Fara í efni

Bæjarstjórn

149. fundur
6. febrúar 2014 kl. 16:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Guðmundur Þorgrímsson Aðalmaður
Sævar Guðjónsson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Stefán Már Guðmundsson Varamaður
Borghildur Hlíf Stefánsdóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 372
Málsnúmer 1401015F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Stefán Már Guðmundsson, Elvar Jónsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 27. janúar staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 373
Málsnúmer 1401017F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu.
Liður 2 í fundargerð er tekinn til sérstakrar atkvæðagreiðslu. Sævar Guðjónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
Liðurinn er samþykktur með 8 atkvæðum.
Fundargerð bæjarráðs frá 3. febrúar að undanskildum lið 2 staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 85
Málsnúmer 1401014F
Til máls tóku: Stefán Már Guðmundsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Jón Björn Hákonarson, Valdimar O Hermannsson, Elvar Jónsson.
Liður 2 í fundargerð tekinn til afgreiðslu sérstaklega. Sævar Guðjónsson vék af fundi við afgreiðslu og umfjöllun máls.
Enginn tók til máls.
Liður 2 er samþykktur með 8 atkvæðum.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 27. janúar staðfest af bæjarstjórn með 9 atkvæðum.
4.
740 - Deiliskipulag Neseyri
Málsnúmer 0904014
Forseti bæjarstjórnar fylgdi deiliskipulagstillögunni úr hlaði.
Bókun Fjarðalistans varðandi fund bæjarstjórnar nr. 149, lið nr. 4
Bæjarfulltrúar Fjarðalistans geta ekki samþykkt tillögu að deiliskipulagi Neseyrar eins og það liggur núna fyrir. Ástæða þess er sú að ekki er gert ráð fyrir færslu Nesgötu suður fyrir fyrirhugaða leikskólabyggingu á Norðfirði. Taka bæjarfullrúar Fjarðalistans undir bókarnir Stefáns Márs Guðmundsssonar og Gunnars Ásgeirs Karlssonar sem þeir lögðu fram á fundi Eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 85 þess efnis. Bæjarfulltrúum Fjarðalistans hefur ekki orðið ágengt í því að fá færslu vegarins inn á áætlanir þrátt fyrir að hafa ítrekað afstöðu sína í þessu máli.
Bæjarfulltrúar Fjarðalistans.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Neseyrar. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð, dags. 6. janúar 2014. Tillagan afmarkast af íbúðar- og þjónustusvæði neðan Nesgötu milli Nesgötu 4 og 34 og felur meðal annars í sér að gert er ráð fyrir átta deilda leikskóla við Nesgötu 14, bætt er íbúðarhúsalóðum og að iðnaðarstarfsemi við Nesgötu og Eyrargötu sé víkjandi. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
5.
Viðauki 2 Fjárhagsáætlun 2014
Málsnúmer 1401257
Fram lagður viðauki 2 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2014 vegna breytinga á gjaldskrám leikskóla, skóladagheimila og tónskóla.
Bæjarstjóri fylgdi viðauka úr hlaði.
Áhrif samþykktar bæjarráðs er áætlað að nemi kr. 4.266.718 á árinu 2014 til tekjulækkunar í fjárhagsáætlun ársins 2014. Lækkunin er öll í málaflokki 04 Fræðslumál.
Því er lagt til að eftirfarandi breyting verði samþykkt á fjárhagsáætlun fræðslumála og samstæðu Fjarðabyggðar fyrir árið 2014.
Tekjur í málaflokki 04 Fræðslumál lækki um kr. 4.266.718 frá samþykktri fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2014. Lækkun tekna verður mætt með lækkun á handbæru fé Fjarðabyggðar um sömu upphæð.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 2 við fjárhagsáætlun með 9 atkvæðum.
6.
Fjárhagsáætlun 2014 - viðauki 3
Málsnúmer 1402010
Framlagður viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2014 í samræmi við samþykkt bæjarráðs í máli 1311161 vegna viðhaldsframkvæmda við húsnæði Tónskóla Neskaupstaðar.
Bæjarstjóri fylgdi viðauka úr hlaði.
Lagt er til að gerð verði breyting á viðhaldsáætlun Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. fyrir eignina Nesskóli á árinu 2014 þannig að viðhald ársins hækki um kr. 5.600.000 og verði samtals kr. 7.900.000.
Enn fremur er lagt til að fjármagna framkvæmdina af eigin fé Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. og mun inneign félagsins á viðskiptareikningi lækka sem því nemur við aðalsjóð en handbært fé Aðalsjóðs lækkar um sömu upphæð og verða áætlað kr. 417.654.000 í árslok 2014.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 3 við fjárhagsáætlun með 9 atkvæðum.