Fara í efni

Bæjarráð

891. fundur
14. apríl 2025 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson sviðsstjóri mannauðs- og umbótasviðs
Dagskrá
1.
Skipulag úrgangsmála í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2404177
Kynnt samantekt um stöðu mála vegna útboðs sorpmála í Fjarðabyggð.

Bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
2.
Einangrun og kynding í Fjarðabyggðarhöllina
Málsnúmer 2403230
Framlagt innra vinnuskjal sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs varðandi viðgerð á þaki Fjarðabyggðarhallarinnar.

Sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs falið að vinna áfram að málinu og leggja fyrir á næsta fundi.
3.
Kynding Fjarðabyggðarhallarinnar
Málsnúmer 2504103
Framlagt erindi Tandraorku vegna mögulegrar kyndingar Fjarðabyggðarhallarinnar.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið og felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að ræða við forsvarsmenn Tandraorku.
4.
Íþróttahús á Eskifirði
Málsnúmer 2501087
Umræður varðandi uppbyggingu íþróttahúss á Eskifirði.

Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar hjá starfshóp um fasteignir í eigu Fjarðabyggðar.
5.
Uppbygging miðbæjarkjarna á Reyðarfirði
Málsnúmer 2501185
Lögð fram drög að viljayfirýsingu við R101 varðandi undirbúning að uppbyggingu miðbæjakjarna á Reyðarfirði.

Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna og felur bæjarstjóra undirritun hennar.
6.
Til umsagnar 268. mál - Verndar- og orkunýtingaráætlun (bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni).
Málsnúmer 2504060
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur birt til umsagnar 268. mál um verndar- og orkunýtingaráætlun (bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni).
7.
Nýjar samþykktir EBÍ-breytingar á kjöri í fulltrúaráð EBÍ
Málsnúmer 2504062
Fundargerð fulltrúaráðsfundar EBÍ og nýjar samþykkir aðildarsveitarfélaga EBÍ lagðar fram til kynningar.
8.
Ársfundur Byggðastofnunar 2025
Málsnúmer 2504096
Framlagt boð á ársfund Byggðastofnunar sem fram fer á Breiðdalsvík fimmtudaginn 8. maí.

Fulltrúar úr bæjarstjórn munu sækja fundinn fyrir hönd Fjarðabyggðar.
9.
Ársfundur Náttúruhamfaratryggingar Íslands 22. maí 2025
Málsnúmer 2504099
Framlagt boð á ársfund NTÍ sem fram fer 22. maí n.k.
10.
Fundargerðir - samtaka svf á köldum svæðum 2025
Málsnúmer 2501180
Fundargerð 80. fundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum lögð fram til kynningar.
11.
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 2502038
Fundargerðir stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 973 974, 975 og 976 lagðar fram til kynningar.