Fara í efni

Bæjarstjórn

153. fundur
10. apríl 2014 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Guðmundur Þorgrímsson Aðalmaður
Jens Garðar Helgason Aðalmaður
Sævar Guðjónsson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2013
Málsnúmer 1403085
Fram lagður ársreikningur 2013 fyrir Fjarðabyggð og stofnanir til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Þennan dagskrárlið fundar sátu jafnframt fjármálastjóri og endurskoðandi sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri fylgdi ársreikningi úr hlaði með greinargerð sinni.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Jens Garðar Helgason, Elvar Jónsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2013 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
2.
Bæjarráð - 378
Málsnúmer 1403007F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jens Garðar Helgason, Eydís Ásbjörnsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Esther Ösp Gunnarsdóttir, Sævar Guðjónsson, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Elvar Jónsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 24. mars staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Bæjarráð - 379
Málsnúmer 1403012F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 31. mars að undanskildum lið 3.8. staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Bæjarráð - 380
Málsnúmer 1404002F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 7. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 89
Málsnúmer 1403009F
Fundargerðir eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Sævar Guðjónsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Esther Ösp Gunnarsdóttir, Guðmundur Þorgrímsson, Elvar Jónsson, Jens Garðar Helgason.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 24. mars að undaskildum liðum 3 og 4. staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 90
Málsnúmer 1404001F
Fundargerðir eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 3. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
Bókun Fjarðarlista vegna liðar 3 í fundargerð.
Við undirrituð, bæjarfulltrúar Fjarðalistans, getum ekki samþykkt tillögu að deiliskipulagi Neseyrar. Ástæða þess er sú að ekki er gert ráð fyrir færslu Nesgötu suður fyrir fyrirhugaða leikskólabyggingu. Elvar Jónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Esther Ösp Gunnarsdóttir (sign)
7.
Fræðslu- og frístundanefnd - 51
Málsnúmer 1403011F
Til máls tóku: Sævar Guðjónsson, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir.
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 1. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Hafnarstjórn - 129
Málsnúmer 1403008F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 25. mars staðfest með 9 atkvæðum.
9.
Atvinnu- og menningarnefnd - 56
Málsnúmer 1403010F
Til máls tók Sævar Guðjónsson.
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 26. mars staðfest með 9 atkvæðum.
10.
Bygging leikskóla á Neseyri
Málsnúmer 1402081
Forseti bæjarstjórnar fylgdi tillögunni úr hlaði.
Bæjarráð samþykkti tillögu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar um hönnun og útboð á nýjum leikskóla í Neskaupstað. Nefndin leggur til að lokið verði við hönnun og boðin út 8 deilda leikskóli í Neskaupstað. Með tillögunni er tryggt að byggður sé leikskóli útfrá núverandi þörf og væntingum um stækkandi samfélag á Norðfirði. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að hafin verði hönnun og boðinn út nýr 8 deilda leikskóli í Neskaupstað í samræmi við tillögur starfshóps um byggingu skólans.
11.
Endurskoðun á samþykktum SSA frá aðalfundi 2013
Málsnúmer 1402041
Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu vegna endurskoðun samþykkta Sambands sveitarfélag á Austurlandi.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir þær athugasemdir sem fram koma í minnisblaði vegna endurskoðunar á samþykktum SSA. Margar af þeim breytingartillögum sem lagðar eru til í endurskoðuninni eru vissulega til bóta en þó vill bæjarstjórn taka fram að hún telur ekki rétt að fella niður ákvæði um skiptingu sambandssvæðisins í tvö þjónustusvæði ásamt breytingu á fjölda fulltrúa sveitarfélaga á aðalfundi svo helstu athugasemdir séu nefndar.
Bæjarstjórn felur bæjarritara að ganga frá erindi til stjórnar SSA með athugasemdum en fjallað verður um breytingar á samþykktunum á aðalfundi SSA á hausti komanda.
