Fara í efni

Bæjarstjórn

137. fundur
20. júní 2013 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Guðmundur Þorgrímsson Aðalmaður
Sævar Guðjónsson Aðalmaður
Eiður Ragnarsson Varamaður
Borghildur Hlíf Stefánsdóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Ásgeir Karlsson Varamaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 342
Málsnúmer 1306001F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Elvar Jónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Páll Björgvin Guðmundsson.
Fundargerð bæjarráðs nr. 342 frá 3.júní 2013 samþykkt með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 343
Málsnúmer 1306004F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs nr. 343 frá 10.júní 2013 samþykkt með 9 atkvæðum.
3.
Bæjarráð - 344
Málsnúmer 1306007F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs nr. 344 frá 18.júní 2013 samþykkt með 9 atkvæðum.
4.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 65
Málsnúmer 1305017F
Fundargerðir eigna-, skipulags-og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Esther Ösp Gunnarsdóttir, Páll Björgvin Guðmundsson, Sævar Guðjónsson, Gunnar Á. Karlsson, Guðmundur Þorgrímsson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 65 frá 3.júní 2013 samþykkt með 9 atkvæðum.
5.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 66
Málsnúmer 1306006F
Fundargerðir eigna-, skipulags-og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 66 frá 14.júní 2013 samþykkt með 9 atkvæðum.
6.
Atvinnu- og menningarnefnd - 47
Málsnúmer 1306002F
Til máls tóku: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Esther Ösp Gunnarsdóttir, Sævar Guðjónsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Gunnar Á Karlsson, Eiður Ragnarsson.
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 47 frá 6.júní 2013 samþykkt með 9 atkvæðum.
7.
Fræðslu- og frístundanefnd - 41
Málsnúmer 1306003F
Til máls tóku: Esther Ösp Gunnarsdóttir, Páll Björgvin Guðmundsson, Elvar Jónsson, Gunnar Á Karlsson.
Fundargerð fræðslu- og frístundnefndar nr. 41 frá 12.júní 2013 samþykkt með 9 atkvæðum.
8.
Hafnarstjórn - 117
Málsnúmer 1306005F
Til máls tóku: Eiður Ragnarsson, Sævar Guðjónsson.
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 117 frá 11.júní 2013 samþykkt með 9 atkvæðum.
9.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2013
Málsnúmer 1301074
Til máls tóku Páll Björgvin Guðmundsson, Elvar Jónsson.
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 44 frá 28. maí 2013 samþykkt með 9 atkvæðum.
10.
735 - Deiliskipulag Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði
Málsnúmer 1208085
2. varaforseti bæjarstjórnar fylgdi deiliskipulaginu úr hlaði.
Til máls tóku: Sævar Guðjónsson, Gunnar Á Karlsson, Eiður Ragnarsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum deiliskipulag Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði, skipulagsuppdrátt, greinargerð og umhverfisskýrslu, dags. 11. febrúar 2013.
Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.
11.
740 - Deiliskipulag vinnubúða við gangamunna á Norðfirði
Málsnúmer 1305011
2. varaforseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði.
Lögð fram skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags vinnubúða við gangamunna á Norðfirði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða skipulagslýsingu með 9 atkvæðum.
12.
740 - deiliskipulag vinnubúða við Kirkjuból
Málsnúmer 1305012
2. varaforseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði.
Lögð fram skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags vinnubúða við Kirkjuból.
Til máls tóku: Sævar Guðjónsson, Páll Björgvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða skipulagslýsingu með 9 atkvæðum.
13.
750-Deiliskipulag neðan Búðavegar
Málsnúmer 1109016
2. varaforseti bæjarstjórnar fylgdi breytingum á deiliskipulaginu úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum breytingu á deiliskipulagi neðan Búðavegar, skipulagsuppdrátt og greinargerð, dags. 7. mars. 2013.
Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.
14.
755 - Br. á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna hafnarframkvæmda á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1302123
2. varaforseti bæjarstjórnar fylgdi breytingum á aðalskipulagi úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum breytingar á aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdrátt fyrir Stöðvarfjörð, vegna stækkunar hafnarsvæðis, skipulagsuppdrátt og greinargerð, dags. 13. mars 2013.
Málsmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.
15.
755 - Deiliskipulag hafnarsvæðis á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1301223
2. varaforseti bæjarstjórnar fylgdi deiliskipulagi úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum deiliskipulag hafnarsvæðis á Stöðvarfirði, skipulagsuppdrátt og greinargerð, dags. 8. apríl 2013.
Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.
16.
Jafnréttisáætlun í Fjarðabyggð 2013
Málsnúmer 1109095
2. varaforseti bæjarstjórnar fylgdi úr hlaði jafnréttisstefna Fjarðabyggðar til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Breytingar hafa verið gerðar á orðalagi gr. 3.3.1. þar sem vísað er til unglinga almennt vegna brottfalls úr almennum íþróttagreinum.
Enginn tók til máls
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum jafnréttisstefnu Fjarðabyggðar.
17.
Reglur um fullnaðarafgreiðslur embættismanna
Málsnúmer 1306010
2. varaforseti bæjarstjórnar fylgdi reglum um fullnaðarafgreiðslur embættismanna úr hlaði.
Til máls tók Páll Björgvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum reglur um fullnaðarafgreiðslur embættismanna og felur bæjarstjóra að veita hlutaðeigandi starfsmönnum prókúru í samræmi við reglurnar.
18.
Samþykkt um byggingarnefnd í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1305078
2. varaforseti bæjarstjórnar fylgdi samþykkt um byggingarnefnd í Fjarðabyggð úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa samþykkt um byggingarnefnd í Fjarðabyggð til síðari umræðu í bæjarráði með umboði í sumarleyfi bæjarstjórnar.
19.
Upplýsingaöryggismál
Málsnúmer 1305128
Bæjarstjóri fylgdi málinu úr hlaði.
Drög að upplýsingaöryggisstefnu fyrir Fjarðabyggð ásamt minnisblaði bæjarritara og Bjarna Júlíussonar um upplýsingaöryggi sveitarfélagsins og ráðstafanir lagt fram.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum upplýsingaöryggisstefnu fyrir Fjarðabyggð.
20.
Lántaka vegna endurfjármögnunar skuldbindinga
Málsnúmer 1306067
Bæjarstjóri fylgdi málinu úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að leita eftir við lánastofnanir að lána Fjarðabyggð og stofnunum u.þ.b. einn milljarð króna sem verði varið til endurfjármögnunar eldri skuldbindinga og kaupa á eignum Eignarhaldsfélagsins fasteignar hf. samkvæmt leigusamningi við það félag. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að fela fjármálastjóra að leggja fram umsóknir og semja við lánastofnanir um greiðslukjör og lánsform með fyrirvara um endanlegt samþykki bæjarstjórnar.
21.
Reglur um samskipti trúfélaga og skóla
Málsnúmer 1304123
2. varaforseti bæjarstjórnar fylgdi reglunum úr hlaði.
Til máls tók Eydís Ásbjörnsdóttir, Esther Ösp Gunnarsdóttir, Elvar Jónsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum drög að reglum um samskipti trúfélaga og skóla, er byggja á tillögum starfshóps skipuðum af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Hjá situr Borghildur Hlíf Stefánsdóttir.
22.
Kjör 2013 í nefndir og ráð til eins árs
Málsnúmer 1306012
2. varaforseti bæjarstjórnar fylgdi sameiginlegri tillögu framboða í bæjarstjórn úr hlaði.
Tillaga bæjarstjórnar um skipan í nefndir og embætti til eins árs sbr. samþykktir um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Forseti bæjarstjórnar: Jón Björn Hákonarson, samþykkt með 9 atkvæðum.
1. varaforseti bæjarstjórnar: Jens Garðar Helgason, samþykkt með 9 atkvæðum.
2. varaforseti bæjarstjórnar: Elvar Jónsson, samþykkt með 9 atkvæðum.

