Fara í efni

Bæjarstjórn

127. fundur
7. febrúar 2013 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Guðmundur Þorgrímsson Aðalmaður
Jens Garðar Helgason Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 323
Málsnúmer 1301010F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jens Garðar Helgason, Valdimar O Hermannsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Elvar Jónsson, Esther Ösp Gunnarsdóttir, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs nr. 323 frá 21. janúar staðfest með 9 atkvæðum
2.
Bæjarráð - 324
Málsnúmer 1301014F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs nr. 324 frá 28. janúar s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Bæjarráð - 325
Málsnúmer 1302001F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs nr. 325 frá 4. febrúar s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Atvinnu- og menningarnefnd - 40
Málsnúmer 1301013F
Enginn tók til máls.
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 40 frá 24. janúar staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Fræðslu- og frístundanefnd - 35
Málsnúmer 1301009F
Til máls tók Elvar Jónsson.
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 35 frá 23. janúar s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 55
Málsnúmer 1301011F
Til máls tóku: Páll Björgvin Guðmundsson, Elvar Jónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Óskar Þór Hallgrímsson, Guðmundur Þorgrímsson, Valdimar O Hermannsson, Esther Ösp Gunnarsdóttir, Jens Garðar Helgason, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 55 frá 21. janúar s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Hafnarstjórn - 109
Málsnúmer 1301012F
Til máls tóku: Jens Garðar Helgason, Guðmundur Þorgrímsson, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Elvar Jónsson, Páll Björgvin Guðmundsson.
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 109 frá 22. janúar s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Fjárhagsáætlun 2012 - viðauki 6
Málsnúmer 1301289
Bæjarstjóri fylgdi viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2012 úr hlaði.
Viðaukinn felur ekki í sér ný útgjöld eða breytingar á rekstrarlegri niðurstöðu eða sjóðstreymisáætlun A-hluta samstæðu fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2012.
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann með 9 atkvæðum.
9.
Fjárhagsáætlun 2013 - viðauki 1
Málsnúmer 1302008
Bæjarstjóri fylgdi viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2013 úr hlaði.
Lagt er til að fjárfestingaráætlun ársins 2013 fyrir vatnsveitu hækki um 7,7 milljónir kr. og verði alls 17,7 milljónir kr. og heildarfjárfesting b. hluta verði 642,7 milljónir kr. Ennfremur er lagt til að fjármagna framkvæmdina með eigin fé Vatnsveitu Fjarðabyggðar og mun skammtímaskuld vatnsveitu við aðalsjóð Fjarðabyggðar hækka sem því nemur og handbært fé aðalsjóðs lækkar um sömu fjárhæð.
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann með 9 atkvæðum.
10.
Forkaupslisti Fjarðabyggðar 2013
Málsnúmer 1301230
Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði.
Fram lögð tillaga eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar um að Mýrargötu 2 í Neskaupstað verði bætt við forkaupsréttarlista sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu nefnarinnar með 9 atkvæðum.
11.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
Málsnúmer 1103025
Bæjarstjóri fylgdi málinu úr hlaði.
Fram lögð drög að umsögn um 10.000 tonna sjókvíaeldi í Reyðarfirði til staðfestingar.
Bæjarstjórn samþykkir umsögnina með 9 atkvæðum.
12.
Skilgreind hundasvæði í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1004150
Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að aðgengi gangandi vegfarenda að skilgreindu hundasvæði á Norðfirði verði bætt og telur jafnframt að skilgreint hundasvæði á Fáskrúðsfirði takmarki ekki reiðleiðir á svæðinu. Tillögum með breytingum vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum tillögur að skilgreindum hundasvæðum í Fjarðabyggð.
13.
Stækkun Norðfjarðarhafnar - fyrirspurn um matskyldu
Málsnúmer 1301238
Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði.
Lögð fram drög að umsögn um matsskyldu vegna stækkunar Norðfjarðarhafnar.
Bæjarstjórn samþykkir umsögnina með 9 atkvæðum.
14.
Viðbragðsáætlun Skíðasvæðisins Oddsskarðs
Málsnúmer 1205144
Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði.
Fram lögð drög að viðbragðsáætlun vegna ofanflóða fyrir Skíðasvæðið í Oddsskarði.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum viðbragðsáætlunina.
15.
Yfirlýsing og samningur sveitarfélaga á Austurlandi um Almenningssamgöngur - 2013
Málsnúmer 1301049
Bæjarstjóri fylgdi málinu úr hlaði.
Drög að yfirlýsingu og samningi milli Sambands sveitarfélaga Austurlandi og sveitarfélaganna um skipulagðar samgöngur á Austurlandi lagður fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn samþykkir yfirlýsingu og samning með 9 atkvæðum.
16.
Rannsókn á gasmyndun á urðunarstað Fjarðabyggðar í Þernunesi
Málsnúmer 1003112
Forseti bæjarstjórnar leggur fram bókun
Bæjarstjórn hvetur eigna-, skipulags-, og umhverfisnefnd til þess að mynda heildstæða stefnu í sorphirðu, urðun og endurvinnslumálum fyrir sveitarfélagið Fjarðabyggð með hag íbúa og umhverfismála að leiðarljósi. Brýnt er að efla ennfrekar vitund íbúa og fyrirtækja í endurvinnslu enda leiðir slíkt til hagsbóta fyrir alla og minnkun í urðun sorps er mikið hagsmunamál inn í framtíðina.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum tillögu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar um að áfram verði tekið á móti lífrænum úrgangi á urðunarstað í Þernunesi eftir 16. júlí 2013.