Fara í efni

Bæjarstjórn

174. fundur
5. mars 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Eiður Ragnarsson Aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Kristín Gestsdóttir Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 418
Málsnúmer 1502013F
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Dýrun Pála Skaftadóttir,
Fundargerð bæjarráðs frá 2.mars 2015 samþykkt með 9 atkvæðum.
2.
Samningur um Skólaskrifstofu Austurlands.
Málsnúmer 1502120
Bæjarstjóri fylgdi málinu úr hlaði.
Nýr samningur um Skólaskrifstofu Austurlands lagður fram til staðfestingar bæjarstjórnar.
Engin tók til máls
Bæjarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með 9 atkvæðum og felur bæjarstjóra undirritun hans.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 112
Málsnúmer 1502016F
Til máls tóku: Eiður Ragnarsson, Jón Björn Hákonarson, Valdimar O Hermannsson, Elvar Jónsson, Einar Már Sigurðarson, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Páll Björgvin Guðmundsson.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 23. febrúar 2015 að undanskildum lið 3 í fundargerð samþykkt með 9 atkvæðum.
4.
Hafnarstjórn - 146
Málsnúmer 1502015F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 24.febrúar 2015 samþykkt með 9 atkvæðum.
5.
Menningar- og safnanefnd - 10
Málsnúmer 1502014F
Til máls tók Dýrunn Pála Skaptadóttir.
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 26.febrúar 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.
6.
730 - Deiliskipulag aksturs- og skotíþróttasvæða vestan Bjarga
Málsnúmer 1109100
Forseti bæjarstjórnar fylgdi deiliskipulagstillögunni úr hlaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tillaga að deiliskipulagi aksturs- og skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði verði auglýst.
Til máls tóku: Kristín Gestsdóttir, Eiður Ragnarsson, Valdimar O Hermannsson,
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að auglýsa tillögu að deiliskipulagi aksturs- og skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði.
Tillagan er sett fram á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 9. janúar 2015. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
7.
735 - Deiliskipulag Hlíðarenda
Málsnúmer 1502042
Forseti bæjarstjórnar fylgdi matslýsingunni úr hlaði.
Lögð fram matslýsing vegna skipulagsáætlunar, dagsettri 20. febrúar 2015, unnin af Landmótun.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt matslýsinguna, fyrir sitt leyti, og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir matslýsingu vegna deiliskipulags Hlíðarenda með 9 atkvæðum.
8.
735 - Deiliskipulag miðbæjar Eskifjarðar
Málsnúmer 1502041
Forseti bæjarstjórnar fylgdi matslýsingunni úr hlaði.
Lögð fram matslýsing vegna skipulagsáætlunar, dagsettri 20. febrúar 2015, unnin af Landmótun.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt matslýsinguna, fyrir sitt leyti, og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir matslýsingu vegna deiliskipulags miðbæjar Eskifjarðar með 9 atkvæðum.
9.
Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna stækkunnar akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði
Málsnúmer 1403113
Forseti bæjarstjórnar fylgdi skipulagstillögunni úr hlaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna stækkunnar akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði verði auglýst. Tillagan er sett fram á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 26. janúar 2015.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna stækkunnar akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 26. janúar 2015. Tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.
10.
Fjárhagsáætlun 2015 - viðauki 1
Málsnúmer 1502166
Bæjarstjóri fylgdi viðaukanum úr hlaði.
Viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2015 lagður fram til staðfestingar bæjarstjórnar.
Lagt til að rekstrarkostnaður Eigansjóðs í deild 31-318 verði hækkaður um kr. 5.000.000 í fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2015 þannig að hann verði kr. 8.743.154 í heild á árinu vegna yfirtöku Eignasjóðs á húsnæði að Bleiksárhlíð 56 á Eskifirði. Enn fremur er lagt til að fjármagna þennan aukna rekstrarkostnað af eigin fé Eignasjóðs og munu skammtímaskuldir Eignasjóðs við aðalsjóð breytast sem því nemur.

Við yfirferð á fjárhagsáætlun ársins 2015 kom í ljós að vanáætlað er framlag Fjarðabyggðar til byggðasamlags um málefni fatlaðs fólks um kr. 19.096.591. Um er að ræða reiknivillu en ekki breyting á umfangi eða rekstri málaflokksins.
Lagt er til að framlag til byggðasamlags um málefni fatlaðs fólks á Austurlandi í málaflokki 02 Félagsþjónusta, deild 510 Sameiginlegir liðir fatlaðs fólks, verði verði hækkað um kr. 19.096.591 í fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2015 þannig að það verði kr. 48.000.000 í heildina á árinu. Enn fremur er lagt til að fjármagna þennan aukna rekstrarkostnað af eigin fé aðalsjóðs.
Handbært fé aðalsjóðs um lækka um kr. 24.096.591 til samræmis við ofangreint og verða kr. 420.387.000 í árslok 2015.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir viðauka nr. 1. við fjárhagsáætlun ársins 2015 með 9 atkvæðum.
11.
Ósk um að forkaupsréttur á Mýrargötu 2 verði ekki nýttur
Málsnúmer 1502133
Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd, auk bæjarráðs, hafa samþykkt að nýta ekki forkaupsrétt að eigninni Mýrargötu 2 í Neskaupstað, að þessu sinni.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun með 9 atkvæðum.