Bæjarstjórn
180. fundur
28. maí 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir Varamaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Kristín Gestsdóttir Aðalmaður
Borghildur Hlíf Stefánsdóttir Varamaður
Lísa Lotta Björnsdóttir Varamaður
Tinna Hrönn Smáradóttir Varamaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 429
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð bæjarráðs nr. 429 frá 26. maí s.l. er staðfest með 9 atkvæðum.
Fundargerð bæjarráðs nr. 429 frá 26. maí s.l. er staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Fræðslunefnd - 16
Fundargerð fræðslunefndar nr. 16 lögð fram til samþykktar.
Til máls tóku: Pálína Margeirsdóttir, Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð fræðslunefndar nr 16. frá 20. maí s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
Til máls tóku: Pálína Margeirsdóttir, Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð fræðslunefndar nr 16. frá 20. maí s.l. staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2015
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 70 frá 18. maí staðfest með 9 atkvæðum.
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 70 frá 18. maí staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald
Forseti bæjarstjórnar fylgdi samþykktunum úr hlaði sem eru teknar til síðari umræðu.
Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald sem eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir samþykktirnar með 9 atkvæðum.
Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald sem eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir samþykktirnar með 9 atkvæðum.
5.
Fjarðabyggð til framtíðar
Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði.
Framlögð greinargerð bæjarstjóra og fræðslustjóra um skipulag nýrrar Skólamiðstöðvar á Suðurfjörðum. Jafnframt framlagðar fundargerðir skólaráða Stöðvarfjarðarskóla og Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar sem er sameiginlegur fundur með foreldraráði Leikskóla Kærabæjar.
Bæjarráð vísaði tillögu um sameiginlega Skólamiðstöð Suðurfjarða til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarstjórnar 15.apríl sl. var skýrslum vegna verkefnisins "Fjarðabyggð til framtíðar" vísað til umfjöllunar nefnda og fól bæjarstjórn bæjarráði að vinna að útfærslu á endanlegum tillögum sem lagðar yrðu fyrir bæjarstjórn í maí og júní. Bæjarráð hefur skoðað sérstaklega skólamál á undanförnum vikum og átt samráð og fundi með foreldrum og starfsfólki viðkomandi stofnana. Þá hefur viðkomandi tillögum bæjarráðsins verið vísað til umfjöllunar í fræðslunefnd og skóla- og foreldraráðum viðkomandi skóla.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að stofnuð verði Skólamiðstöð Suðurfjarða frá og með haustinu 2015 sem felst í því að skólastofnanirnar þrjár; Stöðvarfjarðarskóli, Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar og Leikskólinn Kæribær, sem nú eru til staðar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, falli undir Skólamiðstöð Suðurfjarða og myndi þannig með sér formlegan samstarfsvettvang. Reiknað er með þremur skólastjórum, einum við hvern skóla, sem bera faglega og rekstrarlega ábyrgð á hverjum skóla fyrir sig. Skólastjórar þessara þriggja skóla mynda stjórnendateymi Skólamiðstöðvar Suðurfjarða og vinna sameiginlega að því að nýta sem best þær bjargir og aðföng sem skólarnir búa yfir. Þá er gert ráð fyrir minni viðbótarstjórnun sem nemur u.þ.b. 0,3 stöðugildum. Að öðru leyti er vísað til greinargerðar bæjarstjóra og fræðslustjóra um nánari útfærslu á starfsemi Skólamiðstöðvar Suðurfjarða.
Þá leggur bæjarráð til að stjórnendateymi við Skólamiðstöð Suðurfjarða verði falið, ásamt fræðslustjóra, að vinna að útfærslu á samstarfi við Breiðdalshrepp á sviði skólamála með áherslu á kennslu í Stöðvarfjarðarskóla. Þá er fræðslustjóra falið að skoða nánar með stjórnendum tónlistarskóla hvort hægt verði að auka samkennslu á næsta skólaári með hagræðingu að leiðarljósi.
Til máls tóku: Eydís Ásbjörnsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Jón Björn Hákonarson, Pálína Margeirsdóttir, Páll Björgvin Guðmundsson,
Bæjarstjórn samþykkir tillögu með 9 atkvæðum.
Framlögð greinargerð bæjarstjóra og fræðslustjóra um skipulag nýrrar Skólamiðstöðvar á Suðurfjörðum. Jafnframt framlagðar fundargerðir skólaráða Stöðvarfjarðarskóla og Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar sem er sameiginlegur fundur með foreldraráði Leikskóla Kærabæjar.
