Fara í efni

Bæjarstjórn

129. fundur
7. mars 2013 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Guðmundur Þorgrímsson Aðalmaður
Jens Garðar Helgason Aðalmaður
Sævar Guðjónsson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Stefán Már Guðmundsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 328
Málsnúmer 1302013F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs nr. 328 frá 25. febrúar staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 329
Málsnúmer 1303001F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs nr. 329 frá 13. mars staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 57
Málsnúmer 1302012F
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Sævar Guðjónsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Valdimar O Hermannsson, Stefán Már Guðmundsson.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 57 frá 25. febrúar staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Atvinnu- og menningarnefnd - 42
Málsnúmer 1302014F
Til máls tóku: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir.
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 42 frá 28. febrúar staðfest með 9 atkvæðum.
5.
755 - Br. á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna hafnarframkvæmda á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1302123
Forseti bæjarstjórnar fylgdi skipulaginu úr hlaði.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að láta breyta Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdrætti fyrir Stöðvarfjörð vegna fyrirhugaðra framkvæmda við höfnina á Stöðvarfirði. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn framlagða lýsingu vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga.
6.
Fjármögnun og lánasamningar
Málsnúmer 1205065
Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði
Tillaga.

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir tillögu bæjarráðs um að höfðað verði mál gegn Lánasjóði sveitarfélaga vegna erlendra lána sem tekin voru hjá lánasjóðnum árið 2006. Bæjarráð hefur á undanförnum misserum verið með erlend lán sveitarfélagsins til skoðunar m.t.t. lögmætis þeirra og verið í samskiptum við lánadrottna sveitarfélagsins. Það er niðurstaða bæjarstjórnar að mikilvægt sé að gæta hagsmuna sveitarfélagsins með því að láta reyna á réttarstöðu þess vegna umræddra lána. Þá samþykkir bæjarstjórn að bæjarstjóri verði í samvinnu við lögmann sveitarfélagsins að vinna að málinu.
Tillaga samþykkt með 9 atkvæðum.