Bæjarráð aðalmenn:
Jens Garðar Helgason formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Eydís Ásbjörnsdóttir.
Varamenn skipa sæti eftir 39. gr. samþykkta sveitarfélagsins.
Samþykkt með 9 atkvæðum.

Fulltrúar á aðalfund SSA:
Aðalmenn: Jón Björn Hákonarson(B), Guðmundur Þorgrímsson(B), Eiður Ragnarsson (B), Snjólaug Guðmundsdóttir (B), Jens Garðar Helgason (D), Valdimar O. Hermannsson (D),Ásta Kristín Sigurjónsdóttir(D), Sævar Guðjónsson (D), Elvar Jónsson(L) Eydís Ásbjörnsdóttir(L),Esther Gunnarsdóttir(L),Stefán Már Guðmundsson(L),Ásta Eggertsdóttir(L), Páll Björgvin Guðmundsson.

Varamenn: Jósef Auðunn Friðriksson (B), Svanhvít Aradóttir (B), Gísli Þór Briem (B), Svanbjörg Pálsdóttir(B), Guðlaug Dana Andrésdóttir(D),Borghildur Stefánsdóttir(D),Gunnar Á Karlsson(D), Benedikt Jóhannsson(D), Óskar Þór Hallgrímsson(D), Ævar Ármannsson(L), Heimir Arnfinnsson (L), Sigríður Margrét Guðjónsdóttir(L), Hanna Björk Birgisdóttir (L), Finnbogi Jónsson(L)
Samþykkt með 9 atkvæðum.
23.
Launakjör kjörinna fulltrúa 2013
Málsnúmer 1306082
2. varaforseti bæjarstjórnar fylgdi tillögu úr hlaði.
Bæjarstjórn samþykkir að skipa starfshóp sem fara skal yfir starfskjör kjörinna fulltrúa á vegum sveitarfélagsins og skila tillögum fyrir gerð fjárhagsáætlunar nú í haust. Skal miðað við að tillögur hópsins af nýjum starfskjörum taki gildi þann 1.júní 2014 þegar nýkjörinn bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur tekið við. Starfshópinn munu skipa Jón Björn Hákonarson, Elvar Jónsson og Gunnar Jónsson bæjarritari.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu með 9 atkvæðum.
24.
Tillaga um sumarfrí bæjarstjórnar
Málsnúmer 1007200
Tillaga 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Lagt er til að bæjarstjórn taki sumarfrí í júlí og ágúst sbr. 7. gr. samþykkta Fjarðabyggðar og komi saman að nýju eftir sumarfrí, fimmtudaginn 22. ágúst 2013.
Einnig er lagt til að bæjarráði verði falið ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðsla mála bæjarstjórnar meðan á sumarfríi stendur.
Til máls tóku: Guðmundur Þorgrímsson, Elvar Jónsson.
Tillaga samþykkt með 8 atkvæðum, Guðmundur Þorgrímsson situr hjá.