Bæjarráð
894. fundur
12. maí 2025 kl. 08:30 - 09:40
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2026
Upphafsfundur fjárhagsáætlunargerðar 2026, farið yfir fjárhagsáætlunarferlið með formönnum nefnda, sviðsstjórum og starfsmönnum sem koma að fjárhagsáætlunarferlinu.
Bæjarráð felur sviðsstjórum ásamt formönnum nefnda að hefja vinnu við fjárhagsáætlunargerðina 2026 í nefndum og með hlutaðeigandi starfsmönnum sviða.
Bæjarráð felur sviðsstjórum ásamt formönnum nefnda að hefja vinnu við fjárhagsáætlunargerðina 2026 í nefndum og með hlutaðeigandi starfsmönnum sviða.
2.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Lagðar fram til afgreiðslu niðurstöður útboðs í framkvæmdina Leirubakki gatnagerð og veitulagnir.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og vísar erindi til afgreiðslu hafnarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og vísar erindi til afgreiðslu hafnarstjórnar.
3.
Yfirlýsing vegna kaupréttar
Framlögð drög kaupsamnings milli Fjarðabyggðar og Machinery ehf. um kaup Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar á fasteigninni að Hafnargötu 6 á Reyðarfirði, fasteignanúmer F2177464.
Bæjarráð samþykkir að fyrir sitt leyti kaup Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar á fasteigninni og vísar kaupunum til hafnarstjórnar. Jafnframt er hafnarstjóra falið að ganga frá kaupunum og undirritun skjala þeim tengdum.
Bæjarráð samþykkir að fyrir sitt leyti kaup Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar á fasteigninni og vísar kaupunum til hafnarstjórnar. Jafnframt er hafnarstjóra falið að ganga frá kaupunum og undirritun skjala þeim tengdum.
4.
Samningur um afnot- og umgengni á safninu Frakkar á Íslandsmiðum endurskoðun
Vísað frá stjórn menningarstofu til afgreiðslu bæjarráðs uppfærðum samningi milli Fjarðabyggðar og Íslandshótela um samstarf í tengslum við safnið Frakkar á Íslandsmiðum.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
5.
Heimsókn Skonnortunar Etoile
Fimmtudaginn 19. júní næstkomandi mun skútann Etoile leggjast að bryggju á Fáskrúðsfirði.
Fulltrúar Fjarðabyggðar mæta við móttöku á skipinu.
Fulltrúar Fjarðabyggðar mæta við móttöku á skipinu.
6.
Lokun Lyfju á Eskifirði
Framlagt bréf Lyfju um lokun apóteksins á Eskifirði.
Bæjarráð harmar ákvörðun Lyfju um að loka útibúi á Eskifirði. Bæjarstjóra er falið að koma mótmælum bæjarráðs á framfæri við forsvarsmenn Lyfju og ræða mögulegar úrbætur og ráðstafanir til að tryggja lyfjaþjónustu íbúa áfram, sérstaklega gagnvart þeim sem eiga erfitt með að sækja þjónustuna annað.
Bæjarráð harmar ákvörðun Lyfju um að loka útibúi á Eskifirði. Bæjarstjóra er falið að koma mótmælum bæjarráðs á framfæri við forsvarsmenn Lyfju og ræða mögulegar úrbætur og ráðstafanir til að tryggja lyfjaþjónustu íbúa áfram, sérstaklega gagnvart þeim sem eiga erfitt með að sækja þjónustuna annað.
7.
Íslendingadagar 2025
Farið yfir heimsókn fulltrúa Fjarðabyggðar á Íslandsdaga í Gravelines haustið 2025 og tilnefning fulltrúa nefndar um franska daga.
Bæjarráð kallar eftir tilnefningu nefndarinnar.
Bæjarráð kallar eftir tilnefningu nefndarinnar.
8.
Hóf vegna 50 ára ferjusiglinga
Framlagt boð Smyril line í tilefna af 50 ára afmæli ferjusiglinga ferju milli Seyðisfjarðar og Færeyja.
9.
Fundargerðir Austurbrúar og SSA 2025
Framlagðar til kynningar fundargerðir stjórnar Austurbrúar og stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 25. apríl og 2. maí sl.
10.
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Fundargerð 978. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
11.
Stjórn menningarstofu - 17
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 5. maí lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
12.
Starfshópur um nýtingu mannvirkja í rekstri Fjarðabyggðar - 7
Fundargerð starfshóps um nýtingu mannvirkja í eigu Fjarðabyggðar frá 8. maí lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.