Fara í efni

Bæjarstjórn

175. fundur
19. mars 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Eiður Ragnarsson Aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir Varamaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varamaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Varamaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
755 - Deiliskipulag Óseyrar, Stöðvarfirði
Málsnúmer 1211164
Forseti bæjarstjórnar fylgdi deiliskipulaginu úr hlaði.
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, deiliskipulag Óseyrar í Stöðvarfirði, skipulagsuppdráttur með greinargerð, dags. 15. október 2013 br. 15. apríl 2015.
Bæjarstjórn telur að deiliskipulagið samræmist kafla 5.4, landbúnaður, í aðalskipulagi.
Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag Óseyrar á Stöðvarfirði með 9 atkvæðum.
2.
Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 - endurskoðun
Málsnúmer 1503036
Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði. "Þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Skal sú ákvörðun m.a. taka mið af því hvort landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun aðalskipulagsins. Um málsmeðferð á endurskoðaðri áætlun fer sem um gerð nýs aðalskipulags sé að ræða. Ef niðurstaða sveitarstjórnar er að aðalskipulagið þarfnist ekki endurskoðunar heldur það gildi sínu. Skal ákvörðun sveitarstjórnar að jafnaði liggja fyrir innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum og skal niðurstaðan tilkynnt Skipulagsstofnun jafnskjótt og hún liggur fyrir.
Úr 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 - Endurskoðun aðalskipulags.

Á fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndarar 9.mars 2015 samþykkti nefndin að ekki væri þörf á endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007 til 2027.

Til máls tók Einar Már Sigurðarson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að ekki sé þörf á heildar endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar á þessu kjörtímabili.
3.
Verkefnahópur um málefni Stöðvarfjarðar
Málsnúmer 1411133
Forseti bæjarstjórnar fylgdi skýrslu verkefnahóps um þróunarverkefni á Stöðvarfirði úr hlaði. Umfjöllun um þróunarverkefni í atvinnumálum á Stöðvarfirði og skýrslu verkefnahóps. Framlögð tillaga bæjarstjóra og verkefnastjóra atvinnumála um framhald verkefnisins og fjármagn til þess. Bæjarráð hefur rætt málið og samþykkt að veita til verkefnisins 5,5 milljónum kr. aukalega. Stöðvarfjörður þjóni sem anddyri sveitarfélagsins í suðri og verkefni taki meðal annars mið af því. Stofnað verði til 3ja mánaða verkefnis upplýsingamála í 50 % starfshlutfalli og bætt verði upplýsingaskilti fyrir sveitarfélagið allt. Sköpunarmiðstöðin fær sérstakan styrk til atvinnusköpunar ásamt fleiri verkefnum. Í áætlun hafnarsjóðs er gert ráð fyrir 15 millj. kr. til aðstöðusköpunar fyrir sæfarendur.
Heildarframlag til verkefnisins frá sveitarfélagi og ríki nemur því alls um 26 millj. kr. Til máls tóku Elvar Jónsson og Valdimar O. Hermannsson.

Bæjarstjórn samþykkir skýrslu verkefnahóps og tillögur með 9 atkvæðum.
4.
Fjárhagsáætlun 2015 - viðauki 2
Málsnúmer 1503123
Bæjarstjóri fylgdi úr hlaði viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2015. Um er að ræða viðauka vegna þriggja mála; 1. rekstrarkostnaður almenningssamgangna 3,3 m. - sjá fundargerð bæjarráð nr. 418, mál 1403143, 2. þróunarverkefni í atvinnumálum á Stöðvarfirði 5,5 m. - sjá fundargerð bæjarráðs nr. 420, mál 1411133 og 3. refa- og minkaveiðar 2015 1,5 m. - sjá fundargerð bæjarráðs nr. 420, mál 1501209. Alls er um að ræða lækkun á handbæru fé aðalsjóðs um kr. 10.300.000 og verður það því kr. 410.087.000 í árslok 2015.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 2 með 9 atkvæðum.
5.
Bæjarráð - 419
Málsnúmer 1503006F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 419 og 420 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Páll Björgvin Guðmundsson, Valdimar O. Hermannsson, Elvar Jónsson og Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 419 frá 9.mars 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.
6.
Bæjarráð - 420
Málsnúmer 1503008F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 419 og 420 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Páll Björgvin Guðmundsson, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, Valdimar O. Hermannsson, Elvar Jónsson, Einar Már Sigurðarson og Ragnar Sigurðsson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 420 frá 16.mars 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.
7.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 113
Málsnúmer 1503005F
Til máls tóku Eiður Ragnarsson, Jón Björn Hákonarson og Páll Björgvin Guðmundsson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 113 frá 9.mars 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.
8.
Hafnarstjórn - 147
Málsnúmer 1503003F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 147 frá 10.mars 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.
9.
Fræðslunefnd - 13
Málsnúmer 1503002F
Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 13 frá 10.mars 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.
10.
Menningar- og safnanefnd - 11
Málsnúmer 1502018F
Til máls tók Dýrunn Pála Skaftadóttir.
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 11 frá 3.mars 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.
11.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 10
Málsnúmer 1503007F
Enginn tók til máls.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 10 frá 12.mars 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.
12.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2015
Málsnúmer 1501132
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 67 frá 9.mars 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.