Bæjarráð
891. fundur
14. apríl 2025 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson sviðsstjóri mannauðs- og umbótasviðs
Dagskrá
1.
Skipulag úrgangsmála í Fjarðabyggð
Kynnt samantekt um stöðu mála vegna útboðs sorpmála í Fjarðabyggð.
Bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
2.
Einangrun og kynding í Fjarðabyggðarhöllina
Framlagt innra vinnuskjal sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs varðandi viðgerð á þaki Fjarðabyggðarhallarinnar.
Sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs falið að vinna áfram að málinu og leggja fyrir á næsta fundi.
Sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs falið að vinna áfram að málinu og leggja fyrir á næsta fundi.
3.
Kynding Fjarðabyggðarhallarinnar
Framlagt erindi Tandraorku vegna mögulegrar kyndingar Fjarðabyggðarhallarinnar.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að ræða við forsvarsmenn Tandraorku.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að ræða við forsvarsmenn Tandraorku.
4.
Íþróttahús á Eskifirði
Umræður varðandi uppbyggingu íþróttahúss á Eskifirði.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar hjá starfshóp um fasteignir í eigu Fjarðabyggðar.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar hjá starfshóp um fasteignir í eigu Fjarðabyggðar.
5.
Uppbygging miðbæjarkjarna á Reyðarfirði
Lögð fram drög að viljayfirýsingu við R101 varðandi undirbúning að uppbyggingu miðbæjakjarna á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna og felur bæjarstjóra undirritun hennar.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna og felur bæjarstjóra undirritun hennar.
6.
Til umsagnar 268. mál - Verndar- og orkunýtingaráætlun (bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni).
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur birt til umsagnar 268. mál um verndar- og orkunýtingaráætlun (bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni).
7.
Nýjar samþykktir EBÍ-breytingar á kjöri í fulltrúaráð EBÍ
Fundargerð fulltrúaráðsfundar EBÍ og nýjar samþykkir aðildarsveitarfélaga EBÍ lagðar fram til kynningar.
8.
Ársfundur Byggðastofnunar 2025
Framlagt boð á ársfund Byggðastofnunar sem fram fer á Breiðdalsvík fimmtudaginn 8. maí.
Fulltrúar úr bæjarstjórn munu sækja fundinn fyrir hönd Fjarðabyggðar.
Fulltrúar úr bæjarstjórn munu sækja fundinn fyrir hönd Fjarðabyggðar.
9.
Ársfundur Náttúruhamfaratryggingar Íslands 22. maí 2025
Framlagt boð á ársfund NTÍ sem fram fer 22. maí n.k.
10.
Fundargerðir - samtaka svf á köldum svæðum 2025
Fundargerð 80. fundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum lögð fram til kynningar.
11.
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Fundargerðir stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 973 974, 975 og 976 lagðar fram til kynningar.