Bæjarstjórn
156. fundur
27. maí 2014 kl. 16:00 - 18:00
Safnahúsið í Neskaupstað
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Guðmundur Þorgrímsson Aðalmaður
Jens Garðar Helgason Aðalmaður
Sævar Guðjónsson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Sveitarstjórnarkosningar 2014
Til máls tók Jens Garðar Helgason.
Forseti fylgi kjörskrárstofni úr hlaði.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan kjörskrárstofn fyrir Fjarðabyggð vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí nk.
Karlar 1.814
Konur 1.548
Alls: 3.362
Sundurliðun eftir kjördeildum.
Eskifjörður - 725
Fáskrúðsfjörður - 515
Norðfjörður - 1.118
Mjóifjörður - 17
Reyðarfjörður - 819
Stöðvarfjörður - 168
Bæjarstjóri hefur umboð bæjarráðs frá fundi 5.maí sl. til að afgreiða til fullnustu verkefni vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram eiga að fara 31.maí nk. og úrskurða um breytingar á kjörskrá og ráða til lykta öðrum málum, sem kunna að heyra undir verksvið bæjarstjórnar í sambandi við kosningar. Bæjarstjóri getur ávallt vísað úrskurðum um ágreiningsmál til bæjarráðs. Kjörskrárstofn samþykktur með 9 atkvæðum.
Forseti fylgi kjörskrárstofni úr hlaði.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan kjörskrárstofn fyrir Fjarðabyggð vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí nk.
Karlar 1.814
Konur 1.548
Alls: 3.362
Sundurliðun eftir kjördeildum.
Eskifjörður - 725
Fáskrúðsfjörður - 515
Norðfjörður - 1.118
Mjóifjörður - 17
Reyðarfjörður - 819
Stöðvarfjörður - 168
Bæjarstjóri hefur umboð bæjarráðs frá fundi 5.maí sl. til að afgreiða til fullnustu verkefni vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram eiga að fara 31.maí nk. og úrskurða um breytingar á kjörskrá og ráða til lykta öðrum málum, sem kunna að heyra undir verksvið bæjarstjórnar í sambandi við kosningar. Bæjarstjóri getur ávallt vísað úrskurðum um ágreiningsmál til bæjarráðs. Kjörskrárstofn samþykktur með 9 atkvæðum.
2.
740 - Deiliskipulag Neseyri
Til máls tók Elvar Jónsson.
Forseti fylgdi deiliskipulagi úr hlaði.
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 15. maí 2014 þar sem bent er á að í deiliskipulagi Neseyrar sé gert ráð fyrir íbúðarhúsalóðum við Nesgötu 28 og 30 en í aðalskipulagi er gert ráð fyrir opnu svæði til sérstakra nota á svæðinu. Aðrar athugasemdir eru ekki gerðar við deiliskipulagið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að fella burt íbúðarhúsalóðir við Nesgötu 28 og 30 til samræmis við landnotkun aðalskipulags.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á deiliskipulagi Neseyrar í Neskaupstað með 6 atkvæðum.
Fulltrúar Fjarðlistans taka undir bókun Eydísar Ásbjörnsdóttur frá fundi bæjarráðs 384 og sitja hjá við afgreiðslu deiliskipulagsins.
Forseti fylgdi deiliskipulagi úr hlaði.
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 15. maí 2014 þar sem bent er á að í deiliskipulagi Neseyrar sé gert ráð fyrir íbúðarhúsalóðum við Nesgötu 28 og 30 en í aðalskipulagi er gert ráð fyrir opnu svæði til sérstakra nota á svæðinu. Aðrar athugasemdir eru ekki gerðar við deiliskipulagið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að fella burt íbúðarhúsalóðir við Nesgötu 28 og 30 til samræmis við landnotkun aðalskipulags.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á deiliskipulagi Neseyrar í Neskaupstað með 6 atkvæðum.
Fulltrúar Fjarðlistans taka undir bókun Eydísar Ásbjörnsdóttur frá fundi bæjarráðs 384 og sitja hjá við afgreiðslu deiliskipulagsins.
3.
755 - Deiliskipulag Óseyrar, Stöðvarfirði
Enginn tók til máls. Forseti fylgi deiliskipulagi úr hlaði.
