Fara í efni

Bæjarstjórn

144. fundur
21. nóvember 2013 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jens Garðar Helgason Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Eiður Ragnarsson Varamaður
Stefán Már Guðmundsson Varamaður
Borghildur Hlíf Stefánsdóttir Varamaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014
Málsnúmer 1307059
Seinni umræða um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014 ásamt starfsáætlunum einstakra málaflokka.

Bæjarstjóri fylgdi úr hlaði síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2014 og starfsáætlanir stofnana.

Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Elvar Jónsson og Jens Garðar Helgason.

Bæjarfulltrúar Fjarðalistans geta ekki samþykkt fjárhagsáætlun 2014. Helsta ástæða þess er sú að ekki er gert ráð fyrir færslu Nesgötu suður fyrir fyrirhugaða leikskólabyggingu á Norðfirði. Bæjarfulltrúum Fjarðalistans hefur ekki orðið ágengt í því að fá færslu vegarins inn á áætlanir þrátt fyrir að hafa ítrekað afstöðu sína í þessu máli. Að öðru leyti vísum við til bókana í bæjarstjórn (m.a. á fundum nr.123 og nr.142), bæjarráði (m.a. nr.365) og eigna,- skipulags- og umhverfisnefnd (m.a. nr. 80) og málflutnings okkar í umræðum í bæjarstjórn. Við bæjarfulltrúar Fjarðalistans, viljum taka á fjárhagslegri stöðu sveitarfélagsins af ábyrgð og raunsæi og heilt yfir er það gert í þessum áætlunum en í ljósi framangreinds getum við ekki samþykkt þessar áætlanir og sitjum því hjá við afgreiðsu þeirra.

Niðurstöður fjárhagsáætlunar 2014 fyrir Fjarðabyggð og stofnanir með áorðnum breytingum eru eftirfarandi

Tölur í þús.kr.


Rekstrar-niðurstaða
Fjárfestingar
Afborganir langtímalána og leiguskuldbindinga
Samstæða A -hluta
132.195
187.000
438.198
Samstæða B-hluta
319.118
491.000
181.862
Samstæða A og B hluta
451.313
678.000
620.060

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og starfsáætlanir stofnana fyrir árið 2014 með 6 atkvæðum. Fulltrúar Fjarðalistans sitja hjá.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 - 2017
Málsnúmer 1310194
Bæjarstjóri fylgi úr hlaði umræðu um 3ja ára áætlun Fjarðabyggðar og stofnana 2015 til 2017.

Til máls tóku Jens Garðar Helgason, Elvar Jónsson, Stefán Már Guðmundsson og Páll Björgvin Guðmundsson.

Bæjarfulltrúar Fjarðalistans geta ekki samþykkt fjárhagsáætlun næstu þriggja ára. Helsta ástæða þess er sú að ekki er gert ráð fyrir færslu Nesgötu suður fyrir fyrirhugaða leikskólabyggingu á Norðfirði. Bæjarfulltrúum Fjarðalistans hefur ekki orðið ágengt í því að fá færslu vegarins inn á áætlanir þrátt fyrir að hafa ítrekað afstöðu sína í þessu máli. Að öðru leyti vísum við til bókana í bæjarstjórn (m.a. á fundum nr.123 og nr.142), bæjarráði (m.a. nr.365) og eigna,- skipulags- og umhverfisnefnd (m.a. nr. 80) og málflutnings okkar í umræðum í bæjarstjórn. Við bæjarfulltrúar Fjarðalistans, viljum taka á fjárhagslegri stöðu sveitarfélagsins af ábyrgð og raunsæi og heilt yfir er það gert í þessum áætlunum en í ljósi framangreinds getum við ekki samþykkt þessar áætlanir og sitjum því hjá við afgreiðsu þeirra.

Þriggja ára fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árin 2015 til 2017 samþykkt með 6 atkvæðum. Fulltrúar Fjarðalistans sitja hjá.
3.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014 - útsvarsálagning
Málsnúmer 1310174
Forseti bæjarstjórnar bar fram tillögu að útsvarsálagningu 2014.
Til máls tók Jens Garðar Helgason.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 9 atkvæðum að útsvarshlutfall ársins 2014 verði 14,48% af tekjum einstaklinga í Fjarðabyggð. Með þessu er útsvarsheimild sveitarfélagsins fullnýtt 2014.
4.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014 - fasteignagjöld
Málsnúmer 1310175
Forseti bæjarstjórnar gerði grein fyrir álagningarstofnum fasteignagjalda 2014 og afslætti af fasteignaskatti elli- og örorkulíferisþega.