Til máls tóku: Jens Garðar Helgason, Elvar Jónsson.
Tillagan samþykkt með 9 atkvæðum.
12.
Drög að breytingum á úthlutunarreglum fyrir Jensenshús
Málsnúmer 1403090
Forseti bæjarstjórnar fylgdi reglunum úr hlaði.
Úthlutunarreglur vegna dvalar í Jensenshúsi. Atvinnu- og menningarnefnd hefur samþykkt reglurnar. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Enginn tók til máls.
Reglurnar staðfestar með 9 atkvæðum.
13.
Sveitarstjórnakosningar 2014
Málsnúmer 1403134
Bæjarráð vísar skipan í undirkjörstjórnir til bæjarstjórnar.
Forseti bæjarstjórnar fór yfir skipun kjörstjórna og breytingar frá fyrri skipan.
Til máls tók Esther Ösp Gunnarsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að Andrea Borgþórsdóttir taki sæti Dagbjartar Láru Ottósdóttur í kjörstjórn á Reyðarfirði, Solveig Friðriksdóttir taki sæti Þórönnu Snorradóttur sem varamanns í kjörstjórn á Stöðvarfirði og Margrét Sigfúsdóttir taki sæti Heiðar W Johnes sem varamanns í kjörstjórn á Mjóafirði.
14.
730 - br. á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna br. á landnotkun við Eyri í Reyðarfirði
Málsnúmer 1401245
Forseti bæjarstjórnar fylgdi tillögu um auglýsingu breytingu aðalskipulags úr hlaði.
Fram lögð tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna breyttrar landnotkunar á Eyri í Reyðarfirði.
Breyting aðalskipulags gerir ráð fyrir sérhæfðu 112 ha iðnaðar- og hafnarsvæði fyrir uppbyggingu hafnar- og hafnsækinnar starfsemi t.d. vegna olíuleitar, umskipunar eða geymslu olíubirgða.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að auglýsa breytingar á aðalskipulagi ásamt umhverfisskýrslu.
15.
Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna stækkunnar vélíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði
Málsnúmer 1403113
Forseti bæjarstjórnar fylgdi skipulags og matlýsingu úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum framlagða skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, dreyfbýlisuppdrætti, vegna fyrirhugaðrar stækkunar akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga í Reyðarfirði.
16.
740 - Deiliskipulag Neseyri
Málsnúmer 0904014
Forseti bæjarstjórnar fylgdi deiliskipulagstillögunni úr hlaði.
Til máls tóku: Elvar Jónsson, Jón Björn Hákonarson, Jens Garðar Helgason.
Bókun Fjarðalistans:
Við undirrituð, bæjarfulltrúar Fjarðalistans, getum ekki samþykkt tillögu að deiliskipulagi Neseyrar. Ástæða þess er sú að ekki er gert ráð fyrir færslu Nesgötu suður fyrir fyrirhugaða leikskólabyggingu á Norðfirði. Færsla vegarins er mikið forgangsmál, að mati undirritaðra, út frá öryggis-, skipulags- og fjárhagslegum sjónarmiðum og er þessi skoðun m.a í samræmi við einróma álit og greinargerð fræðslu- og frístundanefndar. Þrátt fyrir að hafa fært ítrekað fyrir þessu rök á fundum bæjarsjórnar hefur undirrituðum ekki orðið ágengt í því að fá færslu vegarins inn á áætlanir og skipulag. Að öðru leyti vísum við til bókana fulltrúa Fjarðalistans í bæjarstjórn (m.a. á fundum nr.122, nr.123, nr.142, nr.144, nr.149), bæjarráði (m.a. nr.314 og nr.365) og eigna,- skipulags- og umhverfisnefnd (m.a. nr. 80 og 85) og málflutnings okkar í umræðum í bæjarstjórn, m.a varðandi stækkunarmöguleika leikskólabyggingarinnar en við teljum færslu vegarins alls ekki þurfa að koma í veg fyrir þá möguleika.
Elvar Jónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Esther Ösp Gunnarsdóttir (sign)

Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum deiliskipulag Neseyrar á Norðfirði, skipulagsuppdráttur með greinagerð dags. 27. janúar 2014 breytt 3. apríl 2014, með þeim breytingum sem fram koma á uppdrætti og í umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 31. mars 2014. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga þegar gögn hafa verið lagfærð í samræmi við samþykkt. Á móti eru Elvar Jónsson, Esther Ösp Gunnarsdóttir og Eydís Ásbjörnsdóttir.
17.
730 - Deiliskipulag aksturs- og skotíþróttasvæða vestan Bjarga
Málsnúmer 1109100
Forseti bæjarstjórnar fylgdi skipulags- og matslýsingu úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum framlagða skipulags- og matslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags aksturs- og skotíþróttasvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði.