Fara í efni

Bæjarstjórn

131. fundur
4. apríl 2013 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Guðmundur Þorgrímsson Aðalmaður
Sævar Guðjónsson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2012
Málsnúmer 1303079
Fyrri umræða um ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2012.
Þennan dagskrárlið fundar sátu jafnframt fjármálastjóri og endurskoðandi sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri fylgdi ársreikningi úr hlaði með greinargerð sinni.
Til máls tóku: Valdimar O Hermannsson, Elvar Jónsson, Jón Björn Hákonarson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2012 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
2.
Bæjarráð - 331
Málsnúmer 1303013F
Fundargerðir bæjarráðs teknar saman til umfjöllunar og afgreiðslu.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Elvar Jónsson, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Guðmundur Þorgrímsson.
Fundargerð bæjarráðs nr. 331 frá 25. mars staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Bæjarráð - 332
Málsnúmer 1303016F
Fundargerðir bæjarráðs teknar saman til umfjöllunar og afgreiðslu.
Fundargerð bæjarráðs nr. 332 frá 2. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 59
Málsnúmer 1303012F
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Páll Björgvin Guðmundsson, Elvar Jónsson, Sævar Guðjónsson, Guðmundur Þorgrímsson.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 59 frá 25. mars staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Atvinnu- og menningarnefnd - 43
Málsnúmer 1303009F
Til máls tók Ásta Kristín Sigurjónsdóttir.
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 43 frá 19. mars staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Hafnarstjórn - 113
Málsnúmer 1303010F
Enginn tók til máls
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 113 frá 19. mars staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2013
Málsnúmer 1301075
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 33 frá 26. mars.
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Fjárhagsáætlun 2013 - viðauki 2
Málsnúmer 1303130
Bæjarstjóri fylgdi viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2013 úr hlaði.
Viðaukinn er vegna 110 milljóna kr. láns frá Ofanflóðasjóði vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir í Fjarðabyggð.
Lántökur Eignasjóðs hækka um 110 milljónir kr. en engin lántaka er á fjárhagsáætlun ársins 2013. Fjármagnskostnaður hækkar um 440.000 kr. Lántaka hækkar handbært fé sjóðsins og samstæðureikning um 109.560.000 kr. og mun viðskiptastaða Eignasjóðs hækka samsvarandi.
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann með 9 atkvæðum.
9.
755 - Br. á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna hafnarframkvæmda á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1302123
Forseti bæjarstjórnar fylgdi aðalskipulagsbreytingu úr hlaði.
Framlagður uppdráttur dags. 13. mars 2013, unninn af Alta ehf vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdrætti fyrir Stöðvarfjörð. Breytingin er til komin vegna fyrirhugaðrar stækkunar iðnaðar og hafnarsvæðis H1/I2 inn á reit O2, opið svæði til sérstakra nota.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að breytingar á aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007 til 2027, þéttbýlisuppdrætti fyrir Stöðvarfjörð verði auglýstar.
10.
740 Deiliskipulagið Hof II, Norðfirði
Málsnúmer 1207032
Forseti bæjarstjórnar fylgdi deiliskipulaginu úr hlaði.
Framlagður endurbættur deiliskipulagsuppdráttur Hofs II vegna athugasemda Skipulagsstofnunar en á honum hafa verið gerðar lítilsháttar breytingar.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum endurbætt deiliskipulag Hofs II, skipulagsuppdrátt með greinargerð dags. 14 mars 2013 þar sem fram kemur að skipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.