á Reyðarfirði og samþykkir að veita viljayfirlýsingu um mögulega leigu á einni hæð í fyrirhuguðu húsnæði nýs miðbæjarkjarna undir bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Skilyrði fyrir viljayfirlýsingunni er að rýmið geti hýst alla starfsemi bæjarskrifstofu sveitarfélagsins á einum stað, þannig að hægt verði að sameina skrifstofuhald. Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga frekara samráð við R101.
Bæjarráð fagnar áformum um uppbyggingu miðbæjarkjarna á Reyðarfirði og samþykkir að veita viljayfirlýsingu um mögulega leigu á einni hæð í fyrirhuguðu húsnæði nýs miðbæjarkjarna undir bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Skilyrði fyrir viljayfirlýsingunni er að rýmið geti hýst alla starfsemi bæjarskrifstofu sveitarfélagsins á einum stað, þannig að hægt verði að sameina skrifstofuhald. Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga frekara samráð við R101.
2.
Grænn orkugarður á Reyðarfirði
Bæjarstjóri fór yfir undirbúning fyrir fund sem haldinn verður 1. apríl í Reykjavík um grænan orkugarð á Reyðarfirði með þingmönnum og hagaðilum.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í fundinum ásamt formanni hafnarstjórnar og skipulags- og framkvæmdanefndar og felur bæjarstjóra undirbúning hans ásamt starfsmönnum.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í fundinum ásamt formanni hafnarstjórnar og skipulags- og framkvæmdanefndar og felur bæjarstjóra undirbúning hans ásamt starfsmönnum.
3.
Flýting vegtengingar Suðurfjarðavegar
Fjallað um áform um flýtiframkvæmdir í vegakerfinu og ástand Suðurfjarðavegar.
Bæjarráð Fjarðabyggðar fagnar þeim áformum innviðaráðherra sem fram komu á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga um að hefja strax uppbyggingu samgöngukerfisins, sér í lagi gagnvart viðhaldi. Mikilvægt er að þessi áform leiði til tafarlausra aðgerða eins og að er stefnt, enda er ástand lykilvegakerfa á Austurlandi óviðunandi og hefur veruleg áhrif á öryggi vegfarenda og atvinnulíf.
Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir sínar um brýna þörf á endurbótum Suðurfjarðavegar, hluta Þjóðvegar 1, sem er ein mikilvægasta samgönguæð Austurlands. Vegurinn er afar slitinn, þolir illa það mikla og þunga umferðarálag sem um hann fer og skapar hættu fyrir ökumenn. Ástand vegarins hefur ítrekað valdið tjóni á farartækjum og falið í sér aukna slysahættu, sérstaklega yfir vetrarmánuðina.
Jafnframt vill bæjarráð árétta að brýrnar yfir Sléttuá á Reyðarfirði og Stöðvará í Stöðvarfirði eru löngu úreltar og uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru til nútíma samgöngumannvirkja. Brýn þörf er á nýjum brúm, enda þolir núverandi ástand ekki frekari bið. Stór vinnutæki þurfa að fara yfir Slettuá á vaði með sem er óásættanlegt með tilliti til öryggis og óhagræðis.
Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur því ríka áherslu á að bæði Suðurfjarðavegur og brýrnar yfir Sléttuá í Reyðarfirði og Stöðvará í Stöðvarfirði verði sett í forgang í þeirri áætlun stjórnvalda sem nú er unnið að. Báðar þessar brýr eru á þjóðvegi 1 og er brúin yfir Sléttuá umferðarþyngsta einbreiða brú á þjóðvegi 1 á Austurlandi.
Tryggja þarf öruggar og traustar samgöngur á Austurlandi í takt við þarfir samfélagsins og atvinnulífsins, enda er bætt vegakerfi forsenda fyrir öflugri byggðaþróun og efnahagslegum vexti svæðisins.
Bæjarráð Fjarðabyggðar fagnar þeim áformum innviðaráðherra sem fram komu á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga um að hefja strax uppbyggingu samgöngukerfisins, sér í lagi gagnvart viðhaldi. Mikilvægt er að þessi áform leiði til tafarlausra aðgerða eins og að er stefnt, enda er ástand lykilvegakerfa á Austurlandi óviðunandi og hefur veruleg áhrif á öryggi vegfarenda og atvinnulíf.
Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir sínar um brýna þörf á endurbótum Suðurfjarðavegar, hluta Þjóðvegar 1, sem er ein mikilvægasta samgönguæð Austurlands. Vegurinn er afar slitinn, þolir illa það mikla og þunga umferðarálag sem um hann fer og skapar hættu fyrir ökumenn. Ástand vegarins hefur ítrekað valdið tjóni á farartækjum og falið í sér aukna slysahættu, sérstaklega yfir vetrarmánuðina.
