Fara í efni

Bæjarráð

914. fundur
6. október 2025 kl. 08:30 - 10:55
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Greinargerð um framkvæmdir ársins
Málsnúmer 2505164
Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu framkvæmda og viðhalds ársins hjá Fjarðabyggð og stofnunum.
2.
Þakviðgerðir Grunnskóla Breiðdalsvík
Málsnúmer 2510022
Framlagt minnisblað með tillögu um viðgerð á þaki Grunnskóla á Breiðdalsvík.
Bæjarráð samþykkir tillögu um endurbætur á þaki skólans og felur skipulags- og framkvæmdasviði að hefja verkið sem fyrst.
3.
Veikindalaun 2025
Málsnúmer 2509181
Framlögð til kynningar drög að innri samantekt yfir veikindalaun janúar - júní 2025.
4.
Beiðni um fjárheimild til endurnýjunar á tölvum sem uppfylla ekki öryggisviðmið
Málsnúmer 2509201
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs beiðni um fjárheimildir vegna tölvukaupa á árinu 2025 vegna nauðsynlegrar uppfærslu á búnaði.
Bæjarráð samþykkir tillögu um endurnýjun búnaðarins og vísar kostnaði til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025.
5.
Kæra vegna útboðs úrgangsþjónustu 2026 til 2029
Málsnúmer 2509226
Framlagt erindi kærunefndar útboðsmála vegna kæru UHA umhverfisþjónustu ehf. vegna útboðs Fjarðabyggðar á úrgangsþjónustu í Fjarðabyggð 2026 til 2029.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt lögmanni sveitarfélagsins að bregðast við kærunni og vinna málið áfram.
6.
Hátæknibrennslustöð
Málsnúmer 2510016
Framlögð til kynningar gögn vegna hátæknibrennslustöðvar sem hugmyndir eru uppi um að nýta til förgunar á úrgangi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa viljayfirlýsingu vegna væntanlegs undirbúningsfélags um stofnun hátæknibrennslustöðvar og leggja málið að nýju fyrir bæjarráð.
7.
Uppbygging padelvallar á Reyðarfirði
Málsnúmer 2510020
Framlagt erindi frá Helgu Rún Jóhannsdóttur um gerð Padel vallar í eldri íþróttasalnum í íþróttahúsinu á Reyðarfirði.
Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til fjölskyldunefndar.
8.
Umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamanna 2026
Málsnúmer 2510021
Framlögð auglýsing Ferðamálastofu þar sem auglýst er eftir styrkjum til uppbyggingar ferðastaða úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að vinna að umsóknum í sjóðinn vegna framkvæmda á árinu 2026 ásamt því að vísa málinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdanefnd.
9.
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 2502038
Fundargerð 985. fundar stjórnar Sambandsins lögð fram til kynningar.
10.
Fjölskyldunefnd - 40
Málsnúmer 2509029F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð fjölskyldunefndar frá 29. september.
11.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 42
Málsnúmer 2509030F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 1. október.
12.
Öldungaráð - 18
Málsnúmer 2506007F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð öldungráðs frá 12. júní.
13.
Öldungaráð - 19
Málsnúmer 2509002F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð öldungráðs frá 29. september.