Fara í efni

Bæjarstjórn

167. fundur
20. nóvember 2014 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Eiður Ragnarsson Aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir Varamaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varamaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Varamaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Siðareglur 2014
Málsnúmer 1411081
Forseti fylgdi máli úr hlaði.
Sveitarstjórn skal setja sér siðareglur sem sendar skulu ráðuneytinu til staðfestingar. Ef siðareglur eru í gildi skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar þeirra. Ef niðurstaðan er sú að siðareglur þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu. Tilkynna skal ráðuneytinu um þá niðurstöðu. Bæjarráð taldi rétt að núgildandi siðareglur, er samþykktar voru í bæjarstjórn 12.apríl 2012, haldi sér og vísaði máli til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum óbreyttar siðareglur.
2.
Umsókn til Byggðastofnunar vegna Stöðvarfjarðar
Málsnúmer 1411074
Forseti fylgdi máli úr hlaði.
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.
Bæjarráð hefur lagt til að sótt verði um til Byggðastofnunar vegna verkefnisins "Brothættar byggðir" og fól verkefnastjóra atvinnumála áframhaldandi vinnu málsins. Bæjarráði vísaði máli til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkir umsókn með 9 atkvæðum.
3.
Bæjarráð - 405
Málsnúmer 1411004F
Fundargerðir bæjarráðs. nr. 405 og 406, teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Ragnar Sigurðsson, Valdimar O. Hermannsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Einar Már Sigurðarson, Elvar Jónsson, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Pálína Margeirsdóttir og Eiður Ragnarsson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 405 frá 10. nóvember 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
4.
Bæjarráð - 406
Málsnúmer 1411008F
Fundargerðir bæjarráðs. nr. 405 og 406, teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Valdimar O. Hermannsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Einar Már Sigurðarson, Elvar Jónsson, Ragnar Sigurðsson og Eiður Ragnarsson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 406 frá 17. nóvember 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
5.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 106
Málsnúmer 1411007F
Til máls tóku Eiður Ragnarsson, Ragnar Sigurðsson og Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 106 frá 10.nóvember 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
6.
Hafnarstjórn - 140
Málsnúmer 1411006F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 140 frá 11.nóvember 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
7.
Fræðslunefnd - 8
Málsnúmer 1411005F
Til máls tóku Pálína Margeirsdóttir, Valdimar O. Hermannsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Elvar Jónsson, Einar Már Sigurðarson og Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 8 frá 11.nóvember 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
8.
Menningar- og safnanefnd - 6
Málsnúmer 1411002F
Til máls tóku Dýrunn Pála Skaftadóttir og Páll Björgvin Guðmundsson.
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 6 frá 13.nóvember 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.
9.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2014
Málsnúmer 1401186
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 61 frá 10.nóvember 2014, samþykkt með 9 atkvæðum.