Fara í efni

Bæjarstjórn

148. fundur
23. janúar 2014 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Guðmundur Þorgrímsson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Stefán Már Guðmundsson Varamaður
Óskar Þór Hallgrímsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson ritari bæjarstjórnar
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 370
Málsnúmer 1401010F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Valdimar O Hermannsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Elvar Jónsson, Stefán Már Guðmundsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir.
Fundargerð bæjarráðs frá 13. janúar 2014 staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 371
Málsnúmer 1401012F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 20. janúar 2014 staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 83
Málsnúmer 1401002F
Fundargerðir eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Páll Björgvin Guðmundsson, Jón Björn Hákonarson, Valdimar O Hermannsson, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 6. janúar 2014 samþykkt með 9 atkvæðum.
4.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 84
Málsnúmer 1401008F
Fundargerðir eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 13. janúar 2014 samþykkt með 9 atkvæðum.
5.
Hafnarstjórn - 126
Málsnúmer 1401009F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 14.janúar 2014 samþykkt með 9 atkvæðum.
6.
Fræðslu- og frístundanefnd - 48
Málsnúmer 1401003F
Til máls tóku: Páll Björgvin Guðmundsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Elvar Jónsson, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 15. janúar 2014 að undanskildum lið 6.4. samþykkt með 9 atkvæðum.
7.
Atvinnu- og menningarnefnd - 53
Málsnúmer 1401011F
Til máls tóku: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Páll Björgvin Guðmundsson.
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 15. janúar 2014 samþykkt með 9 atkvæðum.
8.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2014
Málsnúmer 1401186
Til máls tóku: Elvar Jónsson, Páll Björgvin Guðmundsson.
Óskar Þór Hallgrímsson vék af fundi bæjarstjórnar 17:35
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 50 frá 16. janúar 2014 samþykkt með 8 atkvæðum.
9.
755 - Deiliskipulag Óseyrar, Stöðvarfirði
Málsnúmer 1211164
Forseti bæjarstjórnar fylgdi deiliskipulagstillögunni úr hlaði.
Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Óseyrar í Stöðvarfirði. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 15. október 2013 og felur meðal annars í sér að sköpuð er umgjörð um ferðaþjónustu, frístundasvæði og skógrækt. Gert er ráð fyrir byggingu smáhýsa, geymslum eða öðrum byggingum tengdum ferðaþjónustu.
Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
10.
Breiðablik 2014
Málsnúmer 1103057
Bæjarstjóri fylgdi reglum úr hlaði.
Fram eru lagðar nýjar reglur fyrir þjónustuíbúðir aldraðra.
Til máls tók Elvar Jónsson.
Bæjarstjórn staðfestir reglur um þjónustuíbúðir fyrir aldraða með 8 atkvæðum.
11.
Safnahús Laufskógum 1 Egilsstöðum - húseign
Málsnúmer 1401169
Bæjarstjóri fylgdi samningi úr hlaði.
Framlögð drög að samningi vegna Safnahússins á Egilsstöðum ásamt gögnum. Um er að ræða leigusamning um húsið. Bæjarráð hefur samþykkt tillögu sem gengur út á að Fljótsdalshérað leysi til sín alla eignarhluti Minjasafns Austurlands og Héraðsskjalasafns Austurland í Safnahúsinu á Egilsstöðum. Gerðir verða langtímaleigusamningar við söfnin, þar sem leigugreiðslur gangi upp í söluverðmæti hússins yfir 12 ára tímabil.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 8 atkvæðum samning um Safnahúsið á Egilsstöðum sbr. framlögð drög og felur bæjarstjóra undirritun gagna honum tengdum.