Bæjarstjórn
158. fundur
17. júní 2014 kl. 16:00 - 00:00
Kirkju - og menningarmiðstöðin
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Eiður Ragnarsson Aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Jens Garðar Helgason Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Kristín Gestsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Kosning forseta bæjarstjórnar kjörtímabilið 2014-2018
Jón Björn Hákonarson er tilnefndur sem forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og komu ekki fram önnur framboð. Jón Björn Hákonarson er því kjörinn forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar samhljóða og tók hann við stjórn fundarins.
2.
Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar kjörtímabilið 2014-2018
Tilnefndir eru sem 1. varaforseti Jens Garðar Helgason og 2. varaforseti Elvar Jónsson. Aðrar tilnefningar eru ekki bornar fram og eru þeir kjörnir varaforsetar samhljóða.
3.
Kosning bæjarráðs kjörtímabilið 2014-2018
Tillaga er borinn fram um að aðalmenn verði Jens Garðar Helgason formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður og Eydís Ásbjörnsdóttir. Fjarðalistinn fyrirhugar að breyta um fulltrúa í bæjarráði að einu ári liðnu. Ekki þarf að kjósa varamenn í bæjarráð sbr. samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar. Aðrar tillögur voru ekki bornar fram og er kosning bæjarráðs því staðfest samhljóða.
4.
Ráðning bæjarstjóra 2014 - 2018
Tillaga meirihluta bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir að ráða Pál Björgvin Guðmundsson sem bæjarstjóra kjörtímabilið 2014-2018 og felur bæjarráði að ganga frá ráðningarsamningi við hann."
Til máls tók Elvar Jónsson og lagði fram bókun.
Bókun Fjarðalistans varðandi ráðningu bæjarstjóra:
"Þar sem ráðning bæjarstjóra er nú hluti af samkomulagi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, teljum við eðlilegt að meirihlutinn einn gangi frá ráðningu hans og sitjum við fulltrúar Fjarðalistans því hjá við þá afgreiðslu. Bæjarfulltrúar Fjarðalistans vænta áframhaldandi góðs samstarf við Pál Björgvin Guðmundsson."
Tillaga meirhluta bæjarstjórnar um ráðningu bæjarstjóra samþykkt með sex atkvæðum. Bæjarfulltrúar Fjarðalistans sitja hjá.
"Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir að ráða Pál Björgvin Guðmundsson sem bæjarstjóra kjörtímabilið 2014-2018 og felur bæjarráði að ganga frá ráðningarsamningi við hann."
Til máls tók Elvar Jónsson og lagði fram bókun.
Bókun Fjarðalistans varðandi ráðningu bæjarstjóra:
"Þar sem ráðning bæjarstjóra er nú hluti af samkomulagi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, teljum við eðlilegt að meirihlutinn einn gangi frá ráðningu hans og sitjum við fulltrúar Fjarðalistans því hjá við þá afgreiðslu. Bæjarfulltrúar Fjarðalistans vænta áframhaldandi góðs samstarf við Pál Björgvin Guðmundsson."
Tillaga meirhluta bæjarstjórnar um ráðningu bæjarstjóra samþykkt með sex atkvæðum. Bæjarfulltrúar Fjarðalistans sitja hjá.
5.
Breytingar á samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar 2014
Fyrri umræða um breytingar á samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar 2014. Breyting er gerð í tengslum við breytingar á erindisbréfum fræðslunefndar, íþrótta- og tómstundanefndar, menningar- og safnanefndar auk breytinga á hlutverki bæjarráðs. Forseti fylgdi breytingum úr hlaði. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktum til seinni umræðu í bæjarstjórn.
6.
Endurskoðun á samþykktum fastanefnda kjörtímabilið 2014-2018
Fyrri umræða um endurskoðun á erindisbréfum þriggja fastanefnda kjörtímabilið 2014-2018. Um er að ræða samþykktir fyrir fræðslunefnd, íþrótta- og tómstundanefnd og menningar- og safnanefnd. Forseti fylgdi breytingum úr hlaði. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa breytingum á þremur erindisbréfum fastanefnda til seinni umræðu í bæjarstjórn.
7.
Launakjör kjörinna fulltrúa 2013
Lögð fram tillaga oddvita framboðanna þriggja, um launakjör kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn og fastanefndum sveitarfélagsins fyrir komandi kjörtímabil. Forseti fylgdi tillögu úr hlaði.
"Oddvitar framboðanna í Fjarðabyggð hafa farið yfir launakjör kjörinna fulltrúa í Fjarðabyggð sem hafa verið óbreytt frá árinu 2006. Ljóst er að umfang starfa bæjarráðsmanna og nefndarformanna eru orðin umfangsmikil og hafa aukist á síðustu árum. Brýnt er að fulltrúar séu vel undirbúnir og setji sig vel inn í mál ásamt því að undirbúa þau í samráði við starfsmenn viðkomandi nefnda. Slíkt skiptir miklu máli til að stuðla að vandaðri stjórnsýslu. Þá þarf að mæta vinnutapi kjörinna fulltrúa sem hlýst vegna ferða og vinnu utan sveitarfélagsins. Helstu breytingar á launakjörum kjörinna fulltrúa í Fjarðabyggð eru því fólgnar í því að lagt er til að bæjarráðsmenn fái nú 3% af þingfararkaupi í föst laun og formaður þess 6% á mánuði. Þá fái nefndarformenn 6% á mánuði í föst laun. Þá verði greitt fyrir vinnu kjörinna fulltrúa sem felur í sér ferðir út fyrir sveitarfélagið 2% fyrir hálfan dag og 4% fyrir heilan dag. Tillaga þessi tekur gildi frá og með 1. júní 2014. Breytingum vegna launaliðar er vísað til endurskoðunar á launaliðum fjárhagsáætlunar 2014 vegna kjarasamningshækkana."
"Oddvitar framboðanna í Fjarðabyggð hafa farið yfir launakjör kjörinna fulltrúa í Fjarðabyggð sem hafa verið óbreytt frá árinu 2006. Ljóst er að umfang starfa bæjarráðsmanna og nefndarformanna eru orðin umfangsmikil og hafa aukist á síðustu árum. Brýnt er að fulltrúar séu vel undirbúnir og setji sig vel inn í mál ásamt því að undirbúa þau í samráði við starfsmenn viðkomandi nefnda. Slíkt skiptir miklu máli til að stuðla að vandaðri stjórnsýslu. Þá þarf að mæta vinnutapi kjörinna fulltrúa sem hlýst vegna ferða og vinnu utan sveitarfélagsins. Helstu breytingar á launakjörum kjörinna fulltrúa í Fjarðabyggð eru því fólgnar í því að lagt er til að bæjarráðsmenn fái nú 3% af þingfararkaupi í föst laun og formaður þess 6% á mánuði. Þá fái nefndarformenn 6% á mánuði í föst laun. Þá verði greitt fyrir vinnu kjörinna fulltrúa sem felur í sér ferðir út fyrir sveitarfélagið 2% fyrir hálfan dag og 4% fyrir heilan dag. Tillaga þessi tekur gildi frá og með 1. júní 2014. Breytingum vegna launaliðar er vísað til endurskoðunar á launaliðum fjárhagsáætlunar 2014 vegna kjarasamningshækkana."