Fara í efni

Bæjarstjórn

139. fundur
5. september 2013 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Guðmundur Þorgrímsson Aðalmaður
Jens Garðar Helgason Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Ævar Ármannsson Varamaður
Óskar Þór Hallgrímsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 352
Málsnúmer 1308010F
Fundargerðir bæjarráðst teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jens Garðar Helgason, Elvar Jónsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Valdimar O Hermannsson, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 26. ágúst staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 353
Málsnúmer 1308015F
Fundargerðir bæjarráðst teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 2. september staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 71
Málsnúmer 1308011F
Enginn tók til máls.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 26. ágúst staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Hafnarstjórn - 121
Málsnúmer 1308012F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 27. ágúst staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Fræðslu- og frístundanefnd - 42
Málsnúmer 1308008F
Til máls tóku: Óskar Þór Hallgrímsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Jón Björn Hákonarson, Jens Garðar Helgason.
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 28. ágúst staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2013
Málsnúmer 1301074
Til máls tóku: Elvar Jónsson, Valdimar O Hermannsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Jens Garðar Helgason, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 45 frá 27. ágúst staðfest með 9 atkvæðum..
7.
Fjárhagsleg endurskipulagning Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf
Málsnúmer 1104081
Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði.
Til máls tók Páll Björgvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum að nýta kauprétt Fjarðabyggðar að eignum Eignarhaldsfélagsins fasteignar ehf. nánar tiltekið sundlauginni á Eskifirði og slökkvistöðinni á Hrauni, í samræmi við ákvæði 11. gr. leigusamnings frá 24. janúar 2013 milli Fjarðabyggðar og Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf.
8.
Lántaka vegna endurfjármögnunar rekstrarleigusamninga við Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf.
Málsnúmer 1308122
Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu vegna dagskrárliðar.
"Með vísan til minnisblaðs fjármálastjóra frá 31.8. 2013 um fjármögnun kaupa á eignum Eignarhaldsfélagsins Fasteignar samþykkir bæjarstjórn Fjarðabyggðar eftirfarandi:
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 500.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna endurkaup eigna sveitarfélagsins frá Fasteign ehf., sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Páli Björgvin Guðmundssyni kt. 150870-4379, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjarðabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir enn fremur að fela fjármálastjóra að ganga til viðræðna við Íslandsbanka hf. um að taka að láni 200 milljónir króna á grundvelli tilboðs bankans frá 21. júní 2013."
Bæjarstjóri gerði nánari grein fyrir lántökunni.
Til máls tóku: Valdimar O Hermannsson, Jens Garðar Helgason.
Tillaga samþykkt með 9 atkvæðum.
9.
Fjárhagsáætlun 2013 - viðauki 3
Málsnúmer 1309010
Bæjarstjóri fylgdi viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2013 úr hlaði.
Lagt er til að eftirfarandi breyting verði samþykkt á fjárhagsáætlun Eignasjóðs og samstæðu Fjarðabyggðar fyrir árið 2013:

a)
Leiguskuldir í efnahagsreikningi lækki um kr. 920.000.000 á árinu 2013 og afborganir leiguskulda ársins í sjóðsstreymisyfirliti hækki um sömu upphæð.
b)
Skuldir við lánastofnanir í efnahagsreikningi hækki um kr. 700.000.000 á árinu 2013 með lánum frá Lánasjóði sveitarfélaga og Íslandsbanka og tekin ný langtímalán í sjóðsstreymisyfirliti hækki um sömu upphæð.
c)
Fjármagnsgjöld í rekstrarreikningi hækki um kr. 9.000.000.
d)
Viðskiptareikningur Eignasjóðs við Aðalsjóð hækki sem nemur mismuni a) til c) liðar eða um kr. 229.000.000.
e)
Handbært fé samstæðu Fjarðabyggðar lækki sem nemur kr. 229.000.000

Ennfremur er lagt til að eftirfarandi breyting verði samþykkt á fjárhagsáætlun Aðalsjóðs og samstæðu Fjarðabyggðar fyrir árið 2013:

a)
Skuldir við lánastofnanir í efnahagsreikningi lækki um kr. 18.000.000 á árinu 2013 með uppgreiðslu eldri skuldbindinga og liðurinn afborganir lantímalána, hækki um sömu upphæð í sjóðsstreymisyfirliti.
b)
Handbært fé Aðalsjóðs og samstæðu Fjarðabyggðar lækki sem nemur kr. 18.000.000.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 3 með 9 atkvæðum.
10.
Fræðslu- og frístundastefna
Málsnúmer 2008-03-07-495
Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Fræðslu- og frístundanefnd hefur lagt til að fræðslu- og frístundastefna verði framlengd um eitt ár. Bæjarráð hefur samþykkt það fyrir sitt leyti. Tillagan um framlengingu er lögð fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að fræðslu- og frístundastefna Fjarðabyggðar haldi gildi sínu ári lengur.
11.
Tilnefningar í samgöngunefnd og samstarfsnefnd
Málsnúmer 1308082
Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að fulltrúar Fjarðabyggðar í samgöngunefnd Sambands sveitarfélaga á Austurlandi verði Páll Björgvin Guðmundsson og Ásta Krístín Sigurjónsdóttir.
Að fulltrúar Fjarðabyggðar í samstarfsnefnd Sambands sveitarfélaga á Austurlandi verði Jens Garðar Helgason og Eydís Ásbjörnsdóttir.