Bæjarráð
913. fundur
30. september 2025 kl. 08:00 - 12:20
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu 2026
Bæjarritari og formaður stjórnar menningarstofu fóru yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og framkvæmdanefndar 2026
Sviðsstjóri og formaður skipulags- og framkvæmdanefndar fóru yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2026
Sviðsstjóri og formaður hafnarstjórnar fóru yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2026
Sviðsstjóri og formaður fjölskyldunefndar fóru yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.
5.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2026
Slökkviliðsstjóri fór yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026 fyrir slökkvilið auk þess sem bæjarritari og sviðsstjórar mannauðsmála og fjármála fóru yfir málaflokka sína.
Bæjarráð samþykkir jafnframt vegna fjárhagsáætlunargerðar að gjaldskrár Fjarðabyggðar hækki sem nemur 3,9% milli áranna 2025 og 2026 og hækkunin taki gildi 1. janúar 2026.
Vísað til nefnda sveitarfélagsins vegna fjárhagsáætlunargerðar 2026.
Bæjarráð samþykkir jafnframt vegna fjárhagsáætlunargerðar að gjaldskrár Fjarðabyggðar hækki sem nemur 3,9% milli áranna 2025 og 2026 og hækkunin taki gildi 1. janúar 2026.
Vísað til nefnda sveitarfélagsins vegna fjárhagsáætlunargerðar 2026.
6.
Ofanflóðavarnir á Eskifirði - Grjótá uppkaup fasteigna
Framlagðar matsgerðir vegna kaupa Fjarðabyggðar á fasteignum vegna ofanflóðaframkvæmda við Grjótá á Eskifirði í samræmi við uppkaupaferli eigna sem þurfa að víkja vegna framkvæmdanna.
Bæjarráð samþykkir matsgerðirnar og kaup eignanna í samræmi við samþykkt Ofanflóðasjóðs ásamt því að fela bæjarstjóra undirritun gagna vegna uppkaupa þeirra.
Bæjarráð samþykkir matsgerðirnar og kaup eignanna í samræmi við samþykkt Ofanflóðasjóðs ásamt því að fela bæjarstjóra undirritun gagna vegna uppkaupa þeirra.
7.
Ofanflóðaframkvæmdir við Lambeyrará - uppkaup lóða Túnagata 11b og Gilsbakki
Framlagðar matsgerðir vegna kaupa Fjarðabyggðar á fasteignum vegna ofanflóðaframkvæmda við Lambeyrará á Eskifirði í samræmi við uppkaupaferli eigna sem þurfa að víkja vegna framkvæmdanna.
Bæjarráð samþykkir matsgerðirnar og kaup eignanna í samræmi við samþykkt Ofanflóðasjóðs ásamt því að fela bæjarstjóra undirritun gagna vegna uppkaupa þeirra.
Bæjarráð samþykkir matsgerðirnar og kaup eignanna í samræmi við samþykkt Ofanflóðasjóðs ásamt því að fela bæjarstjóra undirritun gagna vegna uppkaupa þeirra.
8.
Ofanflóðavarnir á Eskifirði - Grjótá skógarmat og bætur
Framlögð niðurstaða matsmanna á verðmati á skógrækt sem fer undir framkvæmdasvæði Grjótár á Eskifirði ásamt drögum að samkomulagi um bætur vegna skógræktarinnar.
Bæjarráð samþykkir matsgerðina og uppkaup á skógræktarsvæði samanber tillögu Ofanflóðasjóðs að bótum og felur bæjarstjóra undirritun gagna vegna uppkaupa svæðisins.
Bæjarráð samþykkir matsgerðina og uppkaup á skógræktarsvæði samanber tillögu Ofanflóðasjóðs að bótum og felur bæjarstjóra undirritun gagna vegna uppkaupa svæðisins.
9.
Tilboð í úrgangsþjónustu í Fjarðabyggð 2026 til 2029
Framlögð til afgreiðslu tilboð í úrgangsþjónustu í Fjarðabyggð 2026 til 2029.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við fyrirtækið Kubb ehf. sem er lægstbjóðandi útboðsins eftir yfirferð Eflu verkfræðistofu og felur bæjarstjóra undirritun verksamnings.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við fyrirtækið Kubb ehf. sem er lægstbjóðandi útboðsins eftir yfirferð Eflu verkfræðistofu og felur bæjarstjóra undirritun verksamnings.
10.
Umsókn um stofnframlög á árinu 2025
Lögð fram tillaga um uppfærða umsókn um stofnframlög til byggingu þriggja íbúða til viðbótar við þær fimm sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var búin að veita stofnframlög til.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur fjármálastjóra að sækja um þrjár íbúðir til viðbótar þeim fimm sem þegar var sótt um.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur fjármálastjóra að sækja um þrjár íbúðir til viðbótar þeim fimm sem þegar var sótt um.