Til máls tók Jens Garðar Helgason.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 9 atkvæðum að fasteignagjöld ársins 2014 verði sem hér segir:

Fasteignaskattur A verði 0,45 % af húsmati og lóðarhlutamati.
Fasteignaskattur B verði 1,32 % af húsmati og lóðarhlutamati.
Fasteignaskattur C verði 1,55 % af húsmati og lóðarhlutamati.
Lóðarleiga íbúðarhúsnæðis verði 0,53 % af lóðarhlutamati.
Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis verði 2,00% af lóðarhlutamati.
Vatnsgjald verði 0,31 % af húsmati.
Holræsagjald verði 0,32 % af húsmati.
Sorphreinsunargjald verði 21.700 kr. á heimili.
Sorpeyðingargjald verði 10.300 kr.á heimili.
Fjöldi gjalddaga verði átta - mánaðarlega frá 1. febrúar.
Eindagi fasteignagjalda verður síðasti virki dagur gjalddagamánaðar.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn samhljóða með 9 atkvæðum að afsláttur á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega verði sem hér segir:

a)Hámarks afsláttur af fasteignaskatti fylgi breytingum fasteignamatsstofns og verði kr. 53.541 á árinu 2014.

b)Afsláttur fasteignaskatts er tekjutengdur og miðast við árstekjur ársins 2013 samanber álagningu skattstjóra á árinu 2014 og skulu tekjumörk vera sem hér segir:.

Einstaklingar:
Brúttótekjur allt að kr. 2.579.465 - 100 % afsláttur
Brúttótekjur yfir kr. 3.411.282 - 0 % afsláttur

Hjón og samskattað sambýlisfólk:
Brúttótekjur allt að kr. 3.917.878 - 100 % afsláttur
Brúttótekjur yfir kr. 4.682.550 - 0 % afsláttur
5.
Fjárhagsáætlun 2013 - viðauki 7
Málsnúmer 1311098
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðauka nr. 7 um breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2013.

Enginn tók til máls.

Framlagður viðauki nr. 7 um breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2013, til að mæta auknum útgjöldum vegna fjárhagsaðstoðar, samþykktur með 9 atkvæðum.
6.
740 Strandgata 14 - Beiðni um breytingar á húsi
Málsnúmer 1309047
Beiðni Trölla ehf. um að breyta húsinu að Strandgötu 14 í Neskaupstað í gistirými. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd ákvað að grenndarkynna umsóknina. Athugasemdir undirritaðar af sjö af átta umsagnaraðilum bárust. Þær athugasemdir sem bárust í grenndarkynningu gáfu ekki tilefni til að hafna beiðni um breytta starfsemi í húsinu. Nefndin samþykkti breytta starfsemi í húsinu enda eru fordæmi fyrir slíkri starfsemi í íbúðahverfum annars staðar í sveitarfélaginu.

Til máls tóku Eiður Ragnarsson og Jens Garðar Helgason.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 9 atkvæðum breytta starfsemi í húsinu að Strandgötu 14 í Neskaupstað.
7.
Bæjarráð - 364
Málsnúmer 1311011F
Fundargerðir bæjaráðs nr. 364 og 365 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jens Garðar Helgason, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson, Elvar Jónsson, Valdimar O. Hermannsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Stefán Már Guðmundsson, Eiður Ragnarsson og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir.
Fundargerð bæjarráðs nr. 364 frá 11.nóvember 2013 samþykkt með 9 atkvæðum.
8.
Bæjarráð - 365
Málsnúmer 1311014F
Fundargerðir bæjaráðs nr. 364 og 365 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jens Garðar Helgason, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson, Elvar Jónsson, Valdimar O. Hermannsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Stefán Már Guðmundsson, Eiður Ragnarsson og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir.
Fundargerð bæjarráðs nr. 365 frá 18.nóvember 2013 samþykkt með 9 atkvæðum.
9.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 78
Málsnúmer 1310019F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 78, 79 og 80 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Stefán Már Guðmundsson, Jón Björn Hákonarson, Páll Björgvin Guðmundsson, Eiður Ragnarsson, Elvar Jónsson, Valdimar O. Hermannsson, Jens Garðar Helgason og Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 78 frá 4.nóvember 2013 samþykkt með 9 atkvæðum.
10.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 79
Málsnúmer 1311010F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 78, 79 og 80 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tók Eiður Ragnarsson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 79 frá 11.nóvember 2013 samþykkt með 9 atkvæðum.
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 80
Málsnúmer 1311015F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 78, 79 og 80 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Stefán Már Guðmundsson, Jón Björn Hákonarson, Páll Björgvin Guðmundsson, Eiður Ragnarsson, Elvar Jónsson, Valdimar O. Hermannsson, Jens Garðar Helgason og Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 80 frá 18.nóvember 2013 samþykkt með 9 atkvæðum.
12.
Hafnarstjórn - 124
Málsnúmer 1311005F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 124 frá 5.nóvember 2013 samþykkt með 9 atkvæðum.
13.
Fræðslu- og frístundanefnd - 46
Málsnúmer 1311009F
Enginn tók til máls.
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 46 frá 13.nóvember 2013 samþykkt með 9 atkvæðum.
14.
Atvinnu- og menningarnefnd - 51
Málsnúmer 1311012F
Enginn tók til máls.
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 51 frá 13.nóvember 2013 samþykkt með 9 atkvæðum.
15.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2013
Málsnúmer 1301074
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 48 frá 12.nóvember 2013 samþykkt með 9 atkvæðum.