Fara í efni

Bæjarstjórn

124. fundur
29. nóvember 2012 kl. 15:00 - 16:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Jens Garðar Helgason Aðalmaður
Sævar Guðjónsson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Eiður Ragnarsson Varamaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 317
Málsnúmer 1211010F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jens Garðar Helgason, Elvar Jónsson, Valdimar O. Hermannsson, Jón Björn Hákonarson, Páll Björgvin Guðmundsson og Eiður Ragnarsson.
Fundargerð bæjarráðs nr. 317. frá 19. nóvember 2012 staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 318
Málsnúmer 1211017F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jens Garðar Helgason, Elvar Jónsson, Valdimar O. Hermannsson, Jón Björn Hákonarson, Páll Björgvin Guðmundsson og Eiður Ragnarsson.
Fundargerð bæjarráðs nr. 318 frá 26. nóvember 2012 staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Fræðslu- og frístundanefnd - 31
Málsnúmer 1211006F
Enginn tók til máls.
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 31 frá 14. nóvember 2012 staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 51
Málsnúmer 1211011F
Enginn tók til máls.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 51 frá 19. nóvember 2012 staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Atvinnu- og menningarnefnd - 37
Málsnúmer 1211014F
Enginn tók til máls.
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 37 frá 22. nóvember 2012 staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2012
Málsnúmer 1201124
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 29 frá 12. nóvember 2012 staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Endurskoðun á umferðarsamþykkt
Málsnúmer 1009017
Fyrri umræða um umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Valdimar O. Hermannsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Elvar Jónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jens Garðar Helgason, Sævar Guðjónsson og Eiður Ragnarsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa umferðarsamþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
8.
740 - Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting á þéttbýlisuppdrætti fyrir Norðfjörð vegna stækkunar Norðfjarðahafnar
Málsnúmer 1210078
Eigna,- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti fyrir sitt leyti á fundi 19. nóvember 2012 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdráttur fyrir Norðfjörð, vegna fyrirhugaðrar stækkunar Norðfjarðarhafnar. Tillagan er unnin af Alta ehf. Kynningarfundi vegna fyrirhugaðrar breytingar er lokið.
Bæjarstjóri fylgdi breytingum á aðalskipulaginu úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdráttur fyrir Norðfjörð.
9.
740 - Deiliskipulagið Naust 1
Málsnúmer 1208106
Eigna,- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti fyrir sitt leiti á fundi sínum 19. nóvember 2012 tillögu að deiliskipulaginu Naust 1 fyrir Norðfjarðarhöfn og nágrenni ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan og umhverfisskýrslan er unnin af Alta ehf. Kynningarfundi vegna deiliskipulagstillögunnar og umhverfisskýrslunnar er lokið.
Bæjarstjóri fylgdi deiliskipulagi úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að auglýsa tillögu að deiliskipulaginu Naust 1 fyrir Norðfjarðarhöfn og nágrenni ásamt umhverfisskýrslu.
10.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013
Málsnúmer 1209090
Samkvæmt reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2012/2013 er í 6 gr. gert að skilyrði að:
"Eigandi fiskiskips geri skriflegan samning við fiskkaupanda um magn sem landað verður til vinnslu hjá viðkomandi vinnsluaðila, þar sem fram kemur að vinnsluaðili skuldbindur sig til að vinna aflann og skal bæjar- eða sveitarstjórn árita samninginn til staðfestingar"
Til máls tók Jens Garðar Helgason.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að veita bæjarstjóra heimild til undirritunar framangreindra samninga til staðfestingar og ef að upp koma vafa eða ágreiningsmál verði bæjarráði veitt heimild til að afgreiða þau til fullnustu.
11.
Breytingar á nefndarskipan sjálfstæðisflokks á kjörtímabilinu 2010-2014
Málsnúmer 1204061
Esther Bergsdóttir tekur sæti Fjólu Hrafnkelsdóttur sem varamaður í fræðslu og frístundanefnd.