Jafnframt vill bæjarráð árétta að brýrnar yfir Sléttuá á Reyðarfirði og Stöðvará í Stöðvarfirði eru löngu úreltar og uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru til nútíma samgöngumannvirkja. Brýn þörf er á nýjum brúm, enda þolir núverandi ástand ekki frekari bið. Stór vinnutæki þurfa að fara yfir Slettuá á vaði með sem er óásættanlegt með tilliti til öryggis og óhagræðis.
Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur því ríka áherslu á að bæði Suðurfjarðavegur og brýrnar yfir Sléttuá í Reyðarfirði og Stöðvará í Stöðvarfirði verði sett í forgang í þeirri áætlun stjórnvalda sem nú er unnið að. Báðar þessar brýr eru á þjóðvegi 1 og er brúin yfir Sléttuá umferðarþyngsta einbreiða brú á þjóðvegi 1 á Austurlandi.
Tryggja þarf öruggar og traustar samgöngur á Austurlandi í takt við þarfir samfélagsins og atvinnulífsins, enda er bætt vegakerfi forsenda fyrir öflugri byggðaþróun og efnahagslegum vexti svæðisins.
4.
Málstefna
Framlögð drög að málstefnu sveitarfélagsins til umfjöllunar.
Bæjarráð vísar málstefnu fyrir Fjarðabyggðar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar málstefnu fyrir Fjarðabyggðar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
5.
Niðurfelling á fasteignagjöldum Karlsstaðir
Framlögð ósk Ferðafélags fjarðamanna um niðurfellingu á fasteignagjöldum á gistiskálanum í Vöðlavík.
Bæjarráð samþykkir með vísan til reglna Fjarðabyggðar um styrk til greiðslu fasteignagjalda að veita styrk til Ferðafélags fjarðamanna.
Bæjarráð samþykkir með vísan til reglna Fjarðabyggðar um styrk til greiðslu fasteignagjalda að veita styrk til Ferðafélags fjarðamanna.
6.
Breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Reyðarfirði Ægisgata 6
Tekið fyrir að nýju deiliskipulag miðbæjarins á Reyðarfirði og lóða við Bræðslureit.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram.
7.
Umsókn um lóð Búðarmelur 27
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd tillögu um skipti á lóðinni Búðarmelur 27 á og Litlagerði 6 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Búðarmels 27 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Búðarmels 27 á Reyðarfirði.
8.
Umsókn um lóð fyrir skotíþróttasvæði á Reyðarfirði
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd umsókn Skotíþróttafélagsins Dreka um lóð samkvæmt deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Skotíþróttafélagið Dreka um umsókn þeirra um lóðina og framtíðaráform félagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Skotíþróttafélagið Dreka um umsókn þeirra um lóðina og framtíðaráform félagsins.
9.
Hagsmunaskráning kjörinn fulltrúa
Framlögð tillaga Fjarðalistans um að innleidd verði hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa hjá Fjarðabyggð.
Bæjarráð felur bæjarritara að skoða útfærslur og leggja fyrir bæjarráð minnisblað um málið.
Bæjarráð felur bæjarritara að skoða útfærslur og leggja fyrir bæjarráð minnisblað um málið.
10.
Til umsagnar 158. mál - Borgarstefna.
Framlögð til kynningar 158. mál, þingsályktunartillag um borgarstefnu.
Bæjarráð felur bæjarritara að senda umsögn.
Bæjarráð felur bæjarritara að senda umsögn.
11.
Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands 2025
Framlagt aðalfundarboð Fiskmarkaðs Austurlands en aðalfundur verður haldinn 24. mars.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri og fjármálastjóri verði aðalmenn í stjórn og verkefnastjóri hafna verði varamaður þeirra.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri og fjármálastjóri verði aðalmenn í stjórn og verkefnastjóri hafna verði varamaður þeirra.
12.
Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um strandveiðar
Lögð fram til kynningar umsögn um drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um strandveiðar.
13.
Fundarboð fulltrúaráðs Stapa lífeyrissjóður 15.apríl 2025
Framlagt til kynningar fundarboð fulltrúaráðs Stapa lífeyrissjóður en fundur verður haldinn 15.apríl 2025.
Vísað til skoðunar hjá fjármálastjóra.
Vísað til skoðunar hjá fjármálastjóra.
14.
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Fundargerð 972. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar
15.
Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2025
Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr. 81 lögð fram til kynningar.
16.
Ofanflóðavarnir á Eskifirði - Grjótá
Farið yfir hönnun ofanflóðavarna í og við Grjótá á Eskifirði með fulltrúum Framkvæmdasýslu ríkisins og Ofanflóðasjóðs ásamt hönnuðum varnanna.
Opinn kynningarfundur verður haldinn á Eskifirði kl. 20:00 í kvöld þar sem gerð verður grein fyrir hönnuninn og framkvæmdaáætlun.
Opinn kynningarfundur verður haldinn á Eskifirði kl. 20:00 í kvöld þar sem gerð verður grein fyrir hönnuninn og framkvæmdaáætlun.
17.
Fjölskyldunefnd - 29
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 17. mars lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
18.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 28
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 18. mars lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.