Fara í efni

Bæjarráð

890. fundur
7. apríl 2025 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson sviðsstjóri mannauðs- og umbótamála
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar árið 2024
Málsnúmer 2503240
Kynnt drög að ársreikningi Fjarðabyggðar fyrir árið 2024. Endurskoðendur Fjarðabyggðar sátu fundinn bæði í stað og fjarfundi og gerðu grein fyrir vinnu sinn við gerð ársreiknings Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2024. Jafnframt sátu bæjarfulltrúar fundin í fjarfundi.

Bæjarráð undirritar ársreikning 2024 ásamt bæjarstjóra. Bæjarráð samþykkir ársreikninginn og vísar honum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
2.
Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald 62 2025
Málsnúmer 2503241
Framlögð gögn varðandi drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjöld frá KPMG og Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.

Bókun bæjarráðs varðandi málið var eftirfarandi:

"Bæjarráð Fjarðabyggðar ítrekar fyrri bókanir sínar og áhyggjur vegna fyrirhugaðra hækkunar veiðigjalda og tekur undir umsögn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Frumvarpið er ekki vel unnið og því fylgir ekki mati á áhrifum á sveitarfélögin sem er þvert á 129. gr. sveitarstjórnarlaga og er nauðsynlegt að það verði gert.

Álagning veiðigjalda þarf að vera sanngjörn og fyrirsjáanleg en þau hafa þegar skilað ríkinu yfir 30 milljörðum á fjórum árum, þar af um fimmtungi frá Fjarðabyggð. Aukin gjaldtaka mun því að hafa mikil áhrif á fyrirtæki í sjávarútvegi og samfélög þar sem sjávarútvegur er grunnstoð.

Samanburður við Noreg í rökstuðningi stjórnvalda þarf að skoða betur þar sem norskur sjávarútvegur er ríkisstyrktur, ólíkt þeim íslenska sem stendur undir sínum kostnaði án opinbers stuðnings.

Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að málið fái eðlilega umfjöllun og umræðu og varar við neikvæðum áhrifum frumvarpsins á fjárfestingu, atvinnu og byggðafestu og skorar á ríkisstjórnina að fresta málinu og hefja samráð við sveitarfélög og hagaðila áður en frekari ákvarðanir eru teknar."
3.
Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2025
Málsnúmer 2504054
Lögð fram drög að umsókn um lán til Ofanflóðasjóðs vegna áfallins kostnaðar við ofanflóðaframkvæmdir í Neskaupstað, Fáskrúðsfirði og Eskifirði frá október 2023 til ársloka 2024

Bæjarráð samþykkir umsóknina og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.
Beiðni um styrk til strandblaksvallar í Reyðarfirði
Málsnúmer 2504001
Framlögð beiðni um styrk vegna gerðar strandblaksvallar á Reyðarfirði. Bæjarstjóra falið að skoða málið út frá staðsetningu og rekstri vallarins til framtíðar.
5.
Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2025
Málsnúmer 2409153
Framlögð tillaga að breytingu á gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2025. Fjölskyldunefnd hefur samþykkt breytinguna fyrir sitt leyti en gjald vegna aðgangs utan opnunartíma hækkar úr 500 kr. í 1000 kr. á ári.

Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að breytingum á gjaldskrá líkamsræktarstöðva og tekur ný gjaldskrá gildi 1. maí 2025.
6.
Breyting á erindisbréfi öldungaráðs
Málsnúmer 1610001
Fyrri umræða um tillögu að breytingu á erindisbréfi öldungaráðs. Fjölskyldunefnd samþykkti tillöguna á 30. fundi sínum.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
7.
Styrktarsjóður EBÍ 2025
Málsnúmer 2504042
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2025. Vísað til forstöðumanns Menningarstofu.
8.
Aðalfundur SSA og ársfundur Austurbrúar 2025
Málsnúmer 2504066
Framlagt fundarboð á aðalfund SSA og Ársfund Austurbrúar en fundirnir verða haldnir föstudaginn 9. maí 2025.

Fulltrúar Fjarðabyggðar munu sækja fundina.
9.
Aðalfundur Sparisjóðs Austurlands hf - 11.apríl 2025
Málsnúmer 2504003
Framlagt fundarboð á aðalfund Sparisjóðs Austurlands sem fram fer 11. apríl 2025.

Bæjarstjóra falið að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
10.
Fundargerðir Austurbrúar og SSA 2025
Málsnúmer 2502102
Fundargerð 10.stjórnarfundar SSA og 159.fundargerð stjórnarfundar Austurbrúar frá 18. mars lagðar fram til kynningar.
11.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 30
Málsnúmer 2503029F
Fundargerð 30. fundar skipulags,- og framkvæmdanefndar lögð fram staðfestingar
12.
Fjölskyldunefnd - 30
Málsnúmer 2503027F
Fundargerð 30. fundar fjölskyldunefnar lögð fram til staðfestingar
13.
Ungmennaráð - 19
Málsnúmer 2503002F
Fundargerð 19. fundar ungmennaráðs lögð fram til staðfestingar