Fara í efni

Bæjarstjórn

177. fundur
15. apríl 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Eiður Ragnarsson Aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir Varamaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Sævar Guðjónsson Varamaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2014
Málsnúmer 1503202
Fyrri umræða um ársreikning fyrir Fjarðabyggð og stofnanir.
Þennan dagskrárlið sátu jafnframt fjármálastjóri og Sigurjón Arnarson endurskoðandi sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri fylgdi ársreikningi úr hlaði með greinargerð og skýringum.
Til máls tóku: Valdimar O Hermannsson, Jón Björn Hákonarson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2014 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
2.
Fjarðabyggð til framtíðar
Málsnúmer 1411075
Skýrslur vegna verkefnisins Fjarðabyggð til framtíðar, lagðar fram til umfjöllunar.
Bæjarstjóri fylgdi skýrslunum úr hlaði.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðarson, Valdimar O Hermannsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sævar Guðjónsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Eiður Ragnarsson,
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa skýrslunum til umfjöllunar nefnda sveitarfélagsins og felur bæjarráði að vinni að útfærslu á endanlegum tillögum sem lagðar verði fyrir bæjarstjórn í maí og júní nk.
3.
Bæjarráð - 423
Málsnúmer 1504004F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 13. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Bæjarráð - 424
Málsnúmer 1504008F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 15. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Hafnarstjórn - 148
Málsnúmer 1503016F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 31. mars staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2015
Málsnúmer 1501132
Fundargerð félagsmálanefndar frá 7. apríl til afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerð staðfest með 9 atkvæðum af bæjarstjórn.
7.
Fræðslunefnd - 14
Málsnúmer 1504005F
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Pálína Margeirsdóttir, Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð fræðslunefndar frá 14. apríl s.l. staðfest með 9 atkvæðum af bæjarstjórn.
8.
Reglur Fjarðabyggðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks
Málsnúmer 1210150
Forseti bæjarstjórnar fylgdi reglunum úr hlaði.
Endurnýjaðar reglur um verkfæra- og tækjakaup fatlaðs fólks til umræðu og staðfestingar í bæjarstjórn. Félagsmálanefnd samþykkti framlagðar breytingar á fundi þann 7. apríl sl.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir reglurnar með 9 atkvæðum.
9.
Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1412061
Forseti fylgdi málinu úr hlaði.
Félagsmálanefnd hefur óskað eftir við bæjarstjórn, að farið verði í formlegar viðræður við Velferðarráðuneytið um málefni heimahjúkrunar og hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir tillögur félagsmálanefndar með 9 atkvæðum.