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag Óseyrar í Stöðvarfirði, skipulagsuppdráttur með greinargerð, dags. 15. október 2013 br. 15. apríl 2014, með þeim breytingum sem fram koma á uppdrætti og í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. maí 2014. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. Skipulagslaga.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag Óseyrar á Stöðvarfirði með 9 atkvæðum.
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag Óseyrar í Stöðvarfirði, skipulagsuppdráttur með greinargerð, dags. 15. október 2013 br. 15. apríl 2014, með þeim breytingum sem fram koma á uppdrætti og í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. maí 2014. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. Skipulagslaga.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag Óseyrar á Stöðvarfirði með 9 atkvæðum.
4.
Endurskoðun á umferðarsamþykkt
Enginn tók til máls.
Seinni umræða um breytingar á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar. Framlögð umsögn sýslumannsins á Eskifirði þar sem fram kemur að ekki eru gerðar athugasemdir við breytingar á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breytingar á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar og bætir við eftirfarandi: ?Hámarkshraði verði 30 km. við Leikskólann Dalborg á Eskifirði og frá gatnamótum Þiljuvalla og Mýrargötu og út Miðstræti á Norðfirði.? Ástæða þessara breytinga er mikil umferð barna og barnafólks um þessar götur.
Seinni umræða um breytingar á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar. Framlögð umsögn sýslumannsins á Eskifirði þar sem fram kemur að ekki eru gerðar athugasemdir við breytingar á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breytingar á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar og bætir við eftirfarandi: ?Hámarkshraði verði 30 km. við Leikskólann Dalborg á Eskifirði og frá gatnamótum Þiljuvalla og Mýrargötu og út Miðstræti á Norðfirði.? Ástæða þessara breytinga er mikil umferð barna og barnafólks um þessar götur.
5.
Stofnun vinabæjartengsla við Andøy
Til máls tóku Sævar Guðjónsson og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir.
Forseti fylgi tillögu og greinargerð úr hlaði.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir samhljóða að stofna til vinabæjar-tengsla milli Fjarðabyggðar og sveitarfélagsins Andøy í Noregi og felur forseta bæjarstjórnar að undirbúa og undirrita samkomulag þar um við bæjarstjóra Andøy, þann 26. júní nk., er hann verður í heimsókn í Fjarðabyggð.
Forseti fylgi tillögu og greinargerð úr hlaði.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir samhljóða að stofna til vinabæjar-tengsla milli Fjarðabyggðar og sveitarfélagsins Andøy í Noregi og felur forseta bæjarstjórnar að undirbúa og undirrita samkomulag þar um við bæjarstjóra Andøy, þann 26. júní nk., er hann verður í heimsókn í Fjarðabyggð.
6.
Sumarstörf hjá Þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar
Páll Björgvin Guðmundsson fylgdi viðauka úr hlaði.
Til máls tók Elvar Jónsson.
Lagður fram viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2014 um sumarstörf við Þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar en fjöldi unglinga hefur ekki fengið störf í sumar. Bæjarráð hefur samþykkt að gera átak í vinnumálum ungs fólks og heimilað ráðningu þeirra ungmenna sem fædd eru 1996 og 1997 og eru enn án atvinnu. Bæjarráð samþykkti að verja allt að 5 milljónum aukalega vegna þessara ráðninga. Ráðningartími verður til tveggja mánaða.
Því er lagt til að gerð verði breyting á fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar á árinu 2014 þannig að rekstur umhverfismála, málaflokkur 11, hækki um 5 milljónir og verði samtals kr.88.243.022.- Útgjaldaaukning verði fjármögnuð af eigin fé aðalsjóðs og mun það lækka um 5 milljónir og handbært fé aðalsjóðs lækkar um sömu upphæð og verða áætlað kr. 399.954.000 í árslok 2014.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 5 með 9 atkvæðum.
Til máls tók Elvar Jónsson.
Lagður fram viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2014 um sumarstörf við Þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar en fjöldi unglinga hefur ekki fengið störf í sumar. Bæjarráð hefur samþykkt að gera átak í vinnumálum ungs fólks og heimilað ráðningu þeirra ungmenna sem fædd eru 1996 og 1997 og eru enn án atvinnu. Bæjarráð samþykkti að verja allt að 5 milljónum aukalega vegna þessara ráðninga. Ráðningartími verður til tveggja mánaða.
