Bæjarráð
895. fundur
19. maí 2025 kl. 11:00 - 12:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs ný áætlun 2025
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd drögum að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs ný áætlun 2025. Framlögð drög að svæðisáætlun um úrgangsmál á Austurlandi 2025 til 2035 lögð fram til afgreiðslu í sveitarstjórnum á svæðinu en sex vikna auglýsingaferli Svæðisáætlunarinnar er nú lokið. Tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem bárust. Áætlunin fer nú í formlegt samþykktarferli innan sveitarstjórna Austurlands.
Bæjarráð samþykkir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
2.
Úrgangsmál - gerð útboðsgagna
Framlagt tilboð Eflu verkfræðistofu um gerð útboðsgagna vegna útboðs á söfnun og förgun úrgangs.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Eflu í gerð útboðsgagna og felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að fylgja málinu eftir.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Eflu í gerð útboðsgagna og felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að fylgja málinu eftir.
3.
Sólvellir 10b - sala
Framlögð tilboð í fasteignina að Sólvöllum 10 b á Breiðdalsvík sem bárust innan lokafrests sem var 15. maí sl.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við hæstbjóðanda sem barst innan tímafrests þann 15. maí og felur bæjarstjóra að undirrita skjöl og gögn vegna sölunnar.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við hæstbjóðanda sem barst innan tímafrests þann 15. maí og felur bæjarstjóra að undirrita skjöl og gögn vegna sölunnar.
4.
Íþróttahús á Eskifirði
Framlögð tillaga að skipan starfshóps um íþróttahús á Eskifirði.
Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkir að skipaður verði starfshópur um málefni íþróttahús á Eskifirði. Í hópnum sitji formaður fjölskyldunefndar, formaður skipulags- og framkvæmdanefndar, fulltrúi Fjarðalista, fulltrúi Ungmennafélagsins Austra og fulltrúi íbúasamtaka Eskifjarðar.
Formaður starfshópsins skal vera formaður fjölskyldunefndar. Sviðstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs verður starfsmaður hópsins og mun sinna verkstjórn og eftirfylgni verkefna hópsins. Starfshópurinn hefur heimild til að kalla til sín gesti og sérfræðinga eftir þörfum.
Engin þóknun er greidd fyrir setu í starfshópnum.
Bæjarritara er falið að vinna erindisbréf fyrir starfshópinn í samræmi við umræður fundarins, auk þess að kalla eftir tilnefningum frá Fjarðalistanum, Ungmennafélaginu Austra og íbúasamtökum Eskifjarðar.
Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkir að skipaður verði starfshópur um málefni íþróttahús á Eskifirði. Í hópnum sitji formaður fjölskyldunefndar, formaður skipulags- og framkvæmdanefndar, fulltrúi Fjarðalista, fulltrúi Ungmennafélagsins Austra og fulltrúi íbúasamtaka Eskifjarðar.
Formaður starfshópsins skal vera formaður fjölskyldunefndar. Sviðstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs verður starfsmaður hópsins og mun sinna verkstjórn og eftirfylgni verkefna hópsins. Starfshópurinn hefur heimild til að kalla til sín gesti og sérfræðinga eftir þörfum.
Engin þóknun er greidd fyrir setu í starfshópnum.
Bæjarritara er falið að vinna erindisbréf fyrir starfshópinn í samræmi við umræður fundarins, auk þess að kalla eftir tilnefningum frá Fjarðalistanum, Ungmennafélaginu Austra og íbúasamtökum Eskifjarðar.
5.
Beiðni um styrk til strandblaksvallar í Reyðarfirði
Framlögð að nýju styrkbeiðni vegna strandblakvallar. Staðsetning er samþykkt af hálfu forvígismanna á lóð íþróttamiðstöðvarinnar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti staðsetningu strandblakvallarins og vísar staðsetningu til skipulags- og framkvæmdanefndar. Jafnframt samþykkir bæjarráð að styrkja gerð vallarins með kaupum á skeljasandi sem nemur 1,2 m.kr. Tekið af liðnum 21690, óráðstafað.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti staðsetningu strandblakvallarins og vísar staðsetningu til skipulags- og framkvæmdanefndar. Jafnframt samþykkir bæjarráð að styrkja gerð vallarins með kaupum á skeljasandi sem nemur 1,2 m.kr. Tekið af liðnum 21690, óráðstafað.
6.
Viðtalstímar 2025
Tekin umræðu um málefni sem komið hafa upp í viðtalstímum bæjarfulltrúa og bæjarstjóra en þeir hafa farið fram á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdal. Viðtalstímar verða á Norðfirði og Eskifirði þriðjudag 20. maí og á Mjóafirði miðvikudaginn 21. maí.
7.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2022-2026
Framlögð tilkynning Birgis Jónssonar þar sem hann hyggst koma til starfa af afloknu leyfi.
8.
Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald 62 2025
Atvinnuveganefnd Alþingsi hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um veiðigjald, aflaverðmæti í reiknistofni. Umsagnarfrestur er til og með 26. maí nk.
Tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
9.
Áform um lagabreytingar á sviði sveitarstjórnarmála kynnt í samráðsgátt
Innviðaráðuneytið tilkynnir áform um lagabreytingarsem hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.
Um er að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja) og frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (endurskoðun sveitarstjórnarlaga).
Um er að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja) og frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (endurskoðun sveitarstjórnarlaga).
10.
Frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða, 298. mál
Frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 298. mál lagt fram til kynningar.
11.
Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2024
Árskýrsla Náttúrustofu Austurlands fyrir árið 2024 lögð fram til kynningar.
12.
Orkufundur 26.maí 2025
Framlagt fundarboð Samtaka orkusveitarfélgaa sem boða til orkufundar 26. maí í Hljómahöll Reykjanesbæjar.
13.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 33
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 14. maí lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
14.
Hafnarstjórn - 326
Fundargerð hafnarstjórar frá 13. maí lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
15.
Fjölskyldunefnd - 32
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 12. maí lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.