Fara í efni

Bæjarstjórn

176. fundur
9. apríl 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Eiður Ragnarsson Aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Jens Garðar Helgason Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 421
Málsnúmer 1503010F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jens Garðar Helgason, Páll Björgvin Guðmundsson, Valdimar O Hermannsson, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 23. mars samþykkt með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 422
Málsnúmer 1503015F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 31. mars staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 114
Málsnúmer 1503011F
Fundargerðir eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Eiður Ragnarsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Jens Garðar Helgason.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 23. mars staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 115
Málsnúmer 1503014F
Fundargerðir eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 27. mars staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Menningar- og safnanefnd - 12
Málsnúmer 1503013F
Enginn tók til máls.
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 26. mars staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015
Málsnúmer 1501273
Fundargerð barnaverndarnefndar frá 24. mars s.l. tekin til afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar staðfest með 9 atkvæðum.
7.
740 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting á þéttbýlisuppdrætti fyrir Norðfjörð vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn
Málsnúmer 1411134
Forseti bæjarstjórnar fylgdi aðalskipulagstillögunni úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdráttur fyrir Norðfjörð, vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn. Tillagan er sett fram á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 23. febrúar 2015. Tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.
8.
740 Breyting á deiliskipulagi Naust 1 vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn
Málsnúmer 1502131
Forseti bæjarstjórnar fylgdi deiliskipulagstillögunni úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naust 1, Norðfjarðarhöfn og nágrenni. Tillagan er sett fram á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu, dags. 23. febrúar 2015 og felur meðal annars í sér landfyllingu með nýjum lóðum fyrir hafnsækna starfsemi. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.