Fara í efni

Bæjarstjórn

179. fundur
21. maí 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Eiður Ragnarsson Aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Kristín Gestsdóttir Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 427
Málsnúmer 1505002F
Fundargerðir bæjarráðs, nr. 427 og nr. 428, teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Einar Már Sigurðarson, Elvar Jónsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 11. maí samþykkt með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 428
Málsnúmer 1505007F
Fundargerðir bæjarráðs, nr. 427 og nr. 428, teknar til afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 18. maí samþykkt með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 118
Málsnúmer 1505004F
Til máls tók Eiður Ragnarsson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 11.maí 2015 samþykkt með 9 atkvæðum.
4.
Hafnarstjórn - 150
Málsnúmer 1505003F
Til máls tóku: Valdimar O Hermannsson, Páll Björgvin Guðmundsson.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 12. maí samþykkt með 9 atkvæðum.
5.
Fræðslunefnd - 15
Málsnúmer 1504015F
Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð fræðsluefndar frá 28. apríl 2015 samþykkt með 9 atkvæðum.
6.
Menningar- og safnanefnd - 14
Málsnúmer 1505006F
Enginn tók til máls.
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 13. maí samþykkt með 9 atkvæðum.
7.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2015
Málsnúmer 1501132
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Valdimar O Hermannsson.
Fundargerðir félagsmálanefndar, nr. 69 frá 27. apríl samþykkt með 9 atkvæðum.
8.
Drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald
Málsnúmer 1412001
Forseti bæjarstjórnar fylgdi samþykktunum úr hlaði sem eru teknar til fyrri umræðu.
Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald sem eigna-, skipulags- og umhvefisnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa samþykktunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
9.
Kaup á endurskoðunarþjónustu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1505092
Forseti bæjarstjórnar fylgdi samþykkt bæjarráðs um verðfyrirspurn um kaup á endurskoðendaþjónustu úr hlaði.
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um tilhögun kaupa á endurskoðunarþjónustu Fjarðabyggðar og stofnana.
Bæjarráð hefur samþykkt að viðhafa verðfyrirspurn um kaup á endurskoðendaþjónustu og ráðningu löggilts endurskoðanda vegna rekstrarársins 2015 og til og með rekstrarársins 2019. Verðfyrirspurnin verði bundin við þau fyrirtæki sem hafa skrifstofu á endurskoðunarsviði starfandi innan Fjarðabyggðar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum samþykkt bæjarráðs um verðfyrirspurn.
10.
Kosningaréttur kvenna - Tillaga Fjarðalistans á fundi bæjarstjórnar nr.179
Málsnúmer 1505106
Eydís Ásbjörnsdóttir fylgdi tillögu Fjarðalistans úr hlaði.
"Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna þann 19. júní 2015, leggja bæjarfulltrúar Fjarðalistans fram tillögu að eingöngu kvennbæjarfulltrúar og kvennvarabæjarfulltrúar sitji einn bæjarstjórnarfund Fjarðabyggðar á næstunni."
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Fjarðalistans með 9 atkvæðum.
Forseti bæjarstjórnar leggur til að bæjarráði verði falið að vinna að undirbúningi fundarins.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 9 atkvæðum.