Bæjarráð
912. fundur
22. september 2025 kl. 08:30 - 11:20
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Þjóðlendumál kröfur óbyggðanefndar eyjar og sker
Framlagt bréf frá lögmanni Ríkissjóðs vegna þjóðlendukrafna en fallið hefur verið frá hluta þeirra krafna sem voru fram lagðar í upphaflegri kröfugerð ríkisins.
Kröfur Ríkissjóðs í lönd Fjarðabyggðar hafa verið dregnar til baka.
Kröfur Ríkissjóðs í lönd Fjarðabyggðar hafa verið dregnar til baka.
2.
Viljayfirlýsing tengt LIFE umsókn
Framlögð til kynningar viljayfirlýsing Fjarðabyggðar vegna Life umsókn sem tengist Breiðdalssetri og rannsóknarsetri Háskólans á Breiðdalsvík og snýst um nýtingu fjarvarma.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna.
3.
Samstarf í öldrunarmálum milli Fjarðabyggðar og Heilbrigðisstofnunar
Farið yfir framgang viðræðna við Heilbrigðisstofnun Austurlands um viljayfirlýsingu vegna samstarfs í öldrunarmálum.
4.
Úrgangsmál - gerð útboðsgagna
Fjallað um útboð í meðhöndlun úrgangs.
Bæjarstjóra og sérfræðingi á fjármálasviði falið að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.
Bæjarstjóra og sérfræðingi á fjármálasviði falið að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.
5.
Forkaupsréttur fasteigna
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að uppfærðum forkaupsréttarlista fasteigna í sveitarfélaginu.
Bæjarráð frestar afgreiðslu listans og felur bæjarritara að yfirfara hann og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarráð frestar afgreiðslu listans og felur bæjarritara að yfirfara hann og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
6.
Íbúakönnun 2025
Fjallað um viðhorfskönnun til þjónustu sveitarfélagsins en undanfarin ár hefur Gallup mælt viðhorf íbúa til þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins.
Bæjarráð samþykkir að taka ekki þátt í viðhorfskönnun á þessu ári.
Bæjarráð samþykkir að taka ekki þátt í viðhorfskönnun á þessu ári.
7.
Nýr vefur fyrir Fjarðabyggð
Bæjarráð opnaði með formlegum hætti nýjan vef Fjarðabyggðar. Með vefnum er stigið stórt skref í átt að nútímalegri upplýsingagjöf og aukinni þjónustu við íbúa, fyrirtæki og aðra sem sækja sveitarfélagið heim.
8.
Númerslausir bílar
Farið yfir ráðstafnir og aðgerðir til að fjarlægja bíla sem standa númerslausir og eru ekki ökuhæfir víðsvegar um sveitarfélagið.
9.
Beiðni um styrk vegna afnota þorrablótsnefndar af íþróttahúsi 2026
Framlögð beiðni frá formanni Þorrablótsnefndar Reyðarfjarðar um styrk vegna þorrablóts Reyðfirðinga á árinu 2026.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk móti afnotum af íþróttahúsinu á Reyðarfirði, tekið af liðnum óráðstafað 21690.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk móti afnotum af íþróttahúsinu á Reyðarfirði, tekið af liðnum óráðstafað 21690.
10.
Beiðni um styrk vegna afnota hjónaballs af Félagsheimilinu Skrúð
Framlagt erindi frá formanni Hjónaballsnefndar Fáskrúðsfjarðar þar sem óskað er eftir styrk til greiðslu fyrir afnot af félagsheimilinu Skrúð vegna árlegs hjónaballs 2026.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk móti afnotum af Félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði, tekið af liðnum óráðstafað 21690.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk móti afnotum af Félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði, tekið af liðnum óráðstafað 21690.
11.
Ársfundur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2025
Framlagt boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 1. október.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins mæti á fundinn.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins mæti á fundinn.
12.
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Fundargerð 984. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.