Fara í efni

Bæjarstjórn

165. fundur
30. október 2014 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Eiður Ragnarsson Aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Kristín Gestsdóttir Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Varamaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 - aðalmál
Málsnúmer 1407033
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2015.
Bæjarstjóri fylgdi fjárhagsáætlun og starfsáætlun úr hlaði með greinargerð.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Valdimar O. Hermannsson, Elvar Jónsson, Pálína Margeirsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Páll Björgvin Guðmundsson, Eiður Ragnarsson, Kristín Gestsdóttir og Dýrunn Pála Skaftadóttir.
Bókun Fjarðalistans.
"Bæjarfulltrúar Fjarðalistans samþykkja að vísa fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 til seinni umræðu í bæjarstjórn með fyrirvara um forgangsröðun, sérstaklega í fræðslumálum. Einnig er mjög mörgum mikilvægum spurningum ósvarað um aðgerðir og framkvæmdaáætlanir."
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2015, auk starfsáætlunar, til síðari umræðu í bæjarstjórn 4. desember nk.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016 - 2018
Málsnúmer 1408015
Fyrri umræða um þriggja ára fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árin 2016 til 2018.
Bæjarstjóri fylgdi fjárhagsáætluninni úr hlaði með greinargerð.
Til máls tóku Eydís Ásbjörnsdóttir og Elvar Jónsson.
Bókun Fjarðalistans.
"Bæjarfulltrúar Fjarðalistans samþykkja að vísa fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016 - 2018 til seinni umræðu í bæjarstjórn með fyrirvara um forgangsröðun, sérstaklega í fræðslumálum. Einnig er mjög mörgum mikilvægum spurningum ósvarað um aðgerðir og framkvæmdaáætlanir."
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa þriggja ára fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2016 til 2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn 4. desember nk.
3.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 - útsvarsálagning
Málsnúmer 1410111
Forseti bæjarstjórnar bar fram tillögu að útsvarsálagningu 2015.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 9 atkvæðum að útsvarshlutfall ársins 2015 verði 14,48% af tekjum einstaklinga í Fjarðabyggð. Með þessu er útsvarsheimild sveitarfélagsins fullnýtt á árinu 2015. Sá fyrirvari er gerður að ef Alþingi samþykkir hækkun á hámarksútsvari á árinu 2015, fyrir árslok um 0,04% sem sérstakt álag vegna málefna fatlaðs fólks, skal útsvarshlutfall hækka samsvarandi og verða þá 14,52%
4.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015
Málsnúmer 1409057
Forseti bæjarstjórnar fylgdi reglum um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2014 til 2015 úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Sérreglur vegna byggðakvóta fiskveiðiársins 2014 til 2015 samþykktar með 9 atkvæðum.
5.
Bæjarráð - 402
Málsnúmer 1410012F
Fundargerðir bæjarráðs, nr. 402 og 403, teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Valdimar O. Hermannsson og Páll Björgvin Guðmundsson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 402 frá 20.október 2014, utan liðar 1.14., samþykkt með 9 atkvæðum.
6.
Bæjarráð - 403
Málsnúmer 1410018F
Fundargerðir bæjarráðs, nr. 402 og 403, teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Valdimar O. Hermannsson og Páll Björgvin Guðmundsson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 403 frá 27.október 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
7.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 104
Málsnúmer 1410010F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 104 og 105, teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Eiður Ragnarsson og Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 104 frá 13.október 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
8.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 105
Málsnúmer 1410015F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 104 og 105, teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Eiður Ragnarsson og Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 105 frá 23.október 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
9.
Hafnarstjórn - 139
Málsnúmer 1410013F
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 139 frá 21.október 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
10.
Fræðslunefnd - 7
Málsnúmer 1410014F
Til máls tóku Elvar Jónsson, Pálína Margeirsdóttir, Jón Björn Hákonarson og Páll Björgvin Guðmundsson.
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 7 frá 21.október 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
11.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 6
Málsnúmer 1410016F
Enginn tók til máls.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 6 frá 23.október 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
12.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2014
Málsnúmer 1401186
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 60 frá 20.október 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.