11.
Veikindalaun 2025
Framlagt yfirlit sviðsstjóra mannauðs- og umbótasviðs vegna veikindalauna fyrstu sex mánuði ársins 2025.
Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaði vegna veikindalauna fyrstu sex mánuði ársins til viðaukagerðar við áætlun ársins.
Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaði vegna veikindalauna fyrstu sex mánuði ársins til viðaukagerðar við áætlun ársins.
12.
Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar 2026
Framlagt bréf Brúar lífeyrissjóðs þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall árið 2026. Lagt er til óbreytt endurgreiðsluhlutfall vegna viðbótarframlags á árinu 2026 eða 74%.
Bæjarráð samþykkir tillögu lífeyrissjóðsins um endurgreiðsluhlutfall vegna ársins 2026.
Bæjarráð samþykkir tillögu lífeyrissjóðsins um endurgreiðsluhlutfall vegna ársins 2026.
13.
Samstarf Fjarðabyggðar við Eyrina Heilsurækt
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs samningi á milli Fjarðabyggðar og Eyrarinnar ehf. um greiðslur fyrir afnot þátttakenda í Janusarverkefninu að líkamsræktaraðstöðu í Eyrinni heilsurækt.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
14.
Framlag Fjarðabyggðar til SSF
Framlagt erindi frá Skemmtifélagi starfsmanna Fjarðabyggðar þar sem óskað er eftir breytingum á fjárframlagi Fjarðabyggðar til félagsins.
Bæjarráð samþykkir að framlagið hækki milli ára og vísar því til frekari úrvinnslu hjá sviðsstjóra mannauðs- og umbótamála í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2026.
Bæjarráð samþykkir að framlagið hækki milli ára og vísar því til frekari úrvinnslu hjá sviðsstjóra mannauðs- og umbótamála í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2026.
15.
Umsókn um styrki til menningarmála hljómsveitin Rown
Framlagt erindi frá Einari Erni fyrir hönd hljómsveitarinnar Rown Ósk um styrk frá bæjarráði til að halda Rown's RockFest 29. nóvember nk.
Bæjarráð vísar erindi til stjórnar menningarstofu.
Bæjarráð vísar erindi til stjórnar menningarstofu.
16.
umsagnarbeiðni frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum
Framlagt frumvarp innviðaráðuneytis, mál nr. 180/2025 um breytingar á sveitarstjórnarlögum sem er til kynningar í samráðsgátt en umsagnarfrestur er til 13. október 2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að veita umsögn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að veita umsögn.
17.
Til umsagnar 85. mál - Borgarstefna.
Framlögð til umsagnar þingsályktun um borgarstefnum fyrir árin 2025 til 2040 frá umhverfis- og samgöngunefnd, 85. mál.
Bæjarráð felur bæjarritara að skila umsögn þar sem vísað er til fyrri samþykkta sveitarfélagsins um málið.
Bæjarráð felur bæjarritara að skila umsögn þar sem vísað er til fyrri samþykkta sveitarfélagsins um málið.
18.
Boð á viðburðinn, Sveitarfélag ársins 2025
Framlagt til kynningar boð á viðburðinn sveitarfélag ársins 2025 sem verður 30. október kl. 14:00 á Hótel Selfossi eða í streymi.
19.
Ársfundur SSKS 2025
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum boðar til ársfundar samtakanna miðvikudaginn 1. október í sal á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica kl. 11:30-13:00.
Bæjarráð samþykkir að Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri fari með umboð Fjarðabyggðar á ársfundinum.
Bæjarráð samþykkir að Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri fari með umboð Fjarðabyggðar á ársfundinum.
20.
Ályktun samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2025
Framlagt til kynningar erindi frá stjórn Skógræktarfélags Íslands um ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins nýverið um framkvæmdaleyfi.
Vísað til kynningar til skipulags- og framkvæmdanefndar.
Vísað til kynningar til skipulags- og framkvæmdanefndar.
21.
Aðalfundarboð - Arðsúthlutun
Framlagt aðalfundarboð Fiskiræktar- og veiðifélags Norðfjarðarár mánudaginn 6. október 2025 kl. 20:00.
Bæjarráð samþykkir að Ragnar Sigurðsson fari með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
Bæjarráð samþykkir að Ragnar Sigurðsson fari með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
22.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 41
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 22. september.
23.
Fjölskyldunefnd - 39
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 22. september lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
24.
Stjórn menningarstofu - 22
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 22. september lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
25.
Hafnarstjórn - 330
Fundargerð hafnarstjórnar frá 22. september lögð fram til umfjöllunar og atkvæðagreiðslu.
26.
Fjölmenningarráð - 3
Fundargerð fjölmenningarráðs frá 16. september lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
27.
Fjallskilanefnd - 7
Fundargerð fjallskilanefndar frá 21. ágúst lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu