Fara í efni

Bæjarráð

915. fundur
13. október 2025 kl. 08:30 - 10:20
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Kæra vegna útboðs úrgangsþjónustu 2026 til 2029
Málsnúmer 2509226
Framlagt erindi Kærunefndar útboðsmála vegna framhaldskæru UHA úrgangsþjónustu ehf. vegna útboðs á úrgangsþjónustu í Fjarðabyggð 2026 til 2029.
Bæjarráð felur bæjarstjóra í samstarfi við lögmann sveitarfélagsins að bregðast við kærunni.
2.
Húsnæði Nesskóla 2025
Málsnúmer 2505069
Fjallað um málefni tónlistarskólans og húsnæði Nesskóla.
Bæjarráð felur skipulags- og framkvæmdasviði að gera nánari úttekt á húsnæði skólans og sérstaklega að yfirfara gólfplötu kjallara eldri byggingar. Úttektin lögð fyrir bæjarráð.
3.
Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2026
Málsnúmer 2510045
Húsnæðis og mannvirkjastofnun óskar eftir endurskoðun húsnæðisáætlanir Fjarðabyggðar fyrir árið 2026.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og greiningarsviðs að uppfæra áætlun sveitarfélagsins og leggja fyrir bæjarráð.
4.
Móttaka nýrra íbúa í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2510063
Farið yfir móttöku nýrra íbúa. Framlögð drög að bæklingi sem sendur verður nýjum íbúum með reglubundnum hætti.
Bæjarráð samþykkir tillögu að útfærslu á móttöku nýrra íbúa.
5.
Byggingar á þekktum flóðasvæðum
Málsnúmer 2509116
Vísað frá bæjarstjórn til umfjöllunar í bæjarráði erindi Náttúruhamfaratryggingu Íslands vegna bygginga á þekktum áhættusvæðum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með forstjóra Náttúruhamfaratrygginga Íslands og leggja niðurstöður þess fundar fyrir bæjarráð.
6.
Endurskoðun byggðaáætlunar
Málsnúmer 2510041
Endurskoðun byggðaáætlunar lögð fram til kynningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að umsögn um byggðaáætlun og leggja fyrir bæjarráð.
7.
Byggðaráðstefnan 2025 í Mývatnssveit 4. nóvember
Málsnúmer 2510047
Boðað eru til Byggðaráðstefnunnar 2025 sem haldin verður þriðjudaginn 4.nóvember 2025 í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Ráðstefnan er undir yfirskriftinni er félagslegur fjölbreytileiki samfélaga, jafnvægi, áskoranir eða vannýtt sóknarfæri?
Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar að mæta á ráðstefnuna.
8.
Tæknidagur Fjölskyldunnar 2026
Málsnúmer 2510062
Framlögð beiðni frá Verkmenntaskóla Austurlands vegna tæknidags fjölskyldunnar þar sem óskað er eftir stuðningi til greiðslu húsaleigu vegna íþróttahússins á Norðfirði. Verkmenntaskóli Austurlands heldur daginn í ellefta skipti en skólinn á 40 ára afmæli á næsta ári.
Bæjarráð samþykkir að styrkja tæknidaginn með sama hætti og verið hefur sem nemur kostnaði við afnot af íþróttahúsinu og þátttöku málasviða sveitarfélgsins á deginum.
9.
Aðalfundarboð - Arðsúthlutun
Málsnúmer 2509216
Framlögð til kynningar fundargerð aðalfundar Fiskiræktar og veiðifélags Norðfjarðarár.
10.
Þingsályktun um leit að olíu og gasi
Málsnúmer 2510072
Framlögð til kynningar tillaga til þingsályktunar um leit að olíu og gasi og að Alþingi álykti að hafnar verði að nýju markvissar rannsóknir á olíu- og/eða gaslindum á landgrunni Íslands og ríkisolíufélag verði sett á laggirnar.
Bæjarráð felur bæjarritara að senda inn umsögn á grundvelli fyrri bókana um málið.
11.
Frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki.
Málsnúmer 2503060
Framlagt til umsagnar frumvarp vegna kílómetragjalds á ökutæki sem er lagt fyrir Alþingi að nýju.
Bæjarráð felur bæjarritara að veita umsögn um frumvarpið á grunni fyrri umsagna um málið.
12.
Kvennaverkfall 50 ára
Málsnúmer 2510032
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 vegna 50 ára afmælis kvennafrídagsins.
Bæjarráð samþykkir að starfsfólki sveitarfélagsins verði gefinn kostur á að taka þátt í viðburðum sem tengjast deginum og stjórnendum falið að útfæra fyrirkomulagið með tilliti til þjónustu stofnana.
13.
Hafnarstjórn - 331
Málsnúmer 2510003F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 6. október lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
14.
Stjórn menningarstofu - 23
Málsnúmer 2510002F
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 6. október lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
15.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 43
Málsnúmer 2510004F
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 9. október.