Því er lagt til að gerð verði breyting á fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar á árinu 2014 þannig að rekstur umhverfismála, málaflokkur 11, hækki um 5 milljónir og verði samtals kr.88.243.022.- Útgjaldaaukning verði fjármögnuð af eigin fé aðalsjóðs og mun það lækka um 5 milljónir og handbært fé aðalsjóðs lækkar um sömu upphæð og verða áætlað kr. 399.954.000 í árslok 2014.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 5 með 9 atkvæðum.
7.
Bæjarráð - 386
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 386 frá 27. maí 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 386 frá 27. maí 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
8.
Atvinnu- og menningarnefnd - 58
Til máls tóku Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Sævar Guðjónsson, Valdimar O. Hermannsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Jens Garðar Helgason og Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar, nr.58 frá 21.maí 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
Tillaga formanns atvinnu- og menningarnefndar um stofnun starfshóps um fjölgun útvarpsstöðva í Fjarðabyggð.
Á sameiginlegum fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og ungmennaráðs Fjarðabyggðar 6. febrúar 2014 óskaði ungmennaráð eftir því við bæjarstjórn að kannaðir verði möguleikar á uppsetningu fleiri útvarpssenda í sveitarfélaginu þannig að fjölbreyttari útvarpsstöðvar séu aðgengilegar í öllum byggðarkjörnum.
Málinu var vísað til atvinnu- og menningarnefndar sem fól stjórnsýslu og þjónustusviði Fjarðabyggðar að kanna mögulega aðkomu 365 miðla að kostnaði við uppsetningu útvarpssenda í fleiri byggðarkjarna sveitarfélagsins. Því erindi hefur ekki verið svarað með jákvæðum hætti.
Gerð er tillaga um að stofnaður verði sérstakur starfshópur sem kanni aðra möguleika og hugsanlega aðkomu annarra aðila að verkefninu.
Bæjarstjóra og formanni atvinnu- og menningarnefndar er falið að stofna starfshópinn ásamt því að óska eftir tilnefningu frá ungmennaráði til setu í hópnum.
Starfshópnum er ætlað að skila af sér niðurstöðu fyrir 15. júlí 2014.
Bæjarstjórn samþykkir skipan starfshópsins með 9 atkvæðum.
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar, nr.58 frá 21.maí 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
Tillaga formanns atvinnu- og menningarnefndar um stofnun starfshóps um fjölgun útvarpsstöðva í Fjarðabyggð.
Á sameiginlegum fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og ungmennaráðs Fjarðabyggðar 6. febrúar 2014 óskaði ungmennaráð eftir því við bæjarstjórn að kannaðir verði möguleikar á uppsetningu fleiri útvarpssenda í sveitarfélaginu þannig að fjölbreyttari útvarpsstöðvar séu aðgengilegar í öllum byggðarkjörnum.
Málinu var vísað til atvinnu- og menningarnefndar sem fól stjórnsýslu og þjónustusviði Fjarðabyggðar að kanna mögulega aðkomu 365 miðla að kostnaði við uppsetningu útvarpssenda í fleiri byggðarkjarna sveitarfélagsins. Því erindi hefur ekki verið svarað með jákvæðum hætti.
Gerð er tillaga um að stofnaður verði sérstakur starfshópur sem kanni aðra möguleika og hugsanlega aðkomu annarra aðila að verkefninu.
Bæjarstjóra og formanni atvinnu- og menningarnefndar er falið að stofna starfshópinn ásamt því að óska eftir tilnefningu frá ungmennaráði til setu í hópnum.
Starfshópnum er ætlað að skila af sér niðurstöðu fyrir 15. júlí 2014.
Bæjarstjórn samþykkir skipan starfshópsins með 9 atkvæðum.
9.
Fræðslu- og frístundanefnd - 53
Til máls tóku Elvar Jónsson, Páll Björgvin Guðmundsson og Sævar Guðjónsson.
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar, nr. 53 frá 21.maí 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar, nr. 53 frá 21.maí 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
10.
Hafnarstjórn - 131
Til máls tók Guðmundur Þorgrímsson.
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 131 frá 16.maí 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 131 frá 16.maí 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 94
Enginn tók til máls.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 94 frá 26.maí 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 94 frá 26.maí 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
12.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2014
Enginn tók til máls. Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 54 frá 20.maí 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.