Bæjarráð vísaði tillögu um sameiginlega Skólamiðstöð Suðurfjarða til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarstjórnar 15.apríl sl. var skýrslum vegna verkefnisins "Fjarðabyggð til framtíðar" vísað til umfjöllunar nefnda og fól bæjarstjórn bæjarráði að vinna að útfærslu á endanlegum tillögum sem lagðar yrðu fyrir bæjarstjórn í maí og júní. Bæjarráð hefur skoðað sérstaklega skólamál á undanförnum vikum og átt samráð og fundi með foreldrum og starfsfólki viðkomandi stofnana. Þá hefur viðkomandi tillögum bæjarráðsins verið vísað til umfjöllunar í fræðslunefnd og skóla- og foreldraráðum viðkomandi skóla.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að stofnuð verði Skólamiðstöð Suðurfjarða frá og með haustinu 2015 sem felst í því að skólastofnanirnar þrjár; Stöðvarfjarðarskóli, Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar og Leikskólinn Kæribær, sem nú eru til staðar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, falli undir Skólamiðstöð Suðurfjarða og myndi þannig með sér formlegan samstarfsvettvang. Reiknað er með þremur skólastjórum, einum við hvern skóla, sem bera faglega og rekstrarlega ábyrgð á hverjum skóla fyrir sig. Skólastjórar þessara þriggja skóla mynda stjórnendateymi Skólamiðstöðvar Suðurfjarða og vinna sameiginlega að því að nýta sem best þær bjargir og aðföng sem skólarnir búa yfir. Þá er gert ráð fyrir minni viðbótarstjórnun sem nemur u.þ.b. 0,3 stöðugildum. Að öðru leyti er vísað til greinargerðar bæjarstjóra og fræðslustjóra um nánari útfærslu á starfsemi Skólamiðstöðvar Suðurfjarða.
Þá leggur bæjarráð til að stjórnendateymi við Skólamiðstöð Suðurfjarða verði falið, ásamt fræðslustjóra, að vinna að útfærslu á samstarfi við Breiðdalshrepp á sviði skólamála með áherslu á kennslu í Stöðvarfjarðarskóla. Þá er fræðslustjóra falið að skoða nánar með stjórnendum tónlistarskóla hvort hægt verði að auka samkennslu á næsta skólaári með hagræðingu að leiðarljósi.
Til máls tóku: Eydís Ásbjörnsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Jón Björn Hákonarson, Pálína Margeirsdóttir, Páll Björgvin Guðmundsson,
Bæjarstjórn samþykkir tillögu með 9 atkvæðum.
6.
Kosningaréttur kvenna - Tillaga Fjarðalistans á fundi bæjarstjórnar nr.179
Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði.
Tillaga Fjarðalistans frá fundi bæjarstjórnar nr. 179. Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna þann 19. júní 2015, leggja bæjarfulltrúar Fjarðalistans fram tillögu um að eingöngu kvenbæjarfulltrúar og kvenvarabæjarfulltrúar sitji einn bæjarstjórnarfund Fjarðabyggðar á næstunni.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fundurinn fari fram þann 4. júní nk. á skipulögðum fundartíma bæjarstjórnar. Jafnframt mun forseti bæjarstjórnar leggja fram tillögu að embættismönnum fundarins og aukamálefnum sem tekin skulu á dagskrá hans.
Sameiginleg tillaga forseta bæjarstjórnar og fulltrúa Fjarðalistans.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir að flytja til dagsetningu bæjarstjórnarfundar sem einungis kvennbæjarfulltrúar og kvennvarabæjarfulltrúar sitja í tilefni af 100 ára kosningarafmæli kvenna. Vegna óviðráðanlegra orsaka skal hann haldinn að loknu sumarleyfi bæjarstjórnar og stefnt skal að fyrsta reglubundnum fundi bæjarstjórnar þar eftir.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 9 atkvæðum.
Tillaga Fjarðalistans frá fundi bæjarstjórnar nr. 179. Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna þann 19. júní 2015, leggja bæjarfulltrúar Fjarðalistans fram tillögu um að eingöngu kvenbæjarfulltrúar og kvenvarabæjarfulltrúar sitji einn bæjarstjórnarfund Fjarðabyggðar á næstunni.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fundurinn fari fram þann 4. júní nk. á skipulögðum fundartíma bæjarstjórnar. Jafnframt mun forseti bæjarstjórnar leggja fram tillögu að embættismönnum fundarins og aukamálefnum sem tekin skulu á dagskrá hans.
Sameiginleg tillaga forseta bæjarstjórnar og fulltrúa Fjarðalistans.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir að flytja til dagsetningu bæjarstjórnarfundar sem einungis kvennbæjarfulltrúar og kvennvarabæjarfulltrúar sitja í tilefni af 100 ára kosningarafmæli kvenna. Vegna óviðráðanlegra orsaka skal hann haldinn að loknu sumarleyfi bæjarstjórnar og stefnt skal að fyrsta reglubundnum fundi bæjarstjórnar þar eftir.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 9 atkvæðum.