Fara í efni

Bæjarstjórn

142. fundur
31. október 2013 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Sævar Guðjónsson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Eiður Ragnarsson Varamaður
Borghildur Hlíf Stefánsdóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 361
Málsnúmer 1310015F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Páll Björgvin Guðmundsson, Eiður Ragnarsson, Elvar Jónsson, Valdimar O Hermannsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 19. október staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 362
Málsnúmer 1310016F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 28. október staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 77
Málsnúmer 1310014F
Enginn tók til máls.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 18. október staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014
Málsnúmer 1309097
Forseti bæjarstjórnar fylgdi reglum um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2013 til 2014 úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Sérreglur vegna byggðakvóta fiskveiðiársins 2013 til 2014 samþykktar með 9 atkvæðum.
5.
Reglur um upplýsingatæknimál
Málsnúmer 1310150
Forseti bæjarstjórnar fylgdi reglunum úr hlaði.
Fram eru lagðar 3 reglur til staðfestingar bæjarstjórnar.
* Regla um notendaeftirlit í upplýsingatæknikerfum
* Regla um innleiðingu vél- og hugbúnaðar
* Regla um aðgangsstýringar og umhald upplýsingatæknikerfa.
Enginn tók til máls.
Reglurnar samþykktar með 9 atkvæðum.
6.
Fjárhagsáætlun 2013 - viðauki 6
Málsnúmer 1310116
Bæjarráð vísar viðauka 6 til endanlegrar staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjóri fylgdi viðaukanum úr hlaði.
Um er að ræða leiðréttingar á villum í fjárhagsáætluninni.
a) Ranglega eru tekjufært Reiknað orlof í málaflokki 02-15 Heimilishjálp að upphæð kr. 983.632 og í málaflokki 02-52 Liðveisla v/fatlaðra að upphæð kr. 1.600.000. Samtals hækkar því niðurstaða málaflokks 02 um kr. 2.583.632. Jafnframt lækkar handbært fé aðalsjóðs og samstæðu Fjarðabyggðar um sömu upphæð eða kr. 2.583.632
b) Ranglega eru tekjufærðar sölutekjur vegna íbúðar hjá Eignasjóð í stað Félagslegra íbúða að upphæð kr. 7.000.000. Samtals lækkar því niðurstaða Eignasjóðs um kr. 7.000.000 en niðurstaða Félagslegra íbúða hækkar um sömu upphæð. Þessi breyting lækkar áætlað handbært fé Eingarsjóðs um sömu upphæð en hækkar áætlað handbært fé Félagslegra íbúða um sömu upphæð. Breytingin hefur engin áhrif á stöðu samstæðu Fjarðabyggðar.
c) Ranglega er tekjufærður virðisaukaskattur af leigutekjum í Eignarhaldsfélaginu Hrauni ehf. að upphæð kr. 36.671.123. Samtals lækka því áætlaðar tekjur og rekstrarniðurstaða Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. um sömu fjárhæð. Þessi breyting lækkar handbært fé Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. og samstæðu Fjarðabyggðar um sömu upphæð eða kr. 36.671.123.
d) Ranglega er færða á fjárfestingaráætlun Eignasjóðs endurgreiðsla frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign vegna sundlaugarinnar á Eskifirði og slökkviðstöðvarinnar á Hrauni samkvæmt sérstöku samkomulagi við félagið frá árinu 2012 um lagfæringar á þessum mannvirkjum að upphæð kr. 22.500.000. Rétt er að færa þessar endurgreiðslur á rekstur Eignasjóðs til viðhaldsverkefni. Samtals lækkar því fjárfestinaráætlun Eignasjóðs fyrir þessar tvær eignir um kr. 22.500.000 og rekstur eignanna hækkar um sömu upphæð. Þessi breyting hefur engin áhrif að öðru leyti á rekstur og efnahag Eignasjóðs eða samstæðu Fjarðabyggðar.
Elvar Jónsson kvað sér hljóðs um fundarsköp bæjarstjórnar vegna truflana í útsendingu.
Jón Björn svaraði fyrirspurn Elvars.
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann með 9 atkvæðum.
7.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014
Málsnúmer 1307059
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2014.
Bæjarstjóri fylgdi fjárhagsáætlun úr hlaði með greinargerð.
Til máls tóku: Valdimar O Hermannsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Elvar Jónsson, Jón Björn Hákonarson, Eiður Ragnarsson, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Sævar Guðjónsson, Páll Björgvin Guðmundsson.
Bókun frá Fjarðalista. Bæjarfulltrúar Fjarðalistans samþykkja að vísa fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára áætlun til annarar umræðu. Jafnframt gerum við þá athugasemd við þessar áætlanir að ekki skuli gert ráð fyrir flutningi Nesgötu suður fyrir fyrirhugaða leikskólabyggingu á Norðfirði. Að öðru leyti vísum við til fyrri bókana um þetta mál, t.a.m. við afgreiðslu á fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2014 til síðari umræðu í bæjarstjórn 21. nóvember n.k.
8.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 - 2017
Málsnúmer 1310194
Fyrri umræða um þriggja ára fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árin 2015 til 2017.
Bæjarstjóri fylgdi fjárhagsáætluninni úr hlaði með greinargerð.
Til máls tóku: Elvar Jónsson, Sævar Guðjónsson, Eiður Ragnarsson, Jón Björn Hákonarson, Páll Björgvin Guðmundsson,
Bókun frá Fjarðalista. Bæjarfulltrúar Fjarðalistans samþykkja að vísa fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára áætlun til annarar umræðu. Jafnframt gerum við þá athugasemd við þessar áætlanir að ekki skuli gert ráð fyrir flutningi Nesgötu suður fyrir fyrirhugaða leikskólabyggingu á Norðfirði. Að öðru leyti vísum við til fyrri bókana um þetta mál, t.a.m. við afgreiðslu á fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2015 til 2017 til síðari umræðu í bæjarstjórn 21. nóvember nk.
9.
Sala á hlutabréfum í Eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf
Málsnúmer 1310205
Bæjarstjóri fylgdi málinu úr hlaði.
Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf hefur ákveðið að nýta innlausnarrétt sinn á hlutafé í EFF í samræmi við leigusamning félagsins við Fjarðabyggð. Fjarðabyggð ber því að selja hlutabréf sín í félaginu, nafnverð hlutanna er 213.410 og er kaupverðið á nafnverði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að selja hlutabréf í Eignarhaldsfélaginu fateign ehf. og felur bæjarstjóra að ganga frá sölu þeirra.