Fara í efni

Bæjarráð

893. fundur
5. maí 2025 kl. 08:30 - 10:10
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar árið 2024
Málsnúmer 2503240
Ársreikningur tekinn til umfjöllunar milli umræðna í bæjarstjórn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt sviðsstjóra fjármála- og greiningarsviðs að ganga frá ársreikningi til afgreiðslu bæjarstjórnar við síðari umræðu. Niðurstöður ársreiknings hafa ekki breyst milli umræðna.
2.
Umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2025
Málsnúmer 2409107
Farið yfir úthlutanir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2025 í verkefni í Fjarðabyggð. Þrjú verkefni fengu úthlutað styrk, Bleiksárfoss, Búðarárfoss og Streytishvarf, alls fengust um 100 m.kr. til framkvæmdanna.
Framlagt og kynnt, vísað til skipulags- og framkvæmdanefndar og skipulags- og framkvæmdasviðs til frekari vinnslu og framkvæmda.
Viðhengi
FF 2025.pdf
3.
Skipulag úrgangsmála í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2404177
Áframhald á umræðum frá síðasta fundi um úrgangsmál í Fjarðabyggð.
Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að vinna áfram að undirbúningi.
4.
Yfirlýsing vegna kaupréttar
Málsnúmer 2209031
Vísað frá síðasta fundi bæjarráðs til áframhaldandi umræðu niðurstöðu Héraðsdóms Austurlands vegna Hafnargötu 6 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra ásamt lögmanni sveitarfélagsins að ganga til samninga við eiganda eignarinnar um kaup hennar. Vísað til hafnarstjórnar. Samningur tekinn fyrir að nýju þegar hann liggur fyrir.
5.
Ljósleiðaravæðing þéttbýlis
Málsnúmer 2409165
Farið yfir gang framkvæmda við lagningu ljósleiðar í þéttbýlum Fjarðabyggðar en framkvæmdir hófust í byrjun apríl.
Unnið er í tengingu ljósleiðara í öll heimili og fyrirtæki í þéttbýlum Breiðdals, Stöðvarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar og Norðfjarðar í sumar og ganga framkvæmdir eftir áætlun. Þéttbýlin á Reyðarfirði og Eskifirði verða tengd á árinu 2026.
6.
Styrkumsókn til að gera upp Austurleiðarútu fyrir Skógasafn
Málsnúmer 2504230
Framlagt erindi frá Rótarýklúbb Rangæinga sem biður hér með um styrk til að gera fyrstu rútu Austurleiðar hf.
Bæjarráð þakkar boðu um þátttöku í verkefninu en getur því miður ekki tekið þátt í því.
7.
Til umsagnar 270. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis
Málsnúmer 2504223
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 270. mál - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar til fyrri umsagna sinna vegna málsins og felur bæjarstjóra að senda umsögn inn vegna málsins.
8.
Umsagnarbeiðni v Kerfisáætlun 2025-2034 máls nr. 05092025
Málsnúmer 2504120
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til bæjarráðs umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar vegna kerfisáætlunar Landsnets um þróun og endurnýjun flutningskerfis raforku.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarritara að veitt umsögn vegna kerfisáætlunarinnar.
9.
Skaðsemi vindorkuvera á Íslandi
Málsnúmer 2504217
Framlagt til kynningar opið bréf til sveitastjórna um skaðsemi vindorkuvera á Íslandi frá þremur meðlimum Landverndar og Facebookhópnum Mótvindur Ísland.
10.
Ársreikningur Náttúrustofu Austurlands 2024
Málsnúmer 2504209
Ársreikningur Náttúrustofu Austurlands 2024 lagður fram til kynningar.
11.
Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Austurlands árið 2025
Málsnúmer 2503033
Fundargerðir 2. og 3. fundar stjórnar Náttúrustofu Austurlands lagðar fram til kynningar.
12.
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 2502038
Fundargerð 977. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
13.
Hafnarstjórn - 325
Málsnúmer 2504016F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 28. apríl lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
14.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 32
Málsnúmer 2504018F
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 30. apríl lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.