Fara í efni

Bæjarstjórn

178. fundur
30. apríl 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Eiður Ragnarsson Aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir Varamaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varamaður
Sævar Guðjónsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 425
Málsnúmer 1504010F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 425 og nr. 426 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Sævar Guðjónsson, Elvar Jónsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 20.apríl 2015, staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 426
Málsnúmer 1504016F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 425 og nr. 426 teknar til afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 27.apríl 2015 staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 116
Málsnúmer 1504003F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 116 og nr. 117 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Eiður Ragnarsson, Sævar Guðjónsson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 13. apríl 2015 staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 117
Málsnúmer 1504012F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 116 og nr. 117 teknar til afgreiðslu saman.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 20. apríl 2015 staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Hafnarstjórn - 149
Málsnúmer 1504011F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 21. apríl 2015 staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Menningar- og safnanefnd - 13
Málsnúmer 1504013F
Enginn tók til máls.
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 22. apríl 2015 staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 11
Málsnúmer 1504009F
Enginn tók til máls.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 16. apríl 2015 staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2014
Málsnúmer 1503202
Síðari umræða um ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana.
Forseti bæjarstjórnar fylgdi ársreikningnum úr hlaði til síðari umræðu.
Til máls tók: Valdimar O Hermannsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2014 og áritar ársreikninginn.
9.
691. mál. Til umsagnar frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl (tímabundnar aflaheimildir)
Málsnúmer 1504149
Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði.
Til umsagnar frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl. Lög þessi gilda um stjórn veiða íslenskra fiskiskipa á Norðaustur-Atlantshafsmakrílstofninum hvort sem veiðarnar eru stundaðar innan eða utan íslenskrar fiskveiðilandhelgi.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir drögum að umsögn.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum umsögnina sem er sameiginleg fyrir dagskrárliði 9 og 10.

Fjarðabyggð vísar til fyrri umsagna um frumvörp til laga um veiðigjöld.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur miklar áhyggjur af því að fyrirhuguð veiðigjöld muni hafa veruleg áhrif á fjárfestingar og framkvæmdir á vegum greinarinnar í sveitarfélaginu, ásamt tilflutningi á störfum milli landsvæða. Í frumvarpinu er sérstaklega bent á þetta sem ókost frumvarpsins þ.e. að ?veiðigjöld geti takmarkað olbogarými til fjárfestinga og framkvæmda sem getur haft nokkur neikvæð áhrif til lengri tíma litið?.
Þá tekur sveitarfélagið undir kröfu samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og ákveðin vonbrigði að ekki er gert ráð fyrir hlutdeild sveitarfélaga í þeim tekjum sem koma til ríkisins vegna þessa sérstaka gjalds. Mikilvægt er að sveitarfélagið hafi aukin framlög af innheimtu veiðigjalda m.a. til mótvægisaðgerða til að minnka áhrif lagabreytinga og hagræðingarkrafna í sjávarútvegi á búsetu í sjávarbyggðum m.a. vegna álagningar veiðigjaldsins.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hvetur núverandi stjórnvöld til aukins samráðs við sveitarfélög og fyrirtæki áður en frumvarp sem þetta er lagt fram.
Varðandi mál 691, frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl (tímabundnar aflaheimildir) hvetur sveitarfélagið til þess að við gerð frumvarpsins séu höfð til hliðsjónar þau sjónarmið um að sem mest verðmæti verði til í greininni.
10.
692. mál.Til umsagnar frumvarp til laga um veiðigjöld (veiðigjald 2015-2018)
Málsnúmer 1504148
Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði.
Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012 (veiðigjald 2015 - 2018).
Bæjarstjóri gerði grein fyrir drögum að umsögn.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum umsögnina sem er sameiginleg fyrir dagskrárliði 9 og 10.

Fjarðabyggð vísar til fyrri umsagna um frumvörp til laga um veiðigjöld.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur miklar áhyggjur af því að fyrirhuguð veiðigjöld muni hafa veruleg áhrif á fjárfestingar og framkvæmdir á vegum greinarinnar í sveitarfélaginu, ásamt tilflutningi á störfum milli landsvæða. Í frumvarpinu er sérstaklega bent á þetta sem ókost frumvarpsins þ.e. að ?veiðigjöld geti takmarkað olbogarými til fjárfestinga og framkvæmda sem getur haft nokkur neikvæð áhrif til lengri tíma litið?.
Þá tekur sveitarfélagið undir kröfu samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og ákveðin vonbrigði að ekki er gert ráð fyrir hlutdeild sveitarfélaga í þeim tekjum sem koma til ríkisins vegna þessa sérstaka gjalds. Mikilvægt er að sveitarfélagið hafi aukin framlög af innheimtu veiðigjalda m.a. til mótvægisaðgerða til að minnka áhrif lagabreytinga og hagræðingarkrafna í sjávarútvegi á búsetu í sjávarbyggðum m.a. vegna álagningar veiðigjaldsins.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hvetur núverandi stjórnvöld til aukins samráðs við sveitarfélög og fyrirtæki áður en frumvarp sem þetta er lagt fram.
Varðandi mál 691, frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl (tímabundnar aflaheimildir) hvetur sveitarfélagið til þess að við gerð frumvarpsins séu höfð til hliðsjónar þau sjónarmið um að sem mest verðmæti verði